Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1974, Qupperneq 23
ÁsIcl Jakobssen
hjúkrunarkona
María Madsen
hjúkrunarkona
Fædd 28. apríl 1910
Dáin 9. maí 197U
Fædd 30. mars 1900
Dáin 17. apríl 197h
Ásla var fædd í Skálavík, Fær-
eyjum 28. apríl 1910 og ólst þar
upp hjá foreldrum sínum í stór-
um systkinahóp, sem alltaf héld-
ust sterk og traust bönd við,
þótt vík yrði á milli vina, því
ung fluttist Ásla til Islands, á
£ott heimili, til Jóns Baldvins-
sonar alþm. og hans fjölskyldu.
Og frá þeim fór hún í hjúkrun-
arnámið, vorið 1935. Ásla er sú
fyrsta sem kveður af okkur 12,
sem útskrifuðumst vorið 1938.
Og veit ég að þær, ásamt mér,
senda þakkar- og saknaðar-
kveðjur, því alltaf var Ásla með
þeim glöðustu og hlýjustu, bæði
í starfi og sem félagi. Við Ásla
fórum saman um haustið eftir
útskrift til Englands á Runwell
■Mental Hosp. og síðan á sjúkra-
hús í Danmörku. Og í huga mér
ev innilegt þakklæti til minnar
horfnu vinkonu, fyrir góðar og
glaðar samverustundir, sem við
uttum þar saman. En ekki síst
Þakka ég þær móttökur, er ég
°g fjölskylda mín fengum allt-
ah á heimili hennar, er hún var
oi’ðin íslensk bóndakona, því
Ásla giftist 24. jan. 1959 Jóni
Eggertssyni frá Sauðlauksdalá,
^atnsnesi, V.-Hún. og bjuggu
þar fyrstu árin, en byggðu svo
aýbýlið Hjallholt á jörðinni,
bjuggu þar nokkur ár, en vegna
^eilsuleysis beggja hjónanna
voru þau hætt búskap og flutt
til Hvammstanga. Og þar starf-
aði Ásla aftur við hjúkrun með-
an þróttur entist. Þau áttu eina
dóttur, Kirstínu Maríu, sem
fermdist á hvítasunnu. Veit ég
að Áslu þótti sárast að skilja
við hana svo unga. En Kristín
María á ásamt fjölskyldunni og
okkur vinum Áslu minningar
um góða konu, sem vildi allra
götur greiða og vann traust og
trúnað sjúklinga sinna og ann-
arra sem henni kynntust. Áslu
þótti vænt um land og þjóð og
nú hvílir hún í íslenskri mold.
En María systir hennar, er
dvaldi hjá fjölskyldunni þennan
síðasta tíma, fór héðan með
kveðjur til ættingja og vina í
Færeyjum.
Guð blessi minningu Áslu
Jakobssen.
Hulda Svanlaugsdóttir
Thorstensen.
Maria Madsen andaðist þann
17. apríl sl. í Sct. Lucasstiftels-
en í Kaupmannahöfn, 74 ára að
aldri. Með henni er horfinn fs-
landsvinur, sem lét aldrei ónot-
að tækifæri til að sýna okkur
íslenskum hjúkrunarkonum vin-
áttu og greiðasemi, væri þess
kostur.
Maria Madsen var formaður
í Dansk Sygeplejerád frá 1941
—1968, og stjórnaði hún félag-
inu með þeim virðuleik, sem
henni var í blóð borinn, dáð og
vel virt. Hún var heiðursfélagi
í hinum fimm hj úkrunarstéttar-
félögum á Norðurlöndum og
danska ríkið heiðraði hana einn-
ig sérstaklega með kommandör-
krossi af 1. gráðu.
Maria Madsen kom þrisvar
til Islands og hreifst mjög af
landinu í þeim heimsóknum,
enda skartaði Island jafnan sínu
fegursta, þegar hún var hér á
ferð. Síðustu árin ferðaðist hún
mikið um heiminn og ekki síst
heimaland sitt, þar sem hún hélt
víða fyrirlestra um fag sitt og
reynslu á ferðalögum sínum.
Sagði hún mér oft, að í ferða-
minningum sínum skipaði Is-
land háan sess.
Maria Madsen var góður sam-
ferðamaður að eiga í lífinu.
Blessuð sé minning hennar.
Sigríður Eiríksdóttir.