Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1969, Síða 42

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1969, Síða 42
Sigurður Þ. Guðmundsson, læknir: Samband hjúkrunarkvenna og lækna (I gamni og alvöru) Kvensterkur hef ég víst aldrei verið, en tekizt þó að mestu að forða mér frá skakkaföllum vegna kvenna, þ. e. a. s. þangað til um daginn, þegar ég lofaði að skrifa pistil í anda fyrir- sagnarinnar hér að ofan. Og þar með er ég kominn í sjálfheldu. Gat ekki farið aftur til þessarar ágætu ritnefndar- hjúkrunarkonu og beðist lausn- ar frá verkefninu, samanber yfirlýsingu mína um veikleik- ann gagnvart konum almennt, og hégómagirnd mín bannar líka, að ég beri við andleysi eða skorti á ritfærni. Einhverjum kynni að verða spurn við allt þetta jarm. Hvað er eiginlega að? Það er nú það — með þunga á hverju orði setningarinnar eftir, að andinn komi yfir sig að nýju. Rifji ég upp fyrir mér per- sónulega, eru árin orðin allmörg, sem ég hef verið í meira og minna „sambandi“ við hjúkr- unarkonur. Margs er að minn- ast. Vinnan með þeim á deild- um ýmissa sjúkrahúsa erlendis og hérlendis. Kátbrosleg atvik hafa komið fyrir og merkilega mörg sannindi orðið ljós vegna mannlegs og jarðbundins mats þeirra á hlutunum. Ánægjuleg reynsla að fá að reyna að kenna þeim og þá sérstaklega hjúkr- unarnemunum og kannski ekki sízt að fá að vera leiguliði þeirra í nokkur ár. Sem sagt gott. En hvað um sambandið ? Er það gott samband ? Er það kannski vont samband? Eða bara misgott — rétt eins og símasambandið á Seltjarnarnes- inu er í norðangarði. Ef til vill eins og tíðkast í Skaftafells- sýslu hinni vestari, þegar bænd- ur eru búnir að tæma hvers kyns umræðuefni í bili og bíða er þessi samlíking betri en út fyrir lítur svona við fyrsta augnakast. Þegar vel heyrist er sambandið gott, heyrist illa er það vont og heyrist alls ekki neitt, er það ómögulegt - kaput. Og þá er látið nægja að bölva hátt eða í hljóði. Vonandi er þessu ekki svona farið með sambandið, samstöð- una, andann, Pesprit de corpse, eða hvað það nú heitir í sam- vinnu lækna og hjúkrunar- kvenna. Grunar mig nú samt, að svo sé á stundum. Og hvað er þetta títt nefnda samband þá? Samband hjúkr- unarkvenna og lækna er nefni- lega ákaflega óáþreifanlegt, þ. e. „rauður þráður“, óbotnuð vísa, sem alltaf er höfð á hraðbergi, þegar talað er um markmið þessara tveggja starfshópa, en hefur aldrei verið skýrgreint. Markmið hópanna er sameigin- legt og mjög skarpt afmarkað: linna þjáningar, lækna sjúka og koma í veg fyrir sjúkdóma. Verkaskiptingin er líka aug- ljós og vefst hvorki fyrir blá- nemanum né rússanum í lækna- deild, og líklega hafa þessir að- ilar einnig ljósa hugmynd um hvert sambandið sé milli hjúkr- unarkvenna og lækna — senni- lega væri bezt að hætta við þennan hortitt og fá einn úr hvorum hópi til þess að skrifa hugvekjuna. En það er bara ekki nóg að vera ungur og efa- semdalaus, því að samband og samvinna lækna og hjúkrunar- kvenna í núverandi mynd er röskrar hálfrar aldar gömul hér á landi og hefur tekið sára- litlum breytingum. Og hvernig er þá sambandið ? Stundum svona: Frú Kristín forstýra á kvennagangi í ljómandi skapi eftir góðán nætursvefn og svell- heit — fór nefnilega í hnésíðar ullarbuxur á þessum kalda skammdegismorgni. — „Jæja, morgunrapportið búið. Yfir- læknirinn kemur á stofugang í dag. Það þýðir a. m. k. 2 klukku- stundir til ónýtis. Hann verð- ur náttúrlega með alla hjörð- ina með sér. Við skulum ekkert vera að ergja hann á því að segja honum, að þvagsöfnunin frá sjúklingunum á stofu 50 blandaðist saman, eða að feita frúin á 14 fékk 6000 kaloríur í stað 600. Já, og Von mín, við skulum svo skrifa dagsrapport- ið strax eftir stofugang, svo að við komumst í lagninguna á réttum tíma“. Á meðan er Halldór yfirlækn- ir að tala við sitt lið frammi og er frekar stuttur í spuna eftir andvökunótt („Ég verð víst að láta gera eitthvað við þessa h. .. . prostötu í mér“). „Þá er stofugangur. Kvenna- megin er það ekki? Ég væri til í að gefa Kötu gú moren út af þessu með þvagið í stofu 50, en líklega er bezt að láta kyrrt liggja. Þið vitið ungu menn, að sambandið milli lækna og hj úkr- unarkvenna er brothætt egg . • “ Jón kandidat gegnum vinstra munnvikið við Pétur aðstoðar- læknir: „Hvað — á ekki að segja þeirri gömlu til syndanna? Ég sá hana hella hlandinu saman“- Pétur: „Það borgar sig ekki- 132 TÍMAKIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.