Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1974, Qupperneq 3

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1974, Qupperneq 3
Frá aðalfundi HFÍ Aðalfundur HFÍ samþykkti að taka upp starfsheitið hjúkrunarfræðingur og fól stjórn félagsins að fá það löggilt. Stwrfsheitið hjúkrunarkona/maður skal eftir sem áður lögverndað fyrir þá félaga HFÍ, sem þess óska. Aðalfundur Hj úkrunarfélags íslands 1974 var haldinn í Reykjavík 20. og 21. júní sl. Fundurinn hófst með kjörfundi í skrifstofu félagsins fimmtu- daginn 20. júní kl. 12. Kjör- fundur stóð til kl. 23. Kjósa átti 2 félaga í stjórn til fjögurra ára. I kjöri voru: Ingibjörg Helgadóttir, Sigurveig Sigurðardóttir, Sigþrúður Ingimundardóttir, Amalía Svala Jónsdóttir. Atkvæði greiddu 357, þar af 196 á kjörstað og 161 utan kjör- staðar. Atkvæði féllu þannig: Ingibjörg Helgadóttir 323 atkvæði, Sigurveig Sigurðardóttir 167 atkvæði, Sigþrúður Ingimundardóttir 164 atkvæði, Amalía Svala Jónsdóttir 35 atkvæði. í kjörstjórn voru: Valgerður Jónsdóttir, Sesselja Þ. Gunnarsdóttir, Sólveig Jónsdóttir. Pundinum var fram haldið í Átthagasal Hótel Sögu föstu- ^aginn 21. júní kl. 9.30. Kjörn- ii' fulltrúar voru 49 frá 8 svæðis- °g sérgreinadeildum, stjórn HPI, ritstjórn og trúnaðarráði. Fundinn sátu 46 fulltrúar auk áheyrnarfulltrúa frá Hjúkrun- ai'nemafélagi Islands- Formaður setti fundinn og bauð fulltrúa velkomna, hóf síð- an mál sitt með því að minnast látinna félaga, þeirra: Guðnýjar Jónsdóttur, Lilju Halblaub og Áslu Jakobsen, ásamt Aagot Lindström, Noregi, og Maríu Madsen, Danmörku, en þær voru báðar heiðursfélag- ar HFl. Risu fulltrúar úr sæt- um í virðingarskyni við hina látnu félaga. Fundurinn samþykkti stofn- un tveggja nýrra svæðisdeilda, Suðurnesjadeildar og Suður- landsdeildar. Fulltrúar þeirra voru: Ei-na Bergmann og Jó- hanna Stefánsdóttir f. h. Suð- urnesjadeildar og Pálína Tóm- asdóttir f. h. Suðurlandsdeildar. Varðandi aðra fulltrúa er vís- að til 2. tölublaðs 1973, en full- trúar voru þá nýkjörnir til fjög- urra ára. Formaður tilkynnti úrslit í stjórnarkjöri HFl, og voru þær Ingibjörg Helgadóttir og Sigur- veig Sigurðardóttir kjörnar. Óskaði formaður þeim árnaðar. Vegna fjarveru Ingibjargar Helgadóttur var ákveðið að senda henni heillaskeyti. Varamenn í stjórn HFl: María Gísladóttir, Kleppssp., Guðrún Marteinsson, Borgar- spítala, Kristbjörg Þórðardóttir, Rauða krossi Islands, Unnur Viggósdóttir, Nýja h j úkrunarskólanum, Þui’íður Backman, Borgarsp., Sigrún Hulda Jónsdóttir, Áslaug Björnsdóttir, Borgar- spítala. Aðrir höfðu ekki verið tilnefnd- ir, og töldust því réttkjörnir án atkvæðagreiðslu. Fluttar voru skýrslur um störf stjórnar, nefnda og deilda innan HFÍ og endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar. Sumþykktir: Stjórn Reykjavíkurdeildar HFÍ lagði fram þá tillögu, að fulltrúum á aðalfundi HFl 1974 skuli falið að taka afstöðu til lögverndaðs starfsheitis hjúkr- unarstéttarinnar. Tillögunni hafði áður verið dreift meðal fulltrúa allra deilda á landinu. Var hún samþykkt. Þá bárust nokkrar samhljóða tillögur um starfsheitið hjúkr- unarfræðingur, og var eftirfar- andi tillaga samþykkt: Aðalfundur HFl samþykkir að taka upp starfsheitið hjúkrunarfræðingur og felur stjórn félagsins að fá það lög- gilt. Starfsheitin hjúkrunar- kona og hjúkrunarmaður skulu eftir sem áður lögvernd- uð fyrir þá félaga HFÍ, sem þess óska. Tillagan var samþykkt með 43 atkv. gegn 1. Stjórn HFl lagði fram tillögu

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.