Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1969, Side 47
Læknisnicðfcrð, nlnienn.
Ef sjúkdómurinn er ekki meðhöndlaður, getur barnið dáið
vegna næringarskorts og vegna infectiona, t. d. lungnabólgu, þar
sem mótstaða barnsins er mjög lítil gegn öllum smitunum. En
séu þessi einkenni, sem að framan greinir, ekki mjög áberandi,
og hægt er að halda næringarástandi barnsins í góðu horfi, fram
til 3ja mán. aldurs, er engin ástæða til operationar.
Við nútíma aðstæður er þó meir farið að hallast að því að
operera þessi börn, þar sem nú er ekki stefnt í tvísýnu með barnið,
þótt það sé opererað, og almenn medicinsk meðferð krefst þess,
að barnið liggi e. t. v. 1—2 mánuði á sjúkrahúsi. Að síðustu má
geta vægustu ,,Pylorus-barnanna“, sem meðhöndluð eru í heima-
húsum.
Móttakii (lrengsins.
Þegar litli drengurinn kom inn á deildina, var búið að undir-
búa komu hans. Hjúkrunarkonan, sem tók á móti honum, reyndi
að ná heildaryfirsýn yfir líðan hans, og sá, að hann var með-
tekinn, horaður og reageraði lítið við ytri áhrifum, grét veikt
og lítið. Var drengurinn settur á hreina ungbarnastofu með
börnum, sem höfðu enga infection.
Drengnum var þvegið fyrst lauslega og um leið observeraði hjúkr-
unarkonan almenna húðhirðingu, s. s. skóf í hári, eyru, ,,bossa“,
einnig obs. hún hvort nokkur útbrot væru á húðinni, ekkert af
þessu var neitt athugavert. Síðan var barnið vigtað, 3.600 gr.,
mæld lengd og mældur líkamshiti, 36.3°C, púls var 120 pr. mín.
Eftir þetta var drengurinn klæddur í sjúkrahússfötin og lagður
í grindarúm, þar sem hækkað var til höfða, lagt ullarteppi yfir
sængina og aðgætt að nógu hlýtt væri inni á stofunni til að halda
líkamshita hans jöfnum og heitum.
Allar upplýsingar um drenginn voru fengnar frá foreldrum
hans, s. s. nafn, fæðingardag, fæðingarstað, dvalarstað og síma-
númer þeirra meðan á legu drengsins stóð, ásamt sjúkrasamlags-
númeri og nafni heimilislæknis. Einnig fékk hjúkrunarkonan
upplýsingar um sjúkrasögu drengsins hjá móður hans til þess
að hún kynntist barninu betur og einnig til að koma á móts við
móður þess. Að síðustu var móðurinni afhent kort, þar sem á
voru ritaðar reglur barnadeildarinnar. Var foreldrunum síðan
vísað til vakthafandi læknis.
TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 137