Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1969, Qupperneq 38
Margrét Jóhannesdóttir, fyrrv. forstöðukona:
Lítið eitt frá lífi og starfi hjúkrunarkonu
Einn af ritstjórum Tímaritsins, Sólveig Hannesdóttir, hefur
farið þess á leit, að fá við mig samtal í tilefni brottfarar
minnar frá Heilsuverndarstöð Reykjavíkur. Það er orðin eins
konar hefð, að sögð séu helztu atriði úr starfsævi þeirrar, er
fer frá ábyrgðarmiklu starfi og hinnar, sem við tekur —
sbr. forstöðukvennaskipti á Landsspitalanum (Tímarit H.F.I.
4. tbl. 1968). En slíkar upplýsingar munu birtast í Hjúkrun-
arkvennatalinu, sem sennilega verður komið út áður en þetta
hefti sér dagsins ljós. Auk þess var samtal við M. J. um
félagsmál, ritstjórn o. fl. í Tímariti voru 1964, svo nú virð-
ist mælirinn fullur. Því var það, að ég bauð Sólveigu pistil
með ofangreindu nafni, sem út kom í „Hlín“, MCMLIV, 36.
árgangi, og sem sennilega fáar hjúkrunarkonur hafa séð. Sól-
veig tók þessu reyndar með þökkum — svo hér birtist greinin:
Ritstjóri „Hlínar“ hefur farið
þess á leit við mig, að ég segi
lesendum hennar eitthvað af
starfi mínu. — Þetta mun ég
nú leitast við að gera, í þeirri
von, að pistillinn muni e. t. v.
verða einhverjum til gagns eða
ánægju. Mér þykir vænt um
„Hlín“ síðan ég var útsölumað-
ur hennar á Kristneshæli og vil
gjarnan gera henni greiða. En
menn verða að taka viljann fyrir
verkið, því ævisaga mín er sam-
ofin hjúkrunarstarfinu og þeir
sem tala of mikið um sjálfa sig,
þykja stundum leiðinlegir. Þetta
vil ég biðja ritstjórann að at-
huga, áður en greinin verður
tekin til birtingar.
Ég var nýlega orðin 17 ára
þegar ég var ákveðin í því,
hvaða ævistarf ég vildi velja
mér. Atvik til þess voru, að þeg-
ar ég var á kvennaskóla á Norð-
urlandi, veiktist ein skóla- og
herbergissystir mín og í minn
hlut kom, að rétta henni hjálp-
arhönd. Eftir það kvikaði ég
ekki frá því marki að verða
hjúkrunarkona. Og ekki varð
heldur neinn til að telja mér
hughvarf. Móðir mín var þá
dáin, og faðir minn var dætr-
um sínum of góður og eftirlát-
ur til þess, að hann legði stein
í götu þeirra á nokkurn hátt.
Mér var gefin bókin „Hjúkrun
sjúkra“ eftir Steingrím Matt-
híasson, og hana las ég spjald-
anna á milli og reyndi að afla
mér meira lesmáls um líkt efni,
þótt ekki gengi það greiðlega.
19 ára gömul byrjaði ég
hjúkrun á Laugarnesspítalanum
undir stjórn þeirra Sæmundar
Bjarnhéðinssonar og Harriet
Kjær. Þá voru á Laugarnesi um
40 sjúklingar og sumir mikið
veikir. — Við vorum tveir
hjúkrunarnemar og ein hjúkr-
unarkona, auk frk. Kjær yfir-
hjúkrunarkonu,svo og ein vöku-
kona. — Frá því kl. 6 á morgn-
ana til 8 á kvöldin, batt ég um
og þvoði upp sár, lagði bakstra,
bjó um rúm, baðaði sjúklinga og
skammtaði þeim mat í vissum
ílátum. (Hver vildi hafa sitt
rétta ílát, og var stundum ekki
gott að þekkja þau sundur). —
Að vísu var 2ja klst. frítími á
daginn, að öðru leyti en því, að
svara þurfti hringingum. En
ekki lagði ég mig til hvíldar í
frítímanum, heldur sat við út-
saum. Það var ekki siður á
Laugarnesi að gefa heila frí-
daga, heldur aðeins frá kl. 2 á
daginn, einu sinni í viku. Samt
naut ég þeirra fríðinda að fá
frí allan jóladaginn 1926. — Á
kvöldin máttum við nemarnir
ekki fara út fyrir spítalalóðina,
nema biðja um leyfi. Frk. Kjær
bannaði mér líka að hlaupa á
harðaspretti um gangana, en
það gerði ég óspart í byrjun,
þegar ég þurfti að flýta mér —
og gat raunar aldrei vanið mig
alveg af því. — 1 fyrsta skipti
sem ég vatt bakstur, brenndi ég
alla lófana og fingurna innan-
verða, en ætlaði ekki að skeyta
um það, heldur halda áfram
hjúkrunarstörfunum. En yfir-
hjúkrunarkonan tók eftir því,
bannaði mér að vinna, bar joð-
áburð á sárin og batt um. Sagði
hún um leið, að ég væri of ung
til að vinna þessi erfiðu störf,
og skyldi ég bíða í tvö ár, en
byrja svo aftur. Það var mér
mjög fjarri skapi, enda gekk
allt vel eftir þetta og að skiln-
aði sagði frk. Kjær, að hún gæfi
mér sín beztu meðmæli. — Ég
var 8 mánuði á Laugarnesi, mér
þótti mjög vænt um sjúkling-
ana og líkaði þar vel. Enn stend-
ur mér spítalinn fyrir hugskots-
sjónum sem eitt hið fallegasta
og hreinlegasta hús, sem ég hef
á ævinni séð og mig verkjaði í
hjartað er ég, 20 árum síðar,
sá það brenna til kaldra kola á
128 TÍMARIT IIJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS