Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1969, Blaðsíða 8
HATIÐARÆÐA
Maríu Pétursdóttur, formanns H.F.I. á 50 ára afmælishátíð félagsins
sem haldin var að Hótel Sögu 14. nóv. 1969
Hæstvirtur heilbrigðismála-
ráðherra Jóhann Hafstein og
frú, aðrir virðulegir gestir og fé-
lagar.
í dimmasta skammdeginu
fyrir hálfri öld, þegar myrkur
og kuldi grúfði yfir okkar bæ,
stof nuðu f áeinar hj úkrunar-
konur Félag íslenzkra hjúkrun-
arkvenna. „Áformin verða að
engu, þar sem engin er ráða-
gerðin, en ef margir leggja á
ráðin fá þau framgang“ segir
í Orðskviðunum. Þó að stofn-
endur Félags íslenzkra hjúkr-
unarkvenna væru fáir, voru þeir
nægilega margir til að áformin
fengju framgang.
Eftir hörmungar og einangr-
un fyrri heimstyrjaldaráranna,
fundu margir einstaklingar,
hópar manna og heilir þjóð-
flokkar þörf fyrir samstöðu og
samstarf á ýmsum sviðum.
Urðu þá til félög og félagasam-
bönd, s. s. Alþjóðavinnumála-
stofnunin, Alþjóðasamband
Rauðakrossfélaga og Samvinna
hjúkrunarkvenna, svo að eitt-
hvað sé nefnt, en hér heima á
íslandi vöknuðu fleiri til lífsins
en Barn náttúrunnar og nýjir
Davíðssálmar, og er okkur þá
minnisstæðust stofnun Félags
íslenzkra h j úkrunarkvenna,
síðla árs 1919. Fyrr um árið
hafði Ljósmæðrafélag Islands
verið stofnsett, en Læknafélag
Islands var þegar nokkra mán-
aða gamalt, komið á pelaskeiðið,
og menn brugðust þá við og
stofnuðu fyrsta íslenzka trygg-
ingarfélagið.
Framfarir í heilbrigðismál-
um hafa á þessu tímabili orðið
jafnvel enn stórstígari hér en í
nágrannalöndum okkar, en þessi
mál þóttu þá ekki forvitnilegra
fréttaefni en það, að hvergi er
að finna í dagblöðunum um
stofnun Félags íslenzkra hjúkr-
unarkvenna. Hins vegar má
finna þennan dag fyrir 50 árum
heilsíðu grein um járnbrautar-
slys í Danmörku, og á fjárhags-
áætlun Reykjavíkurbæjar fyrir
árið 1920, má sjá á gjaldalið,
að laun til ljósmæðra í Reykja-
vík eru áætluð 4 þús. kr., en
ekki sjáanlegt að gert hafi ver-
ið ráð fyrir neinum kostnaði
vegna hjúkrunarkvenna, nema
þau hafi verið innifalinn í 1 þús.
kr. styrknum, sem veittur var
berklaveikistöðinni og hjúkrun-
arfélögunum, en það voru ekki
stéttarf élög h j úkr unarkvenna,
heldur áhugamannafélögin Líkn
og Hjúkrunarfélag Reykja-
víkur.
Ekki var það samt vegna þess
að yfirsetukonurnar, blessaðar,
væru svo vel metnar til launa
á þeim tíma, því Morgunblaðið
segir þá „alþingismennirnir
sátu rauðeygðir yfir því að klípa
25—50 kr. af árslaunum yfir-
setukvenna", og bætir blaðið
við, „þingmenn virðast hafa
hallast á þá sveif að hafa þrönga
kosti þeirra, sem áður hefur
mest verið misboðið í launakjör-
um“, en launakjörin eru þá tal-
in að öðru leyti vera komin í
viðunanlegt horf, samt var
Kristján Thorlacius ekki enn
kominn til skjalanna.
Ekki verður hér rakin saga
hjúkrunarfélagsins, því hér er-
um við fyrst og fremst að efna
til mannfagnaðar, en ekki
kennslustunda, enda hægur
vandi fyrir þá, sem áhuga hafa
á að afla sér fróðleiks um hj úkr-
unarstéttina, að kynna sér
Hjúkrunarkvennatalið, sem kom
út í dag í tilefni afmælisins,
kærkomin gjöf til handa vetr-
arafmælisbarninu okkar, og bók
sem allar hjúkrunarkonur hafa
beðið með óþreyju eftir, inni-
lega þakklátar sexmenningun-
um í Hjúkrunarkvennatals-
nefndinni, sem hafa unnið
merkilegt sjálfboðastarf. Hjúkr-
unarfélagið á enga gilda rithöf-
undasjóði, en til að sýna þeim
að starf þeirra er metið, fær-
um við þeim silfurskeiðar að
gjöf til minningar um þennan
útgáfudag, afmæli félagsins og
þeirra margra ára góða sam-
starf.
Ein kona er öðrum fremur
talin hafa lagt grundvöll að nú-
tíma hjúkrun, en hún er ekki
fjær samtíð okkar en það, að
nú hjúkra hjúkrunarkonur í
Santa Cruz stallsystur sinni, er
annaðist Florence Nightingale
í veikindum hennar um aldamót-
in síðustu. Þá var enn engin
fulllærð íslenzk hjúkrunarkona
hérlendis, en á næstu tveimur
áratugum komst skriður á mál-
ið þótt hægt færi. Nokkrar
danskar hjúkrunarkonur koma
þá einnig við sögu, og minnumst
við þeirra með þakklæti fyrir
þann mikla skei’f er þær lögðu til
framgangs hjúkrunar- og heil-
brigðismálum okkar. „Hafi þér
98 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS