Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1969, Blaðsíða 9

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1969, Blaðsíða 9
Kristján Thorlacius, form. B.S.R.B., afhendir gjöf bandalagsins til H.F.Í. á 50 ára afmælishátíöinni. — Ljósm. Sveinn Þormóðsson. einn til góða gert, góðminnug- ur þess jafnan vert“. Þar bera hæst nöfn þeirra Harriet Kjær, sem var fyrsti formaður Félags íslenzkra hjúkrunarkvenna, og frú Christophine Jtirgensen Bjarnhéðinsson, sem var einn helzti hvatamaður að stofnun þessa félags og 3. formaðurinn, báðar þjóðkunnar og velmetnar. Tæp 5 ár voru þessar dönsku konur í forustu, en meðstjórn- endur íslenzkar hjúkrunarkon- ur. Frú Bjarnhéðinsson hafði sér við hlið ungan, efnilegan ritara, og sá að nú var tími til kominn fyrir íslenzkar hjúkr- unarkonur að vera sjálfar í for- ustu, og hér væri fundið leið- togaefni, sem einnig hafði það sér til ágætis að vera ógift. Við- horfið til hjúkrunarkonunnar hefur gjörbreytzt á þessu hálfr- ar aldar tímabili, bæði þær kröf- ur, sem gerðar eru til hennar, en ekki síður þær, sem hún gerir fyrir sjálfa sig, en þá máttu hjúkrunarkonur velja um ann- aðhvort hjúkrunarstarf eða hjónaband, hvort tveggja fór ekki saman. Frú Bjarnhéðinsson reyndist sannspá. Hún hafði fundið rétt foringjaefni, er brást henni þó í einu, því hún Sigríður okkar Eiríks gifti sig og Finnbogi Rút- ur fékk í heimanmund með henni Félag íslenzkra hjúkrun- arkvenna, bjó með báðum í far- sælu hjónabandi áratugum sam- an, og blessaður veri hann fyrir það, en leitt að hann ekki gat verið með okkur í kvöld. Hefði Sigríður ekki látið sjá sig spáss- érandi úti með sínum tilvonandi, hefði hún áreiðanlega fengið styrk til framhaldsnáms við Bedford College, sem hana dreymdi um eins og fleiri, en frú Bjarnhéðinsson hafði lieyrt að hún væri komin út á hála braut og því óráðlegt að spand- éra þar fé til framhaldsmennt- unar. Hún Sigríður hefur mótað og eflt félagið okkar, hafði til þess aflað sér góðrar menntunar, sí- bætandi við þekkingu sína um hjúkrunarstéttarmál, ekki sízt vegna samstarfsins við forustu- konur innan Samvinnu hjúkrun- arkvenna, en í þeirri félagssam- vinnu og í alþjóðasamstarfinu, var hún einnig þekkt, virt og elskuð vegna baráttumála sinna og liugsjóna, en hennar eigin persóna, drenglyndi og mannleg- heit réðu þar miklu um vin- sældir. Ekki vildi hún láta neitt fram hjá sér fara á norrænu fundunum, og því eðlilegt að fundarkonur yrðu nokkuð ugg- andi, eitt sinn er greiða átti atkvæði um mikilvægt málefni og frú Thorvaldsson var hvergi að finna. Það hlaut að vera gild ástæða fyrir þessu, og fresta varð atkvæðagreiðslu og taka næsta mál á dagskrá, en fegn- ar urðu fundarkonur er frúin laumaðist inn aftur með öskju í hendinni, og skildu allir, að nýr hattur frá útlandinu skipti engu síður miklu máli en norræn sam- vinna hjúkrunarkvenna. Sigríður Eiríksdóttir var í forustu til ársins 1960 og leiddi farsællega til lykta mörg rétt- indamál, sem yngri hjúkrunar- konum finnst sjálfsagt að þeim beri, en ekki voru alltaf auð- fengin, eru þó grundvöllurinn sem síðar hefur verið byggt á. 30 ár eru liðin síðan fjölmennt norrænt hjúkrunarkvennaþing var haldið hér, og lengi minnt- TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 99
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.