Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1969, Síða 32

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1969, Síða 32
Viðtal við Guðrúnu Broddadóttur, deildarhjúkrunarkonu: GÖNGUDEILD — ný eftirmeðferðardeild á Landspítalanum Nýlega hóf starfsemi sína ný deild í Landsspítalanum. 1 tilefni af því brugðum við okkur þang- að í heimsókn og hittum þar frú Guðrúnu Broddadóttur deildar- hjúkrunarkonu og lögðum fyrir hana nokkrar spurningar: — Hvenær tók deildin til starfa ? — Göngudeild hóf starfsemi sína um miðjan okt. s.l. Deildin er til húsa í kjallara nýju vest- urálmunnar í Landsspítalanum, ca. 300 ferm. að stærð. — Hvernig er starfsemi deild- arinnar háttað? — Læknafélag Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum 25. apríl ’69 heimild til stjórnar félagsins að leyfa nú þegar starfsemi deildarinnar með að- gangi eftirgreindra sjúklinga: Frá skiptistofunni. Frá vinstri: Telma Jóhannesdóttir, sjúkraliöi, Kristín Pálsdóttir hjúkrunar- kona og Guðrún Broddadóttir, deildarhjúkrunarkona. A. Sjúklinga, sem þarfnast sér- stakrar framhaldsmeðferðar eftir dvöl á stofnuninni. B. Sjúklinga, sem vísað hefur verið til stofnunarinnar og þarfnast meðferðar eða rannsóknar, sem ekki er að- staða til að framkvæma ann- arsstaðar. C. Sjúklinga, sem kennsluefni stúdenta í læknadeild. D. Sjúklinga, sem valdir eru til rannsókna í vísindalegum tilgangi. Reglur varðandi önnun sj. undir liðum B., C. og D. verða settar síðar, einungis liður A. hefur tekið gildi. Skoðunarherbergi fyrir böm. 122 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.