Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1974, Page 47

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1974, Page 47
FRÉTTIR Frá undirritun samnings milli fjár- málaráðherra f. h. ríkissjóðs og Hjúkrunarfélags Islands. Fjármálaráðherra, Halldór E. Sig- urðsson, og formaður HFI, María Pétursdóttir, undirrita samningana, að viðstöddum fulltrúum úr samn- inganefnd HFI og ríkisins. International Nursing Review birti nýlega mynd af stórbrotnu veggteppi frá íslenskri hjúkrunarkonu. I texta með myndinni segir m. a.: Islensk hjúkrunarkona, sem ekki óskar að láta nafns síns getið, hefur gefið ICN stórfenglega vinargjöf, veggteppi, sem meðfylgjandi mynd sýnir. Fyrirmynd teppisins er úr Víga- Glúms sögu frá 10. öld: „ok skulum vér binda sár þeirra manna, er lífvænir eru, ór hvárra liði sem eru.“ Verkið er unnið úr íslenskum lopa og eru sauðalitimir eingöngu notaðir frá hvítu yfir í sauðsvart, síðan burstað og klippt. Þessi vefnaðar- aðferð er einkennandi fyrir lista- manninn, Barböru Arnason. Fáni ICN, gefinn uf fyrrverandi for- manni ICN, Margretlie Kruse, sýndur gestum á 75 ára afmxlis- hátíðinni í Genf. Fyrir hönd Margrethe Kruse afhenti 1. varaformaður, Docia Kisseih (til vinstri) formanni ICN, Dorothy Comelius, gjöfina. Nánari fréttir frá afmælishátíð ICN á næstu siðu. TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 101

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.