Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1969, Side 48
Eftir læknisskoðunina var gerð blóðrannsókn:
Hb ................ 80% Eðlilegar tölur 100%
Hematokrit ............ 38 — 30— 40
Mchc .................. 33 — 33— 38%
Serum Natrium .... 115 ---- — 139—150
Serum Kalium .... 2.3 ---- — 3.6—5
Serum Chlorid .... 53 ---- — 100—110
Bicarbonat............. 50 — 19— 30
Blóðrannsóknin sýndi, að barnið var komið úr elektrolyta-jafn-
vægi og Bicarbonatið var alltof hátt.
Var ákveðið að hafa drenginn fastandi, en gefa vökva í æð,
glucosu + Infundible Kalii chloridi og Natrii chloridi (,3%).
Var drengurinn fluttur fram á skoðunarherbergi og allt undir-
búið, svo hægt væri að frileggja æð, og var tekinn til sérstakur
sterill bakki til þess. Meðan á þessu stóð hélt ég við drenginn og
róaði hann, en hjúkrunarkonan aðstoðaði lækninn. Gekk þetta
fljótt og vel, frílögð var Median marginal æðin (liggur innan-
fótar í öklanum), var síðan gengið frá fætinum, þannig að engin
hætta væri á að færi út úr æðinni. Vökvamagn og hraði dropanna
pr. mín., var ákveðinn í samræmi við þyngd barnsins, aldur og
líðan, en heilbrigð börn þurfa að fá vökvamagn er nemur % af
líkamsþyngd pr. sólarhring fyrstu mánuðina.
Þvag var tekið í almenna rannsókn og microskopi, þannig að
drengnum var þvegið vel að neðan, síðan var glans penis þveg-
inn með Phisohexi og sterilu vatni, síðan var colostomiupoki
límdur á drenginn, þvagsýnið reyndist vera eðlilegt. Moro-próf
var gert, sem sýndi neikvæða reaktion.
Daglog íiiiiöiinun.
Fyrstu sólarhringana var höfð föst vakt yfir drengnum og sá
hún um almenna hirðingu hans. Fylgdist hún með að stofuhitinn
væri ca 22°C. Þvoði hún barninu reglulega og athugaði allar húð-
fellingar og skipti á nærfötum og rúmfötum. Einnig sneri hún
barninu til að koma í veg fyrir komplikationir og einnig til að
forða, að höfuð barnsins skekktist. Ekki var hægt að fylgjast
með vigt barnsins.
Þar sem þessi börn hafa mjög litla mótstöðu gegn öllum smit-
unum, var hjúkrunarliðið mjög nákvæmt með allt hreinlæti, og
aðgætti í hvívetna að bera ekki smit til drengsins: Hjúkrunar-
liðið mátti ekki hafa infection, s. s. kvef eða hálsbólgu. Hand-
þvottur var með Phisohexi og handþurrkur voru einnota. Einnig
var hafður sér hlífðarsloppur merktur drengnum.
Samhliða þessu fylgdist vaktin með vökvagjöfinni, sem gekk
vel. Taldi púls, sem var stabill 120—130 pr. mín., taldi öndun,
sem var eðlileg, 35 pr. mín., og átti drengurinn aldrei í öndunar-
erfiðleikum eða fékk krampa, og þurfti aldrei súrefni. Einnig
fylgdist vaktin með uppköstum, sem voru sjö sinnum fyrsta sólar-
hringinn og alltaf brúnleit. Diuresan kom eðlilega, eftir að In-
fusionin var sett upp, en hægðir komu engar. Samhliða þessu sá
vaktin um að sefa barnið og róa, og gaf því gjarnan túttu, til
þess að það hefði eitthvað til að sjúga.
Á fimmta degi töldu læknar, að bezt myndi vera að operera
drenginn. Var þá aftur tekin blóðprufa og voru niðurstöður eðli-
138 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS ---------------------------