Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1969, Blaðsíða 39

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1969, Blaðsíða 39
Sigríöur Jakobsdóttir. ForslödukonuNkipli á Hpilsuverndnrstððinni. Nýlega urðu forstöðukonuskipti á Heilsuverndarstöð Reykjavíkur. Frá fór Margrét Jóhannesdóttir, sem mörgum er kunn sem ritstjóri Tíma- ritsins. í blaðinu er grein eftir Mar- gréti, þar sem hún á líflegan hátt greinir frá fyrri störfum sínum. Núverandi forstöðukona er Sigríð- ur Jakobsdóttir, sem unnið hefur á Heilsuverndarstöðinni síðan 1956. Sigríður útskrifaðist 1952 frá Hjúkr- unarskóla íslands, var við nám í heilsuvernd í Finnlandi frá 1955 til 1956, síðustu 6 árin hefur Sigríður verið deildarhjúkrunarkona á Berkla- varnadeild Heilsuverndarstöðvarinn- ar. örskammri stundu. — Skyldu sjúklingarnir ekki hafa fundið til, er þeir, nokkru áður en hús- ið brann, þurftu að flytja frá Þeim fagra stað, Laugarnesi? Næsti áfangi var Sjúkrahúsið á Akureyri, en á því dvaldi ég árlangt við hjúkrunarnám. Þar lærði ég margt og ýmislegt dreif á dagana. Ólýsanleg var fegurð- in oft síðari hluta vornætur, þegar sólin var að koma upp °g varpaði ljóma yfir Pollinn °g Vaðlaheiðina. — Þvínæst var ég 13 mánuði á Vífilsstöðum. Nrá þeim tíma er mér minnis- stætt, að ég kraup niður á kyrr- látum næturstundum til að þakka Guði, að hann hefði gefið Wér tækifæri og getu til að lina iitillega þjáningar sjúklinganna °g verða þeim að liði. Þá voru ftienn veikari af berklunum en nú, síðan ýms lyf voru fundin uPp við þeim. Frá Vífilsstöðum sigldi ég til Noregs og lauk náminu á Ulle- vaalsjúkrahúsinu í Osló, en það Var stærsta sjúkrahús á Norð- ’jNöndum. Þar var ég á hinum ýmsu deildum í 13 mánuði og þótti einna mest til þess koma að vera á fæðingardeildinni. Það Var svo gaman að annast ung- börnin, sérstaklega að baða þau. Árið 1930 var ég útskrifuð hjúkrunarkona, og þurfti nú að fara í atvinnuleit. Fyrsti áfang- inn á þeirri braut varð Nýji- Kleppur, en þar stundaði ég framhaldsnám í 6 mánuði. Ekki vildi ég samt ílengjast á Kleppi, heldur sótti um að komast á Landsspítlann, sem þá átti að fara að taka til starfa. Ég var ein hinna þriggja deildarhjúkr- unarkvenna, sem ráðnar voru á Landsspítalann við stofnun hans, og fyrstu mánuðina unn- um við að því að koma spítal- anum í lag, sauma gluggatjöld o. s. frv. — Síðan átti að heita, að ég yrði húsmóðir og deildar- hjúkrunarkona á Röntgendeild- inni. En ekki var ég hrifin af því starfi, fannst það of ein- hliða, ekki nógu mikil hjúkrun. Að hálfu öðru ári liðnu fór ég því þaðan. Þess verð ég að geta, þótt það kannski komi ekki mál- inu beinlínis við, að á Röntgen- deildinni kynntist ég kærleik- anum milli manns og konu í fyrsta (og víst áreiðanlega líka síðasta) sinn. Og þótt ég bæri ekki gæfu til að gift- ast fallegasta og bezta mann- inum í heiminum að mín- um dómi, þá vildi ég þó sízt af öllu hafa þurft að verða af þeirri reynslu. Hin fyrsta sjálfstæða staða mín í hjúkrunarstarfinu varð því, af þessari ástæðu, mj ög áhrifa- og afdrifarík. Eftir að ég fór af Röntgen, flutti ég upp í hæðirnar — á lyfja- og handlæknisdeild og fékk þar margháttaða æfingu. Var aðstoðarhjúkrunarkona á lyfjadeild í 3)4 ár, en á Lands- spítalanum alls í tæp 6 ár. Þaðan lagði ég leið mína til Stokkhólms og hugðist læra meira. Gekk þar á framhaldsnámskeið fyrir yfir- og kennsluhjúkrunarkonur í 4 mánuði, en síðan réði ég mig til áskilins náms við farsótta- hús Stokkhólmsborgar, sem stóð yfir í 3 mánuði. Þann tíma fékk ég aldrei heilan frídag, þvoði mér um hendurnar a. m. k. 100 sinnum á dag og baðaði mig á hverju kvöldi að dagsverkinu ioknu. Færi ég út úr húsinu, þurfti ég að skipta um föt, innst sem yzt. — Það var gott að geta kynnzt farsóttahjúkrun þarna, því heima áttum við — og eig- um raunar ekki enn — neitt far- sóttahús, sem með réttu geti heitið því nafni. Vorið var að koma í Svíþjóð, skógurinn að laufgast, sólin skein. Og þótt ég hefði aðeins fengið frí um stundarsakir frá Landsspítalanum til þessa fram- haldsnáms og ætti nú að fara að taka við hinu fasta starfi þar, þá sneri ég skyndilega við blaðinu, sendi (eftir nokkurt sálarstríð) uppsögn heim, en réði mig á sjúkrahús í Kaup- mannahöfn. Vann ég þar um sumarið 1937. Fyrsta október sama ár varð ég deildarh j úkrunarkona á Kristneshæli og gegndi því starfi um eins árs skeið. Þá gerðist ég yfirhjúkrunarkona á hælinu, en fór þaðan alfarin í febrúarmánuði 1942, vegna veikinda ástvinar míns í Reykja- vík, er voru í aðsigi, og sem ég fékk hugboð og draumvitrun um. Mun ég jafnan minnast Krist- ness sem eins fegursta staðar, TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 129
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.