Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1974, Blaðsíða 23

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1974, Blaðsíða 23
ÁsIcl Jakobssen hjúkrunarkona María Madsen hjúkrunarkona Fædd 28. apríl 1910 Dáin 9. maí 197U Fædd 30. mars 1900 Dáin 17. apríl 197h Ásla var fædd í Skálavík, Fær- eyjum 28. apríl 1910 og ólst þar upp hjá foreldrum sínum í stór- um systkinahóp, sem alltaf héld- ust sterk og traust bönd við, þótt vík yrði á milli vina, því ung fluttist Ásla til Islands, á £ott heimili, til Jóns Baldvins- sonar alþm. og hans fjölskyldu. Og frá þeim fór hún í hjúkrun- arnámið, vorið 1935. Ásla er sú fyrsta sem kveður af okkur 12, sem útskrifuðumst vorið 1938. Og veit ég að þær, ásamt mér, senda þakkar- og saknaðar- kveðjur, því alltaf var Ásla með þeim glöðustu og hlýjustu, bæði í starfi og sem félagi. Við Ásla fórum saman um haustið eftir útskrift til Englands á Runwell ■Mental Hosp. og síðan á sjúkra- hús í Danmörku. Og í huga mér ev innilegt þakklæti til minnar horfnu vinkonu, fyrir góðar og glaðar samverustundir, sem við uttum þar saman. En ekki síst Þakka ég þær móttökur, er ég °g fjölskylda mín fengum allt- ah á heimili hennar, er hún var oi’ðin íslensk bóndakona, því Ásla giftist 24. jan. 1959 Jóni Eggertssyni frá Sauðlauksdalá, ^atnsnesi, V.-Hún. og bjuggu þar fyrstu árin, en byggðu svo aýbýlið Hjallholt á jörðinni, bjuggu þar nokkur ár, en vegna ^eilsuleysis beggja hjónanna voru þau hætt búskap og flutt til Hvammstanga. Og þar starf- aði Ásla aftur við hjúkrun með- an þróttur entist. Þau áttu eina dóttur, Kirstínu Maríu, sem fermdist á hvítasunnu. Veit ég að Áslu þótti sárast að skilja við hana svo unga. En Kristín María á ásamt fjölskyldunni og okkur vinum Áslu minningar um góða konu, sem vildi allra götur greiða og vann traust og trúnað sjúklinga sinna og ann- arra sem henni kynntust. Áslu þótti vænt um land og þjóð og nú hvílir hún í íslenskri mold. En María systir hennar, er dvaldi hjá fjölskyldunni þennan síðasta tíma, fór héðan með kveðjur til ættingja og vina í Færeyjum. Guð blessi minningu Áslu Jakobssen. Hulda Svanlaugsdóttir Thorstensen. Maria Madsen andaðist þann 17. apríl sl. í Sct. Lucasstiftels- en í Kaupmannahöfn, 74 ára að aldri. Með henni er horfinn fs- landsvinur, sem lét aldrei ónot- að tækifæri til að sýna okkur íslenskum hjúkrunarkonum vin- áttu og greiðasemi, væri þess kostur. Maria Madsen var formaður í Dansk Sygeplejerád frá 1941 —1968, og stjórnaði hún félag- inu með þeim virðuleik, sem henni var í blóð borinn, dáð og vel virt. Hún var heiðursfélagi í hinum fimm hj úkrunarstéttar- félögum á Norðurlöndum og danska ríkið heiðraði hana einn- ig sérstaklega með kommandör- krossi af 1. gráðu. Maria Madsen kom þrisvar til Islands og hreifst mjög af landinu í þeim heimsóknum, enda skartaði Island jafnan sínu fegursta, þegar hún var hér á ferð. Síðustu árin ferðaðist hún mikið um heiminn og ekki síst heimaland sitt, þar sem hún hélt víða fyrirlestra um fag sitt og reynslu á ferðalögum sínum. Sagði hún mér oft, að í ferða- minningum sínum skipaði Is- land háan sess. Maria Madsen var góður sam- ferðamaður að eiga í lífinu. Blessuð sé minning hennar. Sigríður Eiríksdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.