Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1974, Blaðsíða 18

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1974, Blaðsíða 18
Elín Eggerz-Stefánsson. Tillögur varðandi menntun hiúhrunarmannaflans Eftirfarandi er hér me'ð komiö á framfæri í málgagni Hjúkrunarfélags Islands, til þess a8 einstökum félögum gefist lcostur á aö kynna sér hugmyndir undirritaörar og gera athuga- semdir þar viö, ef óskaö er. Hugmyndir þessar hafa þegar veriö sendar til umsagnar stjórnar Hjúkrunarfélags Islands, stjórnar Sjúkraliöafélags íslands og stjómar Ljósmæöra- félags Islands og er ætlunin aö leggja þær fram til umræöu innan nefndar þeirrar, sem af menntamálaráöherra hefur veriö faliö aö gjöra tillögur aö frumvarpi til laga um hjúkrunarm enntun. TUXÖOUR VAItHAMIl AIKWTI A II.HKUI.\ARJHXXVI'I.\\S |>. e. mpiuilun lijúkruHarkvemia/lijiikrunar- inaima «>í sjúkraliúa. A. Með tilliti til framkvæmdar nýrra laga um skólakerfi verði nemendum innan fjölbrauta- skólakerfisins (menntaskólar þar meðtaldir) gefinn kostur á tveggja ára sjúkraliðanámi sem kjörsviði og samtímis verði sjúkraliða- nám utan hins almenna skólakerfis lagt nið- ur. Sjúkraliðar skuli og öðlast rétt til við- bótarnáms innan menntadeilda fjölbrauta- skólanna, svo að þeir megi öðlast rétt til inn- göngu í háskólastofnanir til jafns við aðra nemendur, sem ljúka fjölbrautaskólastiginu. B. Sem allra fyrst verði inntökuskilyrði til hvers konar hjúkrunarnáms, m.a. við þriggja ára hjúkrunarskóla, þau hin sömu og kraf- ist er til háskólanáms, þannig að hjúkrun- armenntunin í heild sinni geti miðast við akademiska námsgetu nemenda og ennfrem- ur að í framtíðinni verði engar hömlur á. að útskrifaðir hjúkrunarfræðingar frá hér- lendum menntastofnunum fái aðgang að framhaldsnámi á háskólastigi, óski þeir slíks. (Ath. hjúkrunarfræðingur er sá, sem stað- ist hefur próf við viðurkenndan hjúkrunar- skóla). C. Auk þess að annast heildarnám að M.S.-prófi í hjúkrun, verði Háskóli Islands gerður þess umkominn sem fyrst að sinna framhalds- námi fyrir útskrifaða hjúkrunarfræðinga frá þriggja ára hjúkrunarskólum, sem afl- að hafa sér réttinda til háskólanáms, og enn- fremur framhaldsnámi fyrir handhafa B.S.- prófs í hjúkrun, svo sem best hentar þjóð- arþörf. Er hér um að ræða þrenns konar þætti framhaldsnáms í hjúkrun. a) framhaldsnám fyrir útskrifaða hjúkrun- arfræðinga frá 3ja ára hjúkrunarskól- um, sem afla vilja sér B.S.-prófs í hjúkr- un. b) framhaldsnám á ýmsum sérsviðum hjúkrunar, er veitt getur viðurkenningu (Diploma) en ekki háskólagráðu. c) framhaldsnám á ýmsum. sérsviðum hjúkr- unar, sem byggist á B.S.-prófi í hjúkrun og miðar að M.S.-prófi. D. Ljósmæðranám verði stundað sem fram- haldsnám í hjúkrun á viðkomandi sérsviði. Til frekari skýringar vísast til m.eðfylgjandi uppdráttar. Athuga ber að ívaf námsreynslu á heilbrigðisþjónustustofnunum er afar mikilvægt fyrir bæði sjúkraliðanema og hjúkrunarnema, ávallt undir leiðsögn hjúkrunarkennara. Auka ber og áherslu á þjónustu utan sjúkrahúsa. Að lokum skal geta þess, að nauðsynlegt er að minnast þess, að frumskilyröi þess, að unnt verði að kenna hjúkrunarnemum og sjúkra- liðanemum, hvar svo sem nám þeirra fer fram, er að sérmenntaöir hjúkrunarkennarar fáist til starfa í stórauknum mæli frá því, sem nú er. Til þess að svo megi verða, er óhjákvæmilegt, að höfuðáhersla verði strax á það lögð að auð- velda framhaldsnám væntanlegra hjúkrunar- kennara héidendis, sem veitir viðurkenningu (Diploma), og fyrir marga einstaklinga er auk þessa forsenda slíks náms aukin fyrirgreiðsla menntamálaráðuneytisins á vegum einhvers konar „öldungadeildar“ innan fjölbrautaskóla- kerfisins. Án hjúkrunarkennaranna eru fram- angreindar breytingar á menntun hjúkrunar- mannaflans ótímabærar. 76 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.