Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1969, Page 39
Sigríöur Jakobsdóttir.
ForslödukonuNkipli á
Hpilsuverndnrstððinni.
Nýlega urðu forstöðukonuskipti á
Heilsuverndarstöð Reykjavíkur. Frá
fór Margrét Jóhannesdóttir, sem
mörgum er kunn sem ritstjóri Tíma-
ritsins. í blaðinu er grein eftir Mar-
gréti, þar sem hún á líflegan hátt
greinir frá fyrri störfum sínum.
Núverandi forstöðukona er Sigríð-
ur Jakobsdóttir, sem unnið hefur á
Heilsuverndarstöðinni síðan 1956.
Sigríður útskrifaðist 1952 frá Hjúkr-
unarskóla íslands, var við nám í
heilsuvernd í Finnlandi frá 1955 til
1956, síðustu 6 árin hefur Sigríður
verið deildarhjúkrunarkona á Berkla-
varnadeild Heilsuverndarstöðvarinn-
ar.
örskammri stundu. — Skyldu
sjúklingarnir ekki hafa fundið
til, er þeir, nokkru áður en hús-
ið brann, þurftu að flytja frá
Þeim fagra stað, Laugarnesi?
Næsti áfangi var Sjúkrahúsið
á Akureyri, en á því dvaldi ég
árlangt við hjúkrunarnám. Þar
lærði ég margt og ýmislegt dreif
á dagana. Ólýsanleg var fegurð-
in oft síðari hluta vornætur,
þegar sólin var að koma upp
°g varpaði ljóma yfir Pollinn
°g Vaðlaheiðina. — Þvínæst var
ég 13 mánuði á Vífilsstöðum.
Nrá þeim tíma er mér minnis-
stætt, að ég kraup niður á kyrr-
látum næturstundum til að
þakka Guði, að hann hefði gefið
Wér tækifæri og getu til að lina
iitillega þjáningar sjúklinganna
°g verða þeim að liði. Þá voru
ftienn veikari af berklunum en
nú, síðan ýms lyf voru fundin
uPp við þeim.
Frá Vífilsstöðum sigldi ég til
Noregs og lauk náminu á Ulle-
vaalsjúkrahúsinu í Osló, en það
Var stærsta sjúkrahús á Norð-
’jNöndum. Þar var ég á hinum
ýmsu deildum í 13 mánuði og
þótti einna mest til þess koma
að vera á fæðingardeildinni. Það
Var svo gaman að annast ung-
börnin, sérstaklega að baða þau.
Árið 1930 var ég útskrifuð
hjúkrunarkona, og þurfti nú að
fara í atvinnuleit. Fyrsti áfang-
inn á þeirri braut varð Nýji-
Kleppur, en þar stundaði ég
framhaldsnám í 6 mánuði. Ekki
vildi ég samt ílengjast á Kleppi,
heldur sótti um að komast á
Landsspítlann, sem þá átti að
fara að taka til starfa. Ég var
ein hinna þriggja deildarhjúkr-
unarkvenna, sem ráðnar voru á
Landsspítalann við stofnun
hans, og fyrstu mánuðina unn-
um við að því að koma spítal-
anum í lag, sauma gluggatjöld
o. s. frv. — Síðan átti að heita,
að ég yrði húsmóðir og deildar-
hjúkrunarkona á Röntgendeild-
inni. En ekki var ég hrifin af
því starfi, fannst það of ein-
hliða, ekki nógu mikil hjúkrun.
Að hálfu öðru ári liðnu fór ég
því þaðan. Þess verð ég að geta,
þótt það kannski komi ekki mál-
inu beinlínis við, að á Röntgen-
deildinni kynntist ég kærleik-
anum milli manns og konu í
fyrsta (og víst áreiðanlega líka
síðasta) sinn. Og þótt ég
bæri ekki gæfu til að gift-
ast fallegasta og bezta mann-
inum í heiminum að mín-
um dómi, þá vildi ég þó sízt af
öllu hafa þurft að verða af þeirri
reynslu. Hin fyrsta sjálfstæða
staða mín í hjúkrunarstarfinu
varð því, af þessari ástæðu, mj ög
áhrifa- og afdrifarík.
Eftir að ég fór af Röntgen,
flutti ég upp í hæðirnar — á
lyfja- og handlæknisdeild og
fékk þar margháttaða æfingu.
Var aðstoðarhjúkrunarkona á
lyfjadeild í 3)4 ár, en á Lands-
spítalanum alls í tæp 6 ár. Þaðan
lagði ég leið mína til Stokkhólms
og hugðist læra meira. Gekk þar
á framhaldsnámskeið fyrir yfir-
og kennsluhjúkrunarkonur í 4
mánuði, en síðan réði ég mig
til áskilins náms við farsótta-
hús Stokkhólmsborgar, sem stóð
yfir í 3 mánuði. Þann tíma fékk
ég aldrei heilan frídag, þvoði
mér um hendurnar a. m. k. 100
sinnum á dag og baðaði mig á
hverju kvöldi að dagsverkinu
ioknu. Færi ég út úr húsinu,
þurfti ég að skipta um föt, innst
sem yzt. — Það var gott að geta
kynnzt farsóttahjúkrun þarna,
því heima áttum við — og eig-
um raunar ekki enn — neitt far-
sóttahús, sem með réttu geti
heitið því nafni.
Vorið var að koma í Svíþjóð,
skógurinn að laufgast, sólin
skein. Og þótt ég hefði aðeins
fengið frí um stundarsakir frá
Landsspítalanum til þessa fram-
haldsnáms og ætti nú að fara
að taka við hinu fasta starfi
þar, þá sneri ég skyndilega við
blaðinu, sendi (eftir nokkurt
sálarstríð) uppsögn heim, en
réði mig á sjúkrahús í Kaup-
mannahöfn. Vann ég þar um
sumarið 1937.
Fyrsta október sama ár varð
ég deildarh j úkrunarkona á
Kristneshæli og gegndi því
starfi um eins árs skeið. Þá
gerðist ég yfirhjúkrunarkona á
hælinu, en fór þaðan alfarin í
febrúarmánuði 1942, vegna
veikinda ástvinar míns í Reykja-
vík, er voru í aðsigi, og sem ég
fékk hugboð og draumvitrun um.
Mun ég jafnan minnast Krist-
ness sem eins fegursta staðar,
TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 129