Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1969, Síða 23
Erindi flutt á fundi í Domus Medica 2. okt. 1969
margvíslegu hjartaóreglur, sem
oft koma fyrir án „beins“ sjúk-
leika í hjartavöðva. Til dæmis
mætti nefna Asystole, þar sem
meðferðin er í slæmum tilfell-
um Pacemaker fyrir sjúkling-
inn. Aðgerðin er í því fólgin,
að electro catheter er þræddur
inn í hægra afturhólf hjartans
og leiðir hann rafstraum frá
batteríi og knýr hjartað til sam-
dráttar. Batteríið verður sjúkl-
ingur ætíð að hafa með sér, en
hægt er að transplantera sjálf-
hlöðnu batteríi undir húð, ef
sjúklingurinn þarf á pacemaker
að halda að staðaldri.
Hin fullkomna tækniþróun
með tilkomu hjartarafsjártækja
varð undirstaða gjörgæzlu-
hj úkrunarskipulags fyrir
hjartasjúklinga. 1 fyrstu voru
þessir sjúklingar lagðir inn á
almennar gjörgæzludeildir, en
fljótt kom í ljós, að vegna ýmsra
orsaka um gang og hegðun sjúk-
dómsins var ei æskilegt að hafa
hjartasjúklinga á þannig deild-
um. Því eins og vitað er, eru
þeir mjög viðkvæmir fyrir utan
að komandi áhrifum, sem geta
beint orðið orsök á ýmsum
hættulegum hjartsláttartruflun-
um.
Sjálfstæð gjörgæzludeild í
sambandi við almenna hjarta-
sjúkdómadeild, byrjaði feril
sinn í Bretlandi, en hefur síð-
an komið um allan heim og er
talin ómissandi. En stærð og
tilverurétt slíkra deilda verð-
ur að meta og vega eftir íbúa-
tjölda og tíðni hjartasjúkdóma
ú hverjum stað. Ætla ég hér að
nefna til fróðleiks tölur um ár-
angur, sem er innifalinn í lækk-
aðri dánartíðni í acuta fasan-
um. 1 Bandaríkjunum lækkaði
dánartíðni á einu sjúkrahúsi úr
36,6% í 60 tilfellum í 12,9% í
70 tilfellum. Við Central Midd-
les Hospital London sýndu töl-
ur frá árinu 1965, er þannig
deild var sett á stofn, lækkun á
dánartíðni um ca. 12%—15%.
Síðan hefur deildin stækkað og
fullkomnast. Líkar tölur eru að
segja frá öðrum stöðum.
Gerum nú ráð fyrir að sjúkl-
ingur komi inn með acut infarc-
tus myocardi á háu stigi. Hann
kemur inn á gjörgæzludeild,
sem er annað hvort stórt her-
bergi með skilveggjum milli
rúrna eða einstaklingsherbergi.
1 fyrra tilfellinu er yfirleitt sér-
stakt pláss haft til endurlífgun-
araðgerðar, þannig að aðrir
sjúklingar hljóti eigi ónæði af.
Þessi herbergi eru útbúin með
nauðsynlegum hjálpartækjum:
1. Hjartarafsjártæki með inn-
byggðum pulsteljara og al-
armkerfi við hvert rúm.
2. Á vaktstofu eða vaktborði
hjúkrunarkonu er rafsjár-
skermur með innbyggðri al-
armbjöllu og aðvörunarljós-
merkjum frá öllum sjúkling-
um deildarinnar. Einnig er
þar hjartalínuritstæki, sem
hjúkrunarkonan notar til að
taka sýnishorn af óeðlilegum
hjartsláttartruflunum, sem
stundum koma fyrir en
hverfa aftur. En það getur
verið mjög þýðingarmikið
fyrir lækninn að sjá þær
vegna fyrirhugaðrar með-
ferðar.
3. Defibrillator (hjartaraflosts-
tæki).
4. Pacemaker og sterill electro
catheter og hjartaástungu-
nál.
5. Respírator (öndunarvél) og
trachostomybakki.
6. Svæfingartæki.
7. Sog og súrefni eru við hvert
rúm.
8. Lyfjabakki er sérstaklega út-
búinn til skyndinotkunar,
æðaástungu - og margt fleira
s. s. nálar, sprautur o. þ. h.
Aðalatriðið er að nákvæmt
og gott fyrirkomulag sé á
öllum sviðum, svo allt sé til
reiðu hvenær sem er. Ekkert
má vanta.
Starfsfólk drilriarinnar.
Hjúkrunarkonurnar verða að
vera vandanum vaxnar með sér-
menntun og góðri reynslu.
Þeirra verk er að hafa nákvæmt
eftirlit með líðan sjúklingsins,
skynja hættumerki og bregðast
þá fljótt og öruggt við. Sér-
þjálfun er nauðsynleg og eru
haldin námskeið fyrir gjör-
gæzluhjúkrunarkonur við öll
stærri sjúkrahús erlendis.
Hjúkrunarnemar, sem og allir
aðrir nemar, eru aðeins í kennslu
og eru aldrei reiknaðir sem
vinnukraftur. Sjúkraliðar og
aðrir starfshópar deildarinnar
hafa allir sérhæfingu í þannig
hjúkrun. Fjöldi hjúkrunarliðs
fer auðvitað eftir stærð deild-
arinnar, en engan vinnukraft
TÍMARIT HJÚKRUNARFÉI.AGS ÍSLANDS 113