Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1969, Qupperneq 30
„managerial nursing pattern",
þ. e. eins konar stjórnandi
hjúkrunarþjónusta, er algeng
leið, sem farin hefur verið til
lausnar vandans. Þá leiðbeina og
stjórna hjúkrunarkonur öðru
„skammsoðnara“ hjúkrunarliði
við að sinna sjúklingunum
(„giving care through others").
Með þessum hætti hefur verið
reynt að telja fólki trú um að
viðunandi hjúkrun sé í té látin,
og þótt slíkur fagurgali kunni
að blekkja einhverja og dylji að
nokkru hvað raunverulega er að
gerast, þá eru gallarnir auð-
fundnir og sjúklingarnir ganga
vissulega með skertan hlut frá
borði.
Afleióingarnar. Hverjar eru
svo afleiðingarnar af þessari
stj órnandi h j úkrunarþj ónustu
(„managerial nursing patt-
ern“) ? Fyrst og fremst hefur
slíkt ástand dregið úr framfara-
þróun „klíniskrar“ hæfni hjúkr-
unarstéttarinnar. Til þess að
öðlast leikni ásamt öryggi og
árvekni í hinu „klíniska“ starfi
verður hj úkrunarkonan að
kanna heildarþarfir sjúklings-
ins og beita framsýni og alúð.
Þar, sem stjórnandi hjúkrunar-
þjónusta er ríkjandi skapast
hins vegar þær aðstæður, að at-
hygli hjúkrunarkonunnar verð-
ur fyrst og fremst að beinast
að yfirstjórn ákveðins hóps og
samhæfingu starfsliðsins. Nem-
inn er uppalinn til „klíniskra“
starfa, en hjúkrunarkonunni er
síðan falið stjórnarstarf, sem
hún er illa undir búin. Frama-
von í starfi verður einnig á
óréttlátum forsendum byggð
innan stéttarinnar, því sú
hjúkrunarkona, sem sýnir góða
stjórnunarhæfileika á sér skjót-
ari framvon en hin, sem er
framúrskarandi í hinni eigin-
legu hjúkrunarlist. Áherzla
stjórnenda virðist líka beinast
fyrst og fremst að uppbyggingu
skipulagseininga á sviði hjúkr-
unar, fremur en að lögð sé al-
úð við að veita sjúklingunum
einstaklingsbundna umhyggju.
Hvernig í ósköpunum á „klín-
isk“ hæfni að blómgast í slíku
andrúmslofti? Og hvernig lík-
ar sjúklingunum þetta?
Auk þeirrar togstreytu og
óánægju, sem oft leynist með
hjúkrunarkonum af þeirri sök
að þær skortir fullnægingu í
starfi, er þess einnig að gæta að
staðgenglar þeirra við hin eig-
inlegu hjúkrunarstörf eru tíð-
um starfsfólk með ónæga þekk-
ingu vegna hins skammvinna
náms, sem þeim hefur boðist,
miðað við þörf ábyrgrar og ör-
uggrar upplýsingaþjónustu um
ásigkomulag og líðan sjúklings-
ins af hálfu þess, sem hjúkrun-
ina veitir. Sálræn umhyggja
sjúklinganna vill einnig verða
tilviljanakennd og mjög ófull-
nægjandi.
Bæði almennar lýsingar og
rannsóknir leiða í ljós, að verk-
svið hjúkrunarkvenna er óljóst
markað og illa skilgreint innan
fjölda sjúkrahúsa og veldur
slíkt gjarna óánægju og vafstri.
Hvað má þá til bragðs taka?
Hér á eftir fara nokkrar til-
lögur:
1. Endurskvpulagning hjúkr-
unarþj ónustunnar.
Frumskilyrði er að hjúkrun-
arkonum verði falin hin eigin-
legu hjúkrunarstörf „klínisk“
að eðli, þ. e. hjúkrunarstörf, er
varða fyrirbyggingu, bata eða
stöðvun sjúkleika. Störf varð-
andi ræstingu eða sýslan dauðra
hluta ýmis konar skal falin öðr-
um starfshópum. Þar, sem hið
svo nefnda „service manager
system“ (e. t. v. má kalla það
þjónustu stjórnarkerfi) á fram-
tíð fyrir sér, mun þjónustu-
stjórinn fá þá ábyrgð og vald
í hendur, sem þarf til að end-
urskipuleggja og útdeila þess
háttar störfum með sem fyllstri
hagkvæmni. Þetta hafa hjúkr-
unarkonur yfirleitt þurft að
annast, án þess að hafa nægi-
legt vald til að gera það almenni-
lega. Þjónustustjóranum mun
ekki ætlaður annar yfirboðari
en spítalastjórnin (spítalastjór-
inn) og því ætti vald hans að
verða ótvíræðara.
Sjúkraliðar og hjúkrunarfólk
með 1—2 ára námsferil, sem
undir fyrirkomulagi „stjórnandi
hjúkrunarþjónustu“ á svo rík-
an þátt í hjúkruninni, kemur
e. t. v. ekki til með að eiga sér
stað til frambúðar verði áherzla
lögð á þróun „klíniskrar“ hjúkr-
unar. Við þær aðstæður yrðu
hj úkrunarkonurnar ríkulega
sérhæfðar í mismunandi tækni,
en um fram allt í einstaklings-
bundinni faglegri umsjá hjúkr-
unarþegans.
Hátæknileg hjúkrunarstörf
verða bezt unnin af tækniþjálf-
uðum hjúkrunarkonum, sem
hafa reglubundinn vinnutíma
(hér er ekki átt við tæknistörf
unnin af tæknimenntuðu fólki
öðru en hjúkrunarkonum).
Störf, sem krefjast verulegrar
dómgreindar á „klíniskum"
vettvangi skulu falin „klíniskt"
þjálfuðum hjúkrunarkonum
(„professional nurses“). Slíkt
starfsvið er ekki auðvelt að ríg-
binda við reglubundinn vinnu-
tíma og því nauðsynlegt að gera
ráð fyrir sveigjanleika þar að
lútandi.
Þjónustustörf varðandi þæg-
indi umhverfisins (samanber
gistihúsaþjónustu) þarf að sam-
ræma, þannig að ein og sama
manneskjan (ekki hjúkrunar-
kona) annist sem flest af slíku
í umhverfi hvers einstaks sjúkl-
ings. Slíkt myndi skapa aukið
öryggi, draga úr óþarfa smit-
burði og gera hlutverkið per-
sónulegra fyrir alla viðkomandi
aðila.
2. Hjúlcrunarliðið þarf aS eiga
aðild að ákveðnum félagshópum■
Slíkir hópar eða einingar eiga
að vinna að því markmiði að
glæða framfarir á sviði hjúki'-
unar innan spítalans. Nefndú'
af þessu tagi má tilnefna, sem
síðan vinna að auðveldari fram-
kvæmd og framgangi helztu
120 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS