Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1974, Síða 6

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1974, Síða 6
Kristín Pálsdóttir, Hjúkrun- arskóla Islands, Sigurlín Gunnarsdóttir, Borg- arspítalanum. Miina'ðarnesnefnd: Ný nefnd, sem annast eftirlit með sumar- húsum félagsins í Munaðarnesi. Formaður nefndarinnar sé jafn- framt fulltrúi HFÍ í fulltrúa- ráði orlofsheimila BSRB. — Nefndin er kosin til tveggja ára að þessu sinni, en framvegis til þriggja ára til samræmis við kosningu til fulltrúaráðs orlofs- heimilanna. Eftirtaldar hjúkr- unarkonur, allar á svæfinga- deild Borgarspítala, hafa gefið kost á sér — og hefur Maríanna Haraldsdóttir jafnframt gefið kost á sér sem formaður nefnd- arinnar og fulltrúi HFl í full- trúaráði orlofsheimila BSRB: Maríanna Haraldsdóttir, Ásgerður Tryggvadóttir, Anna Vigdís Jónsdóttir, Bergljót Haraldsdóttir, Gyða Halldórsdóttir. Jólatrésnefnd: Edda Árnadóttir, Þorbjörg Skarphéðinsdóttir, Ásgerður Tryggvadóttir (frá 1974), Maríanna Haraldsdóttir (frá 1974). Endurskoóendur: Gyða Haraldsdóttir, Bergljót Haraldsdóttir (frá 1974). Minningarsjóður Guðrúnar Gísladóttur Björns: Agnes Jóhannesdóttir, Hertha W. Jónsdóttir, Lilja Harðardóttir (frá 1974). Samtök heilbrigðisstétta: Aðalfulltrúar: María Pétursdóttir, Hólmfríður Stefánsdóttir, Sigurlín Gunnarsdóttir, Ingibjörg Helgadóttir, Jóna Höskuldsdóttir. Varamenn: Magdalena Búadóttir, Jóhanna Stefánsdóttir, Sigríður Jakobsdóttir, Erna Bergmann, Málfríður Finnsdóttir. Laganefnd (til endurskoðunar á lögum HFl) : Formaður HFl, fulltrúi HNFl, Magdalena Búadóttir, Sigþrúður Ingimundardóttir, Ingibjörg R. Magnúsdóttir. Vegna úthlutunar á sumarhús- um félagsins. Stjórn Hjúkrunarfélags Is- lands hefur ákveðið, að á næsta ái'i verði hafður sá háttur á með úthlutun á sumarhúsum fé- lagsins, að sótt verði um þau skriflega. Með 1. tbl. Tímarits HFÍ 1975 mun fylgja eyðublað til nota fyrir þá, sem vilja sækja um fyrir sumarið 1975. Berist margar umsóknir um sömu vikuna, verður starfsald- ur látinn ráða við úthlutun, a. m. k. stærra hússins í Munaðar- nesi, en forgangsrétt að minna húsinu hafa h j úkrunarkonur, sem komnar eru á eftirlaun. Formaður félagsins, María Pétursdóttir, kvaðst láta af störfum í september, en þá kem- ur Ingibjörg Helgadóttir að ut- an. Hún hefur fallist á að taka við formennsku út kjörtíma- bilið. Formaður þakkaði Gerðu Ás- rúnu Jónsdóttur fyrir vel unn- in störf í stjórn félagsins, fund- arstjóra Elísabetu Ingólfsdótt- ur góða fundarstjórn, fulltrúum þátttöku og sleit síðan fundi kl. 19.30. Þetta er í annað sinn, sem að- alfundur er haldinn með þessu sniði, og hefur gefist vel. Var fundurinn málefnalegur og ár- angursríkur og öllum þátttak- endum til sóma. Telcið saman af Ingibjörgu Ámadóttur. „ ORÐASKAK“ út af samheitjnuhjúkrunarfólk NÝLEGA varð nokkurt orðaskak á fundi einum í Reykjavík út af samheitinu „hjúkrunarfólk". Fyrst í stað hélt undirrituð, að heiti þessu væri ætlað að merkja þá, sem starfa að hjúkrun, þ. e. hjúkrunarkonur og hjúkrunarmenn, en brátt kom í ljós, að þarna var ennfremur meiningin að vísa til ljósmæðra, sjúkraliða og jafnvel hugs- anlega fleiri heilbrigðisstétta, svo sem röntgen- tækna og þroskaþjálfara. Bersýnilega þótti óþarft að telja viðkomandi starfsstéttir upp, hverja með sínu nafni, og samheitið því notað til tímasparnaðar. Ekki hafði viðkomandi ein- staklingum dottið í hug það snjallræði að spara fyrir sér enn frekar og nota þá lengri spönn með samheitinu „lækningafólk“, þannig að bæta mætti læknum við hóp allra hinna. Ef nú ein- hverjum þætti þess vert að andmæla slíku snjall- ræði á þeirri forsendu, að enginn megi stunda lækningar nema læknar, þá ber og að minnast þess, að Alþingi hefur lögfest, að rétt til að stunda hjúkrun hér á landi hafa þeir einir, sem til þess hafa fengið leyfi heilbrigðismálaráð- herra að afloknu prófi í hjúkrunarfræðum frá viðurkenndum skóla hérlendis eða erlendis. Þannig er, sem sé, ekkert ósmekklegra að taka upp samheitið „lækningafólk“ en samheitið „hjúkrunarfólk". Bæði þessi heiti eru óæskileg, m. a. vegna þess, hversu auðvelt er að misskilja 64 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.