Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1969, Síða 21

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1969, Síða 21
Ölafur Örn Arnarson. sjúklingsins, er fyrst tekið blóð til flokkunar. Að sjálfsögðu þurfa aðalblóðflokkarnir að vera þeir sömu og gilda um það sömu reglur og um blóðgjafir. En einnig eru hvítu blóðkornin flokkuð og er það allflókin að- ferð, sem kennd við við Tera- zaki. Ekki þykir réttlætanlegt að taka nýra úr lifandi fólki, nema þessi flokkun sé hagstæð, þannig að góða von sé um ár- angur. Um val nýrnagjafans gilda að öðru leyti mjög strangar regl- ur. Hann verður að gangast undir nákvæma rannsókn, sem tekur nokkra daga á sjúkra- húsi. Er meðal annars gerð nýrna-angiografia til að ganga úr skugga um ástand nýrnanna og nýrnaæða, svo og til að ákveða hvort hægra eða vinstra nýrað skuli notað. Einnig er tekið mikið tillit til þjóðfélags- legra aðstæðna, svo og sálarlegs ástands væntanlegs gjafa. Ganga verður vandlega úr skugga um að hann gangi út í þetta af algeriega fúsum vilja. Þá er hafinn undirbúningur sjúklingsins undir sjálfan nýrnaflutninginn. Er þá fyrst S'engið úr skugga um að þvag- blaðran og þvagrásin séu í lagi. Næst eru bæði nýrun tekin. Er það gert til að fjarlægja hugs- anlegan infektions fókus, svo og til þess að öruggt sé að allt þvag- ið, sem kemur eftir nýrnaflutn- inginn komi frá hinu aðflutta nýra, en það er mjög mikilvægt við eftirmeðferð. Nýrun eru bæði tekin í einu gegnum mið- línuskurð. Er miltað þá oftast tekið um leið. Er það síðan not- að til framleiðslu á hestablóð- vatni, sem síðan er gefið sjúkl- ingnum til að draga úr hættunni á að hann hrindi frá sér hinu aðflutta líffæri. Ef nota á nýra úr lifandi gjafa er sjúklingurinn látinn jafna sig í 3—4 vikur eftir að nýrun eru fjarlægð. Þá er sjálf- ur nýrnaflutningurinn gerður og fer hann fram á tveimur skurðstofum samtímis og eru tveir hópar skurðlækna að verki. Taka aðgerðirnar venjulega 3— 4 klst. Ef nota á nýra úr líki, verða sjúklingarnir oft að bíða í marga mánuði eftir nýra, sem þeim hæfir. Fram að þessu hef- ur einungis unnizt tíma til að ganga úr skugga um að aðal- blóðflokkarnir væru þeir sömu, því að ekki er hægt að bíða nema 3—4 klst. frá því að sj úkl- ingur deyr og þar til búið er að tengja nýrað við blóðrás við- takandans. Nú er hins vegar verið að fullkomna aðferðir við geymslu á þessum nýrum í nokkrar klst. á meðan tækifæri gefst til að beita flokkun Tera- zaki’s, þannig að hægt sé úr þeim hópi, sem bíður eftir nýra, að velja þann sem líklegast er að komi að beztu gagni. Jafn- framt gefzt þá tækifæri til að athuga hvort von sé til að nýr- að geti náð sér við endurnýjun á blóðrás þess. Hingað til hefur oft komið fyrir að f jarlægja hef- ur þurft ígrædd nýru vegna þess að þau hafa aldrei náð sér, þar sem blóðleysistími þeirra hefur verið orðinn of langur. Val á nýrum úr líkum er tals- vert strangt. Oftast er um að ræða sjúklinga, sem deyja af slysförum eða heilasjúkdómum. Ekki er hægt að nota nýru úr sjúklingum, sem deyja úr ill- kynja sjúkdómum eða infek- tionssjúkdómum. Eftir nýrnaflutning úr lif- andi gjafa byrjar nýrað oftast að framleiða þvag strax. Ef nýr- að er úr líki, líða hins vegar oft margir dagar, þar til þvagmynd- un hefst. Þarf því oft að dia- lysera þessa sjúklinga nokkrum sinnum eftir aðgerð. Eftir aðgerðina er strax byrj- að að gefa þau lyf, sem eiga að draga úr hættunni á fráhrind- ingu (rejection). Er hér um að ræða „immunosuppresive" lyf, stera og svonefnt „antilympho- cytic“ serum. Er lyfjagjöf þessi vandmeðfarin, því að of stórir eða of litlir skammtar geta vald- ið miklum vandræðum. Auka- kvillar í sambandi við aðgerðina eru líka allmargir, einkum þvag- leki. Að öllu jöfnu má þó segja, að ef sjúklingur kemst klakk- laust yfir fyrstu þrjá mánuðina, eru horfur hans allgóðar. Sjúkl- Framh. á bls. 115. TÍMAHIT H.IÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 111

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.