Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1974, Side 13

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1974, Side 13
hæð og vaktaálag skv. 2. mgr. 14. gr. aðalkjara- samnings. 3. mgr. Hafi hjúkrunarkona á útkallsvakt ekki fengið samfellda hvíld að minnsta kosti 6 klst. á tímabilinu kl. 22.00 til kl. 8.00 vegna útkalla, ber henni 6 klst. hvíld frá því að útkalli lýkur, þar til hún mætir til vinnu á ný, án launa- skerðingar. U. mgr. Hjúkrunarkonu, 55 ára eða eldri, er heimilt að losna undan þeirri kvöð að vera á útkallsvakt. 5. gr. 1. mgr. Fyrir reglubundnar gæsluvaktir hjúkrunarkvenna, sem starfa á skurðstofum og svæfingardeildum, skal veitt frí, sem svarar einum degi fyrir hvern unninn mánuð á gæslu- vakt í fullu starfi. 2. mgr. Frí þetta má veita hvenær árs sem er, en hvorki er heimilt að flytja það milli ára né bæta því við sumarleyfi. 6. gr. 1. mgr. Hafi hjúkrunarkona unnið a. m. k. 6 klst. í yfirvinnu og hefjist venjulegur vinnu- fími hennar innan 6 klst., skal henni heimilt ^ð hvílast 8 klst. án þess að dagvinnukaup henn- ar skerðist. 7. gr. 1. mgr. Starfsþjálfunarþrep, sbr. 5. gr. aðal- kjarasamnings, skal vera eitt fyrir hjúkrunar- konur. 8. gr. 1. mgr. Við gerð samnings þessa er samn- ingsaðilum ljós ríkjandi stefna af borgarinnar hálfu í því efni að leggja starfsmönnum á föst- um vinnustað til mat og kaffi á venjubundnum tímum gegn greiðslu matarefniskostnaðar. Telja samningsaðilar þá stefnu fullnægjandi skipan þessara mála á samningstímanum, enda verði þess freistað að gera hlut starfsmanna ein- stakra stofnana sem jafnastan í þessu efni eftir aðstæðum á hverjum stað. 2. mgr. Starfsmenn hafi ókeypis fæði eða Si'eiddan fæðiskostnað skv. 19. gr. aðalkjara- samnings, starfi þeir fjarri föstum starfsstað. 9. gr. 7- mgr. Fastir starfsmenn skulu vera slysa- tvyggðir, sem hér segir, miðað við dauða: h Einhleypir starfsmenn, sem ekki hafa börn undir 17 ára aldri eða aldraða foreldra yfir 67 ára aldri á framfæri sínu, fyrir kr. 200 000,00. II. Einhleypir starfsmenn, sem hafa bai*n/ börn undir 17 ára aldri eða aldraða for- eldra yfir 67 ára aldri á framfæri sínu, fyrir kr. 500 000,00, sem skiptist að jöfnu milli aðila. III. Kvæntir eða giftir starfsmenn fyrir kr. 700 000,00 til maka og að auki kr. 100 000,00 til hvers barns undir 17 ára aldri, sem þeir hafa á framfæri sínu. 2. mgr. Vegna örorku skulu starfsmenn slysa- tryggðir fyrir kr. 1 250 000,00 miðað við 100 % örorku, þannig að hvert örorkustig til og með 75% veiti bætur kr. 10 000,00 fyrir hvert stig, en hvert stig þar yfir veiti bætur, kr. 20 000,00 fyrir hvert stig. 3. mgr. Tryggingarupphæðir skal endurgreiða á samningstímabilinu með tilliti til verðlags- breytinga. Slíka endurskoðun skal miða við ára- mót. 10. gr. 1. mgr. Hjúkrunarkona, sem vinnur fastan hluta úr fullu starfi, fái hlutfallslega stytt- ingu á vinnuskyldu sinni, þegar helgidagar falla inn í vinnuviku. 11. gr. 1. mgr. Við gerð samnings þessa er samn- ingsaðilum ljós gagnkvæm þörf borgarinnar og starfsmanna hennar fyrir, að starfsmenn eigi kost á reglubundinni þjálfun, námskeið- um eða annars konar menntun, til að viðhalda og auka við starfshæfni sína. 2. mgr. Hjúkrunarkona, sem með sérstöku leyfi forstöðukonu sækir fræðslu- og þjálfun- arnámskeið, sem viðurkennt er skv. 4. mgr. 2. gr., skal halda föstum launum með fullu vakta- álagi meðan slíkt námskeið stendur yfir, allt að 3 mánuði á hverjum fimm árum. 3. mgr. Samningsaðilar telja þetta svið að öðru leyti ekki til þess fallið að binda það samn- ingsákvæðum, en munu á samningstímanum freista þess að móta frekar en verið hefur ákveðna stefnu í þessu efni og framkvæma í samráði sín á milli. 12. gr. 1. mgr. Hjúkrunarkonur á röntgendeild skulu hér eftir sem hingað til fá vetrarfrí til viðbót- ar almennu orlofi sem svarar 16 dögum fyrir hvert heilt ár. TÍMARIT HJÚKRUNARPÉLAGS ÍSLANDS 71

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.