Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1965, Blaðsíða 26

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1965, Blaðsíða 26
Arsskýrsla félagsstjórnar flntt á aðaífundi Hjúkrunarfélags íslands 15. nóvember 1965. Félagar eru 747. Starfandi við hjúkrun voru í ársbyrjun 346, þar af 235 í Reykjavík. Heiðurs- félagar eru 13. 36 hjúkrunarkonur gerðust félag- ar á árinu, 34 þeirra brautskráðar úr Hjúkrunar- skóla íslands. Aukafélagar eru 108 hjúkrunar- nemar. Á aðalfundi 3. desember 1964 lét Anna Lofts- dóttir af formannsstarfi, en María Pétursdóttir tók við. Ársskýrsla félagsins var lesin og sam- þykkt, og gjaldkeri las reikninga félagsins, sem einnig voru samþykktir. Síðastliðið stjórnarár áttu sæti í stjórn, ásamt formanni, María Finnsdóttir varaformaður, Ingi- björg Ólafsdóttir, ritari, Elín E. Stefánsson. vararitari, Kristín Gunnarsdóttir, gjaldkeri, Jó- hanna Þórarins varagjaldkeri (erlendis frá því í maí mánuði) María Guðmundsdóttir, meðstjórn- andi, en varamenn voru Guðrún Margeirsdóttir og Ragnheiður Stephensen, í stað kjörinna vara- stjórnenda, er báðar voru erlendis, og hafa þær starfað í stjórninni frá 3. maí 1965. Vil ég hér nota tækifærið til að þakka þeim öllum gott samstarf og ómetanlega hjálp og leið- beiningar, sem nýr formaður hefur alltaf mikla þörf fyrir. Starfandi nefndir á árinu voru: Ritnefnd Tímarits Hjúkrunarfélags Islands: Jóna Hall, Sigriður Jakobsdóttir, Ragna Har- aldsdóttir og Jóhanna Stefánsdóttir. Trúnaðarnefnd: Þuríður Þorvaldsdóttir, Jóna Guðmundsdóttir og Þórunn Þorsteinsdóttir. Stjórn Félagsheimilissjóðs: Anna Ó. Johnsen (formaður) Guðrún Árnadóttir (sem auk þess er framkvæmdastjóri Félagsheimilisins), Guðrún Lilja Þorkelsdóttir, Arndís Einarsdóttir, Guð- björg Einarsdóttir og Ragnhildur Jóhannsdóttir. Stjórn Minningarsjóðs Guðrúnar Gísladóttur Björns: Ólöf Sigurðardóttir, Guðrún Lilja Þor- kelsdóttir, Halldóra Andrésdóttir. Áfengisvarnarnefnd: Halldóra Þorkelsdóttir, Ragnhildur Guðmundsdóttir, Sigríður Erlings- dóttir. Sumarhúsanefnd: Auður Jónsdóttir, Dagbjört Þórðardóttir, Bergljót Edda Alexandersdóttir, Valgerður Kristjánsdóttir, en til vara: Sigríður Antonsdóttir. Stjórn Jólagjafasjóðs Ingibjargar Ingveldar Sigurðardóttur: Guðmundína Guttormsdóttir, Þuríður Þorvaldsdóttir, Salóme Pálmadóttir. Hallveigarstaðanefnd: Aðalheiður Árnadóttir og Þuríður Aðalsteinsdóttir. Fulltrúar í Bandalagi kvenna í Reykjavík: Formaður sjálfkjörin, Guðmundína Guttorms- dóttir, Ásta Björnsdóttir. Til vara: Ragnhildur Jóhannsdóttir og Ásta Jónasdóttir. Fyrrnefndir nefndarfulltrúar voru kosnir eða endurkosnir á síðasta aðalfundi, en auk þeirra eru starfandi: Fulltrúar til Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, kosnir 16. marz 1964, Anna Loftsdóttir, Ingibjörg Magnúsdóttir, Bjarney Tryggvadóttir, Guðrún Ái-nadóttir, Guðrún Guðnadóttir, en til vara: Arndís Einarsdóttir, Ragnhildur Jóhanns- dóttir, Sólveig Halldórsdóttir, Auður Jónsdóttir og Geir Friðbergsson. Fulltrúar í Launamálanefnd: Svava Svein- bjarnardóttir og varafulltrúi Auður Jónsdóttir. Fulltrúar á Alþjóðasambandi hjúkrunarkvenna og Samvinnu hjúkrunarkvenna á Norðurlöndum, og uppstillinganefnd voru kosnar á félagsfundi 2. nóvember 1964 og vísast til síðustu ársskýrslu formanns, einnig um fulltrúa í 7 nefndum innan S.S.N. Hjúkrunarfélag íslands ber að kjósa 4 fulltrúa og 4 varafulltrúa til Alþjóðasambands hjúkrun- arkvenna, en aðeins 3 fulltrúar og 3 varafulltrúar voru kosnir síðast, en leiðrétting er óþörf úr þessu, þar til næsta kosning verður 1968. Fulltrúar starfshópa hjúkrunarkvenna starf- andi hjá ríkinu voru: Sigríður Stephensen, María Sigurðardóttir, Gróa Ingimundardóttir, Sigrún Straumland, Sigurlaug Helgadóttir og Aðalheiður Árnadóttir. Fulltrúar í samninga- nefnd fyrir hjúkrunarkonur hjá Reykjavíkurborg: Sigurlaug Helgadóttir, Ragnhildur Jóhannsdótt- ir, Elín Anna Sigurðardóttir, Ásta Sigurðardótt- ir, Pálína Sigurjónsdóttir og Jónhildur Halldórs- dóttir.

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.