Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1969, Síða 24

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1969, Síða 24
„Á vaktstofu hjúkrunarkvenna er svipað umhorfs og í stjómklefa síldarleitarbáts“. má missa né þekkingu í neinu, sem viðkemur starfi hvers og eins. Læknisþjónustu fer ég ei út í. Neyðarbjalla er á staðnum svo hægt er að ná til læknis mjög fljótt. Eins og fyrr er sagt leiða conplikationir við infarctus myocardi oft til alvarlegs ástands. Hættan er mest fyrstu dagana meðan hjartavöðvinn er eins og opið sár eftir infarctin, sem veiklar allverulega starf- semi hjartans. Það er eftir stærð og staðsetningu infarctsins í hjartanu, hve prognosen er góð. Fyrstu tímarnir eru hættuleg- astir og er það þess vegna mjög mikið atriði, að sjúklingurinn komi sem fyrst inn á sjúkrahús. Þrjá fyrstu dagana er sjúkling nauðsynlegt að vera í Monitor (hjartarafsjártæki), en það fer líka allt eftir ástandi sérhvers sjúkiings. Hætta er líka við, að láta sjúkling vera of lengi í Monitor, sem ei þurfa þess nauð- synlega. Hjartaóreglur eru algengustu complikationir og ætla ég að nefna nokkrar þeirra. Sinus tachycardi-Extrasyst- olur krefjast ætíð skjótrar lyfja- meðferðar til að komið sé í veg fyrir Ventricular fibrillation, en þær leiða óhjákvæmilega til skyndidauða. Og þá þurfa að vera öruggar og þjálfaðar hend- ur að verki í endurlífgunarað- gerðum, tíminn er dýrmætur. Atrioventriculer block (hjarta- blokk) á mismunandi háu stigi, geta án meðferðar valdið hjarta- stöðvun. Aðrar complikationir svo sem lungnaödem eru alltíðar hjá hjartasjúklingum og er þá respirator sjálfsagt hjálpartæki í slæmum tilfellum og auðvitað lyf gegn ödeminu. Skyndileg hypotensio er get- ur leitt til shock, er ei svo óal- gengt í ómeðhöndluðum tilfell- um. Allar þessar complikationir geta komið einar sér, en eru oft fleiri saman. Mikil áherzla er lögð á, að samræma með- ferðina á gjörgæzludeildunum, þar sem aðalatriðið er að fyrir- byggja complikationir. Þó eru ætíð uppi mismunandi skoðanir og tilfellin margvísleg. 114 TÍMAKIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.