Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1974, Qupperneq 12

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1974, Qupperneq 12
Samningur Reykjavíkurborg og Hjúkrunarfélag íslands gera svofelldan samning skv. 6. gr. reglug. nr. 195/1973: 1. gr. Frá 1. janúar 1974 til 31. mars 1974 gildir launastigi samkvæmt aðalkjarasamningi aðila frá 28. febrúar 1974. Frá 1. apríl 1974 gildir eftirfarandi grunn- launastigi (grunnlaun miðast við vísitölu sem svarar til 149.89 hinn 1. desember 1973 og breyt- ast í hlutfalli við framfærsluvísitölu með þeim hætti, sem ákveðið var í kjarasamningum á almennum vinnumarkaði í febrúar 1974): 1 o s. 8. 8. P, 1 O o 50 s s s i. s >8. s ■8. •8. | e -4 >o Ö 09 45.217 47.417 49.717 51.917 54.217 09 10 47.417 49.717 51.917 54.217 56.417 10 11 49.717 51.917 54.217 56.417 58.617 11 12 51.917 54.217 56.417 58.617 60.917 12 13 54.217 56.417 58.617 60.917 63.117 13 14 56.417 58.617 60.917 63.117 65.417 14 15 58.617 60.917 63.117 65.417 68.417 15 16 60.917 63.117 65.417 68.417 71.517 16 20 71.517 74.517 77.617 80.617 83.417 20 21 74.517 77.617 80.617 83.417 86.219 21 Grunnlausn skv. þessari grein skulu hækka um 3% þann 1. desember 1974 og þau grunnlaun um 3% þann 1. júní 1975. 2. gr. 1. mgr. Störfum félaga í Hjúkrunarfélagi Is- lands, sem vinna hjá Reykjavíkurborg, skal rað- að í launaflokka skv. 1. grein eins og greint er í fylgiskjali með samningi þessum, sem telst hluti hans. Fram til febrúarloka 1975 skal þó almenn hjúkrunarkona taka laun sem hjúkr- unarkona IV í fylgiskjali, sérlærð hjúkrunar- kona sem hjúkrunarkona III og svæfingarhjúkr- unarkona sem hjúkrunarkona II í fylgiskjali I. 2. mgr. Frá og með 1. mars 1975 skal hjúkr- unarkona, er hefur menntun, sem svarar 130 stigum, taka laun skv. 12. lfl. Hjúkrunarkona, er minni menntun hefur, taki laun einum launa- flokki neðar, vanti 1—20 stig á ofangreindar menntunarkröfur, tveimur launaflokkum neðar, vanti hana 21—35 stig, en ella skv. 9. lfl. 3. mgr. Próf frá Hjúkrunarskóla Islands skv. núgildandi námsskrá í þessu sambandi er metið á 87 stig, en stúdentspróf 80 stig. U. mgr. Stig þau, sem um ræðir í 2. mgr., til viðbótar hjúkrunarnámi skv. 3. mgr., getur hjúkrunarkona áunnið sér fyrir menntun og/eða hjúkrunarstörf. Fyrir hvert ár í fullu starfi við hjúkrunarstörf vinnst 1.6 stig. Fyrir störf við almenna hjúkrun vinnast samtals 8 stig að hámarki. Fyrstu tvö námsár í námi, er nýt- ast í starfi og viðurkennt er af menntamála- ráðuneytinu, gefur 15 stig hvort, sé það á stigi ofar stúdentsprófi, þriðja námsár frá stúdents- prófi 20 stig. Fyrir hvert ár í fullu starfi, eftir að 117 stigum er náð, vinnast 2,6 stig, þó þannig að stig unnin við almenn hjúkrunarstörf og stig unnin við hjúkrunarstörf sérmenntaðs fólks verði eigi fleiri en 13 samtals. 5. mgr. Fyrir hverjar 30 stundir í kennslu á námskeiðum, er menntamálaráðuneytið við- urkennir sem framhaldsnám fyrir hjúkrunar- konur, vinnst 1 stig, enda liggi fyrir vitnisburð- ur námskeiðshaldara um fullnægjandi þátttöku og frammistöðu á námskeiðinu. 3. gr. 1. mgr. Hjúkrunarkonur, sem vinna reglu- bundna vaktavinnu, skulu undanþegnar nætur- vöktum, ef þær óska, er þær hafa náð 55 ára aldri. Vaktaálag er þá aðeins greitt fyrir þær unnar stundir, sem falla utan dagvinnutímabils. 4. gr. 1. mgr. Með útkallsvakt er átt við, að hjúkr- unarkona dvelji ekki á vinnustað, en sé reiðu- búin að sinna útkalli fyrirvaralaust. 2. mgr. Greiðsla fyrir fasta útkallsvakt, sem yfirmaður hefur ákveðið, skal nema sömu fjár- 70 TÍMARIT HJÚKRUNARPÉLAGS ÍSLANDS

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.