Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1969, Síða 49
legar. Einnig var tekin þvagprufa, sem reyndist eðlileg. Ásamt
þessu var tekið hjartalínurit, sem reyndist eðlilegt og ljósmynd
(heilmynd) af drengnum, til að sjá betur mismun á útliti hans
meðan á meðferð stóð og eftir á.
Foreldrum var tilkynnt operationin og tóku þau vel í þessa
ákvörðun.
Morgun uppskurðardagsins var barninu þvegið vel og haft al-
skipti á rúminu. Naflinn var hreinsaður sérstaklega vel og um
leið var obs. almenn líðan, s. s. líkamshiti, nefrennsli, hósti og
var allt eðlilegt. Síðan var skoðuð retention magans, settur nið-
ur Nélaton leggur nr. 10 og dregið upp 50 ml. af magasafa. Litli
snáðinn fékk enga premedication áður en hann fór til skurð-
stofunnar. Honum var ekið í rúminu sínu og hafði með sér journ-
alinn sinn. Á leiðinni til skurðstofu var aðgætt að hlúa vel að
honum svo að honum yrði ekki kalt.
Aðgerðin tók 50 mínútur. Skorið var inn að neðra magaopinu,
og kom í ljós stór pylorustumor. Hann var klofinn upp, inn að
slímhimnu magans. Sárinu var síðan lokað.
Þegar drengurinn kom aftur inn á deildina var höfð föst vakt
hjá honum, sem fylgdist vel með honum á sama hátt, sem áður
er um getið. Fimm tímum eftir aðgerðina fór að blæða út um
umbúðirnar hjá drengnum. Var strax kallað á lækni og reynt
að comprimera skurðinn, en tókst ekki, voru þá tekin tvö saum-
spor í sárið og settar þrýstingsumbúðir á. Drengurinn fékk inj.
Menadion, 2 mg. i.m. og inj. C vítamín 2 ml. i.m., hætti þá blæð-
ingin.
Talið var, að drengurinn hefði misst 30 ml. af blóði. Sett var
strax upp transfusion 0 Rh-f-, og fékk hann 40 ml. Drengnum
var vel heitt og eðlilegur útlits allan tímann meðan hann fékk
blóðið, púls taldist 140 pr. mín., öndun 35—40 pr. mín. Á eftir
blaðinu var gefin Infundible Glucosi 3,7% móti Natrium Chloridi
0,3%.
Næring per os; byrjað var 8 klst. eftir aðgerðina:
1. sólarhringinn 5 gr. 5% Glucosi á klst. fresti í fjögur skipti.
2. ----- 15 gr. af mjólkurblöndu (1:1) á 2ja klst. fresti
í fjögur skipti.
3. ----- 30 gr. af sömu mj.blöndu (1:1) á 2ja stunda
fresti næstu átta skipti.
4. ----- 50 gr. af mj.blöndu (3:1) á 3ja klst. fresti næstu
24 klst.
5. ----- 60 gr. af mj.blöndu (2:1) á 3ja klst. fresti næstu
24 klst.
6. ----- var smáaukið í samráði við lækni, eftir því hvað
drengurinn þoldi.
Ældi drengurinn smávegis á hverjum degi, en aldrei voru ex-
plosiv uppköst. Infusion var tekin niður á 3ja degi. Hægðir komu
á 2. degi uppskurðardags.
Hvernig gefa á þessum börnum að drekka:
Skipta á barninu og þvo sér um hendur. Ef mögulegt er, á
alltaf að halda á barninu í fanginu og hafa það í sem mest sitj-
TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 139