Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1969, Page 7

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1969, Page 7
50 ára afmælishátíð HJÚKRUNAR- FÉLAGS ÍSLANDS. Sigríin Magn- úsdóttir, fyrrv. forstöðukona, afhjúp- ar málverk eftir Sigurð Sigurðsson af Sigriði Eiríksdóttur. Ljósm. Sveinn Þormóðsson. um lánsheimild til íbúðarkaupa og hafa margar hjúkrunarkonur notfært sér þá heimild, sem er til mikils öryggis, þegar árin færast yfir. Hvaö telur þú, aö hjúkrunar- konan geri sem einstaklingur, mest og hezt fyrir félcig sitt? Hjúkrunarkonan á að vera stéttvís í starfi sínu og hvar sem leið hennar liggur ber ir megni og vinna þau störf sem henni eru falin, af alúð og kost- gæfni. I upphafi starfsdags þíns hafa hjúkrunarstörf veriö brautryöjendastarf, hugsjón. í dag eru hjúkrunarstörf viöur- kennd starfsgrein. Ætti unga hjúkrunarkonan aö sakna ein- hvers? Á námsárum mínum í Kaup- mannahöfn var oft meðal hjúkrunarkvenna talað um sjúkrahjúkrun sem hugsjón, þótt fyrir kæmi, að þær sýndu bæði óþolinmæði og styrfni gagnvart sjúklingum og nem- endum, sem auðvitað stafaði af ofþreytu langra vinnudaga. Ég fæ því ekki séð að hjúkrunar- konan þurfi að missa af hug- sjóninni, þótt starfið sé nú við- urkennd starfsgrein. Þvei't á móti ætti að vera auðveldara að hlynna að hugsjóninni, þegar betri tími gefst til að hugsa um og skilgreina það hugtak, sem átt er við með orðinu „hug- sjón“. Þrátt fyrir velmegun á ís- landi í dag, vitum viö vel, aö meiri hluti mannkynsins hungr- ar og milljónir veröa aö una viö menntunarleysi og margs konar krúgun. Telur þú rétt, aö hjúkrunarkonan einangri sig inni á sjúkrahúsum og taki ekki þátt. í að leysa þessi mál og hvernig gæti hún þá gert þaö? Ég tel ekki rétt, að hjúkr- unarkonan einangri sig svo inni á sjúkrahúsi, þótt hún hafi þar nóg að starfa, að hún sjái ekki böl manna, hvar í heimi sem er. Við lifum á tím- um tækni og stórstígra fram- fara. Líklega hefur aldrei í sögu mannkynsins verið unnið eins markvisst að mannúðarmálum eins og nú. En jafnframt fréttir maður af hinni ógurlegustu grimmd, sem beitt er bæði við einstaklinga og heilar þjóðir. Engu virðist þar skipta hvort um er að ræða háþróaðar þjóð- ir eða vanþróaðar. Hjúkrunarkonan ætti að reyna á allan hátt að fylgjast með þessum málum án hleypi- dóma og að mínu áliti ber henni skylda til að skipa sér þar í fylkingu sem hjálparstörf eru unnin til aðstoðar fólki, sem er statt í neyð. Getur hún þannig orðið til mikils gagns með sam- úð sinni. Ég skil ekki það fólk, sem hliðrar sér hjá því að hugsa um þau vandamál, sem nú þjaka heimsbyggðina svo mjög. Aö lokum, hvaö vildir þú segja ungri stúlku viö upphaf hjúkrunamáms ? Vertu mannvinur og fús til að bæta úr mannlegu böli, sem kynni að mæta þér á lífsleið þinni, hvort heldur er á líkam- legu eða andlegu sviði. TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 97

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.