Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1974, Page 27

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1974, Page 27
Dreifibréf til hjúkrunarkvenna við heilsugæslustöðvar Svo sem ykkur er kunnugt tókust samningar hinn 6. maí sl. milli Hjúkrunarfélags Islands og fjármálaráðherra um skipan hjúkrunar- kvenna í launaflokka og aðrar sérkröfur þeirra. Undanfari þessarar samningagerðar var almenn kröfugerð af hálfu Hjúkrunarfélags Islands þar sem meðal annars voru hafðar uppi kröfur um launaflokkaskipan hjúkrunarkvenna við heilsu- gæslustöðvar og ýmis sérmál þeirra. Samninga- nefnd ríkisins taldi sig vanbúna til á þessu stigi málsins að ræða og semja um kröfur þessara hjúkrunarkvenna þar sem hér væri um nýja launastétt innan ríkiskerfisins að ræða. Nefnd- in vildi fá meira tóm til að athuga þetta mál og fór þess því á leit við Hjúkrunarfélag Is- lands að samningum um launakjör téðra hjúkr- unarkvenna yrði frestað. Átti félagið naumast annan kost en samþykkja þessi tilmæli til þess að stofna ekki samningunum í heild í tvísýnu. Af þessum sökum tekur samningurinn frá 6. maí sl. ekki til þessara hjúkrunarkvenna og eru þeirra mál óleyst enn. Annríki hjá samninganefnd ríkisins var svo mikið í maímánuði að engin tök voru á að fá nefndina til viðræðna um kjör hjúkrunarkvenna við heilsugæslustöðvar. En hér kemur fleira til. Samningum Hjúkrunarfélags Islands við Reykjavíkurborg er ekki lokið, en þeim lýkur væntanlega eigi síðar en 15. þ. m. Þessir samn- ingar kunna á vissum sviðum að verða leið- beinandi um kjör þessara hjúkrunarkvenna. Hjúkrunarfélag Islands telur því hyggilegt eins og málin standa að doka við fram yfir 15. þ. m. með samningsgerð fyrir þessar hjúkrunarkon- ur. En að þeim tíma liðnum mun félagið leggja ríka áherslu á það við samninganefnd ríkisins að taka upp viðræður um launakjör hjúkrun- arkvenna við heilsugæslustöðvar og ljúka þeim án tafar. Með félagskveðju, Reykjavík, 7. júní 1974 f. h. Hjúkrunarfélags Islands. Maria Pétursdóttir. Námskeið fyrir starfsstulkur Stjóm Hjúkrunarfélags Islands sendi heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneytinu eftirfar- andi bréf, dags. 2. júlí 197U: I kjarasamningi Starfsstúlknafélagsins Sókn- ar við Ríkisspítalana, dags. 25. febrúar 1974, er ákvæði þess efnis, að aðilar séu sammála um „að koma á námskeiðum fyrir starfsstúlkur, er vinna við heimilishjúkrun, barnagæslu og hjúkr- un aldraðra og vangefinna". Af þessu tilefni leyfir Hjúkrunarfélag Islands sér að vísa til hjúkrunarlaga, er samþykkt voru á Alþingi 26. febrúar 1974. í 1. gr. laganna segir, að sá einn hafi rétt til að stunda hjúkr- un hér á landi og kalla sig hjúkrunarkonu eða hjúkrunarmann, sem til þess hafi fengið leyfi ráðherra. I 8. gr. laganna segir, að heimilt só að þjálfa sjúkraliða til aðstoðar við hjúkrun. I lögum þessum er eigi gert ráð fyrir, að aðrar starfsstéttir hafi heimild til að fást við hjúkr- unarstörf. Með tilvísun til framanritaðs telur Hjúkr- unarfélag Islands ástæðu til að gera athuga- semd við það, að þau störf, sem starfsstúlkur í Sókn inna af hendi, séu kennd við hjúkrun. Hins vegar hefur Hjúkrunarfélag Islands að sjálfsögðu ekkert við það að athuga, að Sókn- arstúlkur verði aðnjótandi námskeiða til að auka starfshæfni sína og þekkingu. Virðingarfyllst, f. h. Hjúkrunarfélags Islands María Pétursdóttir fonmaJóur. SSN Fulltrúafundur SSN verður haldinn í Dan- uiörku dagana 17.—20. sept. n.k. Aðalviðfangsefni fundarins að þessu sinni er laun og starfsaðstaða hjúkrunarkvenna á Norð- urlöndum. Umræður verða í átta hópum og stuðst við skýrslur frá öllum löndunum, sem nefnd á veg- um SSN hefur safnað. Niðurstöður hópanna verða síðan kynntar á sameiginlegum fundi allra fulltrúanna. Nánar verður greint frá fundinum í næsta blaði.

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.