Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1974, Blaðsíða 15
§ ! * 9 .jr
t 1 i
i W , fm
Nemendur Nýja hjúkrunarskólans: Ljósmæður í lijúkrunarnámi.
Rœtt við Maríu Pétursdóttur; shólastjóra
Nýja hjúbunarshólans
Hver voru tildrög að stofnun
Nýja hjúkrunarskólans, og live-
nær hóf hann starfsemi sína?
Til að skýra frá endanlegum
tildrögum að stofnun Nýja
hJ úkrunarskólans leyfi ég mér
birta nokkra orðrétta kafla
Ur athugasemdum við frumvarp
til laga um, heimild fyrir ríkis-
stjórnina til að stofna og reka
hjúkrunarskóla í tengslum við
Borgarspítalann í Reykjavík.
Brumvarp þetta var lagt fyrir
Alþing veturinn 1972 og sam-
Pykkt sem lög 81. maí 1972.
»1 bréfi borgarstjórans í
Beykjavík til menntamálaráðu-
neytisins, dags. 21. jan. 1972,
ei' greint frá því, að á fundi
oorgarstjórnar Reykjavíkur 20.
s. m. hafi verið lögð fram og
samþykkt með samhljóða at-
kvæðum eftirfarandi tillaga
heilbrigðismálaráðs borgarinn-
ar frá 14. s. m.:
„Borgarstjórn ályktar að fela
borgarstjóra í samráði við borg-
arlækni og heilbrigðismálaráð
að undirbúa stofnun nýs hjúkr-
unarskóla, sem starfræktur
verði í tengslum við Borgarspít-
alann. Markmið skólans verði að
veita nemendum sínum full
hjúkrunarréttindi, en starfsemi
hans miðuð við að auðvelda
hjúkrunar- og líknarstofnunum
borgarinnar að fá hjúkrunarfólk
til starfa.
Borgarstjórn felur borgar-
stjóra að hefja viðræður við
menntamálaráðuneytið og heil-
brigðisráðuneytið um fyrir-
komulag skólans, en eðlilegt er,
að ríkisvaldið kosti hina bók-
legu kennslu, bæði kennslu-
krafta, húsnæðiskostnað og ann-
að, sem þeim þætti námsins fylg-
ir. Borgarstjórn skorar jafn-
framt á ríkisvaldið að efla þann
skóla, sem fyrir er, og beita sér
fyrir stofnun kennsludeildar í
hjúkrun við Háskóla Islands,
sem taki til starfa svo fljótt sem
auðið er.“
Jafnframt fór borgarstjóri
þess á leit í bréfinu, að mennta-
málaráðuneytið og heilbrigðis-
og tryggingamálaráðuneytið til-
nefndu fulltrúa til viðræðna um
væntanlegt fyrirkomulag skól-
ans, og skýrir frá því, að af
hálfu Reykjavíkurborgar muni
TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 73