Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1974, Blaðsíða 31
RADDIR RJÚKRUAIARWEMA
Ritnefnd: María Kristinsdóttir, Þóra Karlsdóttir, Sólveig Björk Grdnz
Ferðd nemamót til Bergen, dagana 8,-10. febrúar
Dagana 8.—10. febrúar hélt
norska h j úkrunarnemaf élagið
aðalfund sinn á Haukeland syke-
pleieskole í Bergen. 150 hjúkr-
unarnemar voru þar saman
komnir frá 29 hjúkrunarskólum
landsins, auk þeirra voru 2 full-
trúar frá Danmörku, 1 frá Sví-
þjóð, 1 frá Finnlandi og við.
Þessir Norðurlandafulltrúar
voru þeir nemar, sem við höfð-
um mest samskipti við. Fyrsta
daginn var fundargestum skipt
í hópa og þeim fengin að verk-
efni þau mál, sem á döfinni eru
hjá þeim, eins og reikningar
félagsins, útgáfa nemablaðs og
norræn samvinna. Við gestirnir
gengum á milli þeirra hópa, sem
ræddu norræna samvinnu, og
skipst var á skoðunum.
Eitt sameiginlegt vandamál
virtist vera hjá öllum, og það
var undirtektaleysi hjúkrunar-
nema í félagsmálum. Þetta kem-
ur þó misjafnlega niður á félög-
unum sjálfum, en því veldur
uPPbygging þeirra, fjöldi nema
og hjúkrunarskóla í viðkomandi
landi, samgönguerfiðleikar o. fl.
Norsku nemunum fannst
óhóflega miklu vera eytt í nor-
i’æna samvinnu, og töldu þeir
það ekki tímabæra sóun, með-
an samvinna og fréttamiðlun er
Jafnbágborin innan félags
þeirra og raun ber vitni. (Til
gamans má geta þess, að kostn-
aður norska hjúkrunarnemafé-
lagsins til norrænnar samvinnu
var 8000 norskar kr. — 2500 fé-
lagar, á sama tíma og við
greiddum 12 000 norskar kr. —
250 nemar).
Á fundi, sem haldinn var með
Norðurlandafulltrúunum, gerð-
um við grein fyrir, að HNFl
kæmi ekki til með að senda full-
trúa á fundi oftar en tvisvar á
ári vegna fæðar íslenskra hjúkr-
unarnema og fjárskorts. Slíkir
fundir eru haldnir 7 sinnum á
ári. Undirtektir voru nokkuð
góðar, því að markmið Norður-
landasamvinnunnar er kynning
á starfi félaganna, námstilhög-
un o. fl., sem snertir okkar skóla-
göngu, en þessu má að okkar
áliti að nokkru ná með aukn-
um bréfaskriftum.
Mikill áhugi kom fram og þá
helst hjá frændum okkar Norð-
mönnum að kynnast HNFl,
landi og lýð. Höfum við boðið
norrænum h j úkrunarnemum
hingað á komandi hausti til að
marka stefnu norrænnar hjúkr-
unarnemasamvinnu. Einnig
ræddum við nemaskipti (náms-
ferðir). Því var vel tekið. Þetta
mál er þó aðeins á frumstigi,
en vonandi ekki þar með sagt, að
langt sé í land.
Sigríður Guðmundsdóttir,
Þóra Karlsdóttir.
Frú stjórn II.M B.
Félagsstarf HNFÍ frá áramót-
um hefur í stórum dráttum ver-
ið á eftirfarandi hátt:
30. janúar var haldinn
fræðslufundur. Gestir fundar-
ins voru þær Ingibjörg R. Magn-
úrdóttir deildarstj. í heilbrigðis-
málaráðuneytinu og Kristín óla-
dóttir formaður launamála-
nefndar HFÍ. Ingibjörg fræddi
hj úkrunarnema um menntun þá,
sem í boði er fyrir hjúkrunar-
konur/menn að loknu 3 ára námi
í hjúkrun, hvað er hægt að læra
á Islandi og hvað þarf að sækja
út fyrir landsteinana, hvert er
hægt að fara og laun í og eftir
sérnám. Einnig kynnti hún okk-
ur nám annarra heilbrigðisstétta
og svaraði fyrirspurnum að lok-
um. Kristín kynnti okkur sér-
kröfur HFÍ, er þá voru nýlagð-
ar fram, og í hverju þær væru
helst fólgnar. Einnig kynnti hún
rammasamning þann, er HFl
hafði undirritað við ríkið. Að
lokum svaraði hún fyrirspurn-
um. Að lokum voru ýmis mál
nema rædd. Kynntur var mögu-
leiki, sem hjúkrunarnemar geta
átt kost á í sumar, er felur í sér
námsferð/sumarleyfi til hinna
Norðurlandaþjóðanna, hið sama
og við höfðum gest okkar Kar-
sten í í fyrrasumar.
5. mars var haldin ÁRSHÁ-
TIÐ HNFl í Súlnasal Hótel
Sögu, er hófst kl. 20 með því,
að formaður félagsins setti há-
tíðina með smáræðustúf, og var
síðan borðhald mikið. Meðan
fólk renndi niður kræsingunum,
skemmtu hjúkrunarnemar með
leikþáttum úr námi og starfi,
glefsur úr starfi félagsins voru
fluttar í bundnu máli, og ýmis-
legt fleira var til skemmtunar,
TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 85