Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1965, Blaðsíða 20
108
TlMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS
hjúkrunarkonur. Spurningunni um það,
hvort halda skuli námskeiðum sem þessum
áfram, var svarað játandi, en stjórn Nor-
rænu Samvinnunnar falið að ákveða í
hvaða formi og hvenær.
Eitt kvöldið vorum við boðnar í kaffi-
drykkju í húsakynnum sænska félagsins.
Þegar á kvöldið leið birtist ung hjúkrun-
arkona með blokk og blýant, — blaðavið-
tal, — nú var kjarkurinn orðinn svolítið
meiri, enda ekki undankomu auðið. Hún
spurði um félagsmál okkar, um skrifstofu
og starfsfólk. Ég leyfði mér að segja, að
það hefði verið mikill áfangi er við feng-
um eigið húsnæði, skrifstofuhjálp er eng-
in, allt er unnið í sjálfboðavinnu. En svo
hef ég víst örlítið hallað á sannleikann,
þegar ég bætti við, en það er nú unnið
að því að fá skrifstofuhjálp, kannski kem-
ur hún á þessu ári, kannski á því næsta.
Þegar ég fer að hugsa um, af hverju ég
segi þetta, þá finn ég það út að það er mín
eigin óskhyggja.
Að lokum eru það nokkrar hugsanir sem
hafa verið að bögglast fyrir mér og vilja
gjarnan fá að rétta úr sér.
Bæði áður og eftir að ég kom í stjórnina
hef ég heyrt setningar sem þessa: Ég veit
ekki til hvers við erum að kjósa stjórn,
hún gerir ekki neitt, það sést bezt á því
hve kjörin eru léleg og aldrei eru haldin
upprifjunarnámskeið. Það er þó stjórn-
arinnar að gera það.
En við skulum vara okkur á gagnrýn-
inni. Sanngjörn gagnrýni er nauðsynleg
bæði einstaklingum, stofnunum og félög-
um, þegar um leið er komið með leiðir til
úrbóta, sú gagnrýni verkar uppbyggandi.
En til er blind gagnrýni, sem verkar að-
eins til niðurrifs af því að ekkert kemur
í staðinn. Samvinna innan stofnunar, inn-
an félagsskapar er lífsnauðsyn ef um upp-
byggingu á að vera að ræða.
Höfum við nokkurn siðferðilegan rétt til
þess að segja, að stjórnin eigi að gera
þetta og hitt og standa sjálfar með hend-
ur fyrir aftan bak. Eigum við ekki fyrst
að gera kröfur til okkar sjálfra og svo til
annarra. Væri ekki gott að líta í eigin
barm og spyrja, hvað geri ég áður en ég
segi: Þetta átt þú að gera.
Ber okkur ekki fyrst og fremst að þakka
það starf sem unnið hefur verið í sjálf-
boðavinnu á undanförnum áratugum. Við
gerum okkur áreiðanlega enga grein fyrir
því erfiði, þeim tíma og peningum, sem
einstaklingar hafa lagt fram. Peningum
úr eigin vasa.
Það væri fróðlegt að heyra hve margra
stunda vinnuviku formaður, ritari og
gjaldkeri félagsins hafa í dag í þágu fé-
lagsins eða ritstjórn blaðsins. Er ekki kom-
inn tími til þess að létta eitthvað af þeim
þeim störfum, sem ekki þurfa nauðsyn-
lega að vera í þeirra verkahring og laun-
uð skrifstofuhjúkrunarkona getur gert, eða
bíðum við eftir því að engin vilji taka
þessi störf að sér.
Við krefjumst launa fyrir þá þjónustu,
sem við veitum öðrum, við eigum einnig
að greiða fyrir þá þjónustu sem okkur er
veitt, en það verður að gerast með hærri
félagsgjöldum.
Eftir þessa dvöl mína í Finnlandi hefur
þetta verið mér ríkt í huga: Ef við vilj-
um vera með í norrænu samvinnunni, þurf-
um við að geta sent fulltrúa, sem er vel
inn í félagsmálum, sem hefur tíma til að
vinna að undirbúningi og upplýsingum,
og gerir það í vinnutíma.
Samvinnan verður stopul ef við verðum
í framtíðinni að treysta á að einhver sé
stödd í réttu landi á réttum tíma.
Þurfum við ekki að taka einhvern hluta
af ársgjaldinu og stofna sjóð, sem hefur
það eina markmið að senda fulltrúa á mót
og fundi, sem félagið telur nauðsynlegt,