Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1974, Page 24

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1974, Page 24
Auður Guðjónsdóttir, hjúkrunarkona: LÍTILL HLEKKUR STÓR 1. NÚ ERU þeir að grafa fyrir geð- deild á Landspítalalóðinni. Stór- virkar vélar marka grunn millj- ónaframkvæmda. Litlu fjær er hin mikla matstofa Landspítal- ans, sem marga á að seðja. Þannig hugsa stjórnvöld af ör- læti sínu fyrir öllu, magamáli manna og andlegri heilsu. 2. ,,Það er reisulegt að horfa heim að Hofi,“ sagði karlinn. Ekki er síður reisulegt að horfa heim að Landspítalanum. Þar hafa risið stór hús og munu rísa; og víðar byggir heilsugæsl- an en þar. Dýr tæki eru keypt. 3. Þó er holur hljómur í öllum þessum silfuraustri. Fram- kvæmdirnar miðast við rúma- fjölda, fjölda sjúklinga: þörf- ina. Alvöruþrungnir játa menn, að seint mætist fjármagnið og þörfin. Þeir síga þó karlmann- lega á og byggja meir. En því er hljómur silfursins holur, að ekki nýtist enn það, sem fyrir er, þótt það sé of lít- ið. Heilsugæsla grundvallast ekki einvörðungu á húsnæði og tækjum, þótt nauðsynleg séu. Einn hlekk vantar til fullnægj- andi nýtingar núverandi hús- næðis og tækja spítala í Reykja- vík: Fleira starfsfólk. 4. Undirrituð leyfir sér að ræða aðeins um einn þátt þess vanda- máls: Vöntun á hjúkrunarkon- um til starfa. I sjálfu sér er ekki vöntun á hjúkrunarkonum, held- ur hjúkrunarkonum til starfa. Af þessari vöntun leiðir svo það, að ekki nýtist til fulls það fjár- magn, sem þegar hefur verið varið til heilbrigðismála. Þá er og miklum mannauði sóað, er læknar geta ekki beitt hæfni sinni og þekkingu að eiginleg- um læknis- og sérfræðingastörf- um. Afleiðingarnar eru svo þær, að fleiri sjúklingar bíða lækn- ingar en ella þyrfti að vera. Ómældar verða þjáningar þeirra og vinnutap þjóðfélagsins. 5. Eitt er að vilja, annað að geta. Margar giftar hjúkrunarkonur, mæður, vilja ekkert frekar en vinna utan heimilis að hjúkr- un, en geta ekki vegna þess, að þær fá ekki barnagæslu. Sé dæmi tekið um Landspítalann, þá er þar áætluð aðstaða fyrir 13 börn hjúkrunarkvenna á „yngri deild“, en þar voru síð- ast, er undirrituð vissi til, 19 börn. Á „eldri deild“ er einnig yfirfullt. Því hverfa þessar giftu hjúkrunarkonur frá. Undirrituð gæti nefnt mörg dæmi þessa, en kýs ekki að vera persónuleg. Það skal þó sagt, að ekki er þessi veiki hlekkur og afleiðingar hans að vilja stjórnenda Land- spítalans og annarra spítala. En meðan ekki er meira silfur þar í brætt, standa mörg rúm auð og margir sjúklingar bíða. 6. Þá er komið að kjarna þess- ara orða: Væri elclci til vinnandi aS fá þessar konur til starfa með því aö sjá þeim fyrir bama- gæslu ? „Kröfugerð, kröfugerð," seg- ir einhver. Kannski. Leyfist þó að spyrja nokkurra spurninga: 1. Er það ekki líka dýrt að nýta ekki til fulls húsnæði og tæki í heilsugæslu og þekkingu íslenskra lækna? 2. Er það ekki líka dýrt að láta þá sjúklinga bíða lækning- ar, er nú gætu hlotið bata, ef ekki væri skortur á starfsfólki? Hvers virði er líðan þessara sjúklinga? Hverju tapar þjóð- félagið í vinnutekjum? 3. Leiddi ekki aukið framboð hjúkrunarkvenna í þéttbýli einnig til aukins framboðs í strjálbýli? Kannski væri bætt heilsugæsla í strjábýlinu einhver hemill á fólksflóttann þaðan. 4. Er ekki menntun og reynsla hjúkrunarkvenna það þjóðfé- lagslega verðmæt, að einvörð- ungu lenging starfstíma þeirra mundi, er á drægi, greiða kostn- aðinn við dagvistun barna þeirra ? Kostnaður hins opinbera yrði auðvitað einhver, þótt 82 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.