Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1974, Side 14
13. gr.
1. mgr. Sé varðskrá breytt með minna en sól-
arhrings fyrirvara, skal greiða tvo tíma í yfir-
vinnu.
14. gr.
1. mgr. Fram til febrúarloka 1975 skal heilsu-
verndarhjúkrunarkona, sem ekki hefur lokið
sérnámi, taka laun samkv. 10. lfl. Ákvæði 4.
mgr. 2. gr. samnings þessa taka ekki til þess-
ara starfsmanna.
15. gr.
1. mgr. Þær hjúkrunarkonur, sem taka laun
samkvæmt 13. lfl. (hjúkrunardeildarstjóri,
heilsuverndarhjúkrunarkona með sérnám og
yfirhjúkrunarkona á sérdeild), skulu eftir 5
ára starf í slíkri stöðu hjá heilbrigðisstofnun-
um Reykjavíkurborgar taka laun samkv. 14. lfl.
16. gr.
1. mgr. Launamálanefnd mun mæla með því
við borgarráð, að meðan nauðsynlegt er, að
heilsuverndarhjúkrunarkonur sæki sérnám er-
lendis, skuli þær halda launum í 4 mánuði með-
an á námi stendur, svo sem verið hefur undan-
farin ár, en að auki eiga kost á námsláni.
Greiðslur þessar afskrifist eftir ákveðnum regl-
um miðað við starfstíma hjá Reykjavíkurborg
að námi loknu, en séu ella endurkræfar. Heil-
brigðismálaráði verði falið að setja nánari regl-
ur um tilhögun þessara námslána og fjölda
þeirra.
17. gr.
1. mgr. Launamálanefnd mun leggja til við
borgarráð, að borgarsjóður leggi fram kr.
300 000,00 til styrktar Orlofsheimilasjóði
Hjúkrunarfélags Islands.
18. gr.
1. mgr. Þær heilsuverndarhjúkrunarkonur,
sem samkvæmt fyrirmælum yfirmanns hafa
fasta símaviðtalstíma á heimili sínu, skulu fá
greitt í sérstaka þóknun fyrir þá þjónustu kr.
4 000,00 á ári.
19. gr.
1. mgr. Um gildistíma og uppsögn þessa samn-
ings fer skv. ákvæðum reglug. nr. 195/1973.
Reykjavík, 15. júní 1974.
F. h. Reykjavíkurborgar
að áskildu samþ. borgarráðs,
ólafur B. Thors Albert Guðmundsson
Kristján Benediktsson Sigurjón Pétursson.
F. h. Hjúkrunarfélags Islands,
María Pétursdóttir Fjóla Tómasdóttir
Guðrún Sveinsdóttir Sig'rún Sigurðardóttir
Áslaug E. Björnsdóttir.
Fylgiskjal I
með samningi Reykjavíkurborgar við Hjúkrun-
arfélag Islands 15. júní 1974.
Röðun starfa hjúkrunarkvenna í launaflokka.
S tarfsheiti: Launafl.:
Hjúkrunai'kona IV (87 stig) sbr. 2. gr........ 9
Hjúkrunarkona III (95 stig) sbr. 2. gr....... 10
Hjúkrunarkona II (110 stig) sbr. 2. gr....... 11
Heilsuverndarhjúkrunarkona, án sérnáms .... 11
Aðstoðardeildarstjóri við hjúkrun fái greidd
laun skv. stöðu sinni að viðbættum einum
launaflokki.
Hjúkrunarkona I (130 stig) sbr. 2. gr........ 12
Hjúkrunardeildarstjóri ...................... 13
Yfirhjúkrunarkona á sérdeild ................ 13
Heilsuverndarhjúkrunarkona með sérnám .... 13
Hjúkrunardeildarstjóri heilsuverndar ........ 14
Hjúkrunarnámsstjóri Borgarspítala ........... 15
Aðstoðarhjúkrunarframkv.stjóri Borgarspítala 16
Hjúkrunarframkv.stjóri Heilsuverndarstöðvar 20
Hjúkrunarforstjóri Borgarspítala ............ 21
72 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS