Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1969, Síða 5

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1969, Síða 5
Altarisklæði frá Hólum sennil. 15. öld. TÍMARIT HJUKRUNARFELAGS ÍSLANDS tum áinum óshcir sí/um leAendu cjfeítíegra jó/a ocj farice/dar á lomandi ári ! Ritstjórnar- þáttur Jafnframt því að vera jólablað 1969 þá er Tímarit Hjúkrunar- félags íslands að þessu sinni helgað 50 ára afmæli Hjúkrunar- félags íslands, en félagið var stofnað í nóvember 1919. Því miður var ekki unnt að gefa blaðið út á afmælishátíðinni, enda var þess lítt minnst við það tækifæri. Tímarit Hjúkrunarfélags Islands er reyndar og gamalt að árum, því þetta er 45. árgangur. Hjúkrunarkonum á Islandi var það snemma vel ljóst, hve mikil stoð í starfi og hugsjónum eigið málgagn er. Má til gamans geta þess að samsvarandi tímarit á hinum Norðurlöndunum eru í Danmörku á 69. ári, í Noregi á 56. ári, í Svíþjóð á 36. ári og í Finnlandi á 61. ári. Það er því danska hjúkrunarblaðið, sem er elzt. Þannig voru það og danskar hjúkr- unarkonur á Islandi, sem stóðu einkum að stofnun Hjúkrunar- félags Islands, og voru þrír fyrstu formenn félagsins þeirrar þjóðar. Sigríður Eiríksdóttir varð svo formaður félagsins 1924 og var það samfleytt í 36 ár til ársins 1960. Sem að vonum lætur vann hún mikið og merkt starf á sviði hjúkrunarmála á íslandi, og segir hún í viðtali hér í blaðinu í lokaorði: „Vertu mannvinur og fús til að bæta úr mannlegu böli, sem kynni að mæta þér á lífs- leið þinni, hvort heldur er á líkamlegu eða andlegu sviði“. Framh. á bls. 133.

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.