Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1969, Page 45

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1969, Page 45
varða fjölmörg líknar- og vel- ferðarmál og fagnaði þeim fram- förum, sem urðu á þessum svið- um. Engin tök eru á því að telja upp alla þá, sem þessi ágæta kona varð til blessunar á einn veg eða annan, allt fram á þetta síðasta ár ævi sinnar, né heldur að geta hennar mörgu góðu verka,, sem enginn er fær um að launa nema Guð einn. Auð- vitað koma fyrst í huga manns allar þær bágstöddu manneskj- ur, af mörgum stéttum, stöðum og aldursskeiðum, sem hún líkn- aði með huga og höndum. En hún gerði líka gott mörgu heil- brigðu fólki með vináttu, tryggð, mannviti og hjartahlýju. Allt þetta skapaði umhverfis hana það andrúmsloft, sem gerði lífið gleðilegt og bjart. Og það vita þeir, sem þekktu Ólafíu, að hún var ein hinna ógleymanlegu. Jóhann Hannesson. t Miimiiig ÓI.Al'íl .lÓVSIIÓIIIIt iijiikruuarkoiiu. Hér kvödd er konan mæta weð kærleik vildi bæta allt bræöra- og systraböl. Hún góöum Guöi treysti, meö göfgi sinni leysti úr fjöldans sárri sjúkdómskvöl. 4 starfs þíns stranga degi þú stráðir rósum vegi, svo gladdist angraó ge'ö. Hr endar æviraunin bú uppskerö sigurlaunin þér veglegt stargiö veröur léö. Hn „Lampadís“ meö Ijósiö þjá lýöum öölast hrósiö 1 þeirra hóp varst þú. HeÖ Ijós í hönd og hjarta a himins vegi bjarta a GuÖs þíns fund þú gengur nú. Lilja Björnsdóttir. MINNINGARORÐ Helga Ingibjörg hjúkrunarkona Fædd 29. maí 1899, dáin 17. september 1969. Hún var dóttir hjónanna Margrétar Björns- dóttur og Jóhanns Sigurðsson- ar, verkstjóra og bónda á Seyð- isfirði. Helga var yngst af fimm börnum þeirra hjóna. Hin eru talin eftir aldri: Svanhvít og Sigurbjörn, bæði búsett í Banda- ríkjunum, Aðalsteinn og Lauf- ey. Helga ólst upp ásamt syst- kinum sínum á heimili foreldra þeirra á Seyðisfirði. Þegar hún var um tvítugt, fór hún til Winnipeg í Kanada, en þar átti þá Svanhvít systir hennar heima. Helga dvelur þar nokk- ur næstu ár og lærir hjúkrun. Síðan snýr hún aftur heim til átthaganna á Seyðisfirði og ger- ist hjúkrunarkona við spítalann þar. Það er þó aðeins skammur tími, sem hún helgar sig ein- göngu hj úkrunarstarfinu, því að árið 1926 giftist hún Benedikt Jónassyni, verzlunarstjóra á Vestdalseyri við norðanverðan Seyðisfjörð. Heimili þeirra Helgu og Benedikts var með miklum myndar- og menningar- brag, enda hjónin bæði listelsk og bókhneigð. Fyrstu hjúskaparárin bjuggu þau nokkuð utan við Seyðis- fjarðarkaupstað og mun Helga mest þess vegna hafa hætt föst- um störfum við spítalann. Hún vann þar þó alltaf meira eða minna, t. d. mun hún svo til ævinlega hafa aðstoðað lækn- inn við uppskurði og leyst af hjúkrunarkonur. Helga missti mann sinn snemma vors árið Jóhannsdóttir 1959 og hafði hún þá stundað hann í langri og erfiðri bana- legu. Eftir dauða manns síns fór hún að vinna meira og stöð- ugt við spítalann og hélt hún því áfram meðan kraftar entust. Árið 1964 kenndi hún fyrst þess sjúkdóms, sem síðar dró hana til dauða. Hún virtist þó hafa náð fullri heilsu þar til hún veiktist s.l. vor, og varð þá brátt ljóts að hverju stefndi. Síðustu mánuðina dvaldi hún sjúk á spítalanum á Seyðisfirði, þar sem hún hafði unnið svo mikið og gott starf. Þar naut hún hinnar beztu umönnunar sinna fyrri starfsfélaga. Hún andaðist að kvöldi hins 17. september s.l. Helga var mikil mannkosta- kona. örugg og traust í starfi. Gædd mikilli starfsgleði, fórn- arlund og góðvilja, alltaf vin- gjarnleg og hjálpsöm, enda naut hún mikillar virðingar í starfi og einkalífi. Við sem þekktum hana persónulega, finnum, að hennar sæti verður í huga okk- ar aldrei fyllt. S. H. TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 135

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.