Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1974, Page 49
höfðu eigi lokið námstíma sínum að
fullu og þess vegna ekki enn hlotið
starfsréttindi, gengu aðeins 30 þeirra
í félagið að þessu sinni.
Pélagar í HFÍ eru nú 1252.
Formaður flutti síðan ávarp til
hjúkrunarkvennanna, óskaði þeim
allra heilla og sagði m. a.:
„Með góðri samstöðu skulum
við sækja fram og vissulega er
rík ástæða til að fagna því, að raðir
okkar fyllir nú gjörfulegur hópur ný-
liða, sem við óskum allra heilla í
framtíðarstarfi þeirra. Við samgleðj-
umst ykkur, nýju starfsfélagar okk-
ar, með að hafa náð settu marki,
og bjóðum ykkur innilega velkomnar
í félagið okkar, í öruggu trausti þess
að gagnkvæmur árangur hljótist af.“
Að lokum bað formaður hjúkrun-
arkonu, sem ber félagsmerkið númer
227, að koma að hljóðnemanum.
Reyndist það vera Þorbjörg Jóns-
dóttir, skólastjóri Hjúkrunarskóla Is-
lands. Formaður afhenti henni fal-
lega gjöf frá HFÍ (styttu af lítilli
stúlku, sem er að tína blóm) í til-
efni þess, að tuttugu ár eru liðin frá
því Þorbjörg tók við stöðu skólastjóra
HSI. Þess skal getið, að hún hefur
brautskráð um 880 nemendur á þessu
tímabili. HSÍ brautskráði fyrstu
nemendur sína árið 1933, og alls hafa
1144 nemendur lokið námi frá skól-
anum. Skólastjóri þakkaði þessa fal-
legu og óvæntu gjöf.
Ebba Edwardsdóttir flutti mjög
athyglisvert erindi um talæfingar
fyrir sjúklinga, sem höfðu tjáning-
arörðugleika af ýmsum orsökum.
Þar sem Ebba Edwardsdóttir skrif-
aði um þetta efni fyrir Tímarit HFÍ,
4. tölubl. 1972, viljum við benda les-
endum okkar á þá ágætu grein. Ebba
þakkaði fyrir það tækifæri, sem
henni gæfist til að fjalla um þetta
mál við hjúkrunarkonur, og óskaði
þeim að lokum ails góðs í samstarfi
við „Aphasi“-sjúklinga og kvaðst
vona, að nokkur skýring hefði feng-
ist á samskiptum við þá.
Fundi slitið.
Arsskýr.sla Tíniiirifs IIFÍ.
Framh. af bls. 100.
timaritanna í mars og fulltrúafund
SSN í september. Frá fundunum vai
skýrt í tímaritinu.
Kostnaður við útgáfu tímaritsins
kemur fram í reikningum félagsins.
Athygli skal þó vakin á því, að út-
gáfa hvers tölublaðs á seinni hluta
þessa árs mun fara yfir 200 þús.
krónur.
Að lokum þakka ég stjórn HFl
gott samstarf.
F. h. ritstjórnar
Ingibjörg Arnadóttir.
Xúmskeii) í aðhlvnningn sjúkrn.
Reykjavíkurdeild Rauða kross ís-
lands hóf í febrúar sl. námskeið í að-
hlynningu sjúkra, og fór það fram í
Nýja hjúkrunarskólanum. Aðsókn að
námskeiðinu var mjög mikil og bár-
ust á þriðja hundrað umsóknir. en
aðeins var hægt að taka á móti 16
nemendum.
Kennarar voru hjúkrunarkonurnar
Kristbjörg Þórðardóttir og María
Finnsdóttir.
Námsefni var sem hér segir:
Áhrif umhverfis á heilsuna.
Öryggi og réttindi í þjóðfélaginu.
Fyrirbygging smitandi sjúkdóma.
Vinnustellingar.
Sýnikennsla og æfingar í dagleg-
um umbúnaði.
Næringarefnafræði.
Sjúkrafæða.
Slys og slysavarnir í heimahúsum.
Aðhlynning deyjandi sjúklings.
Líki veittar nábjargir.
Að námskeiði loknu fengu nemend-
ur, sem sótt höfðu 12 tíma eða fleiri,
skírteini um það, að þeir hefðu tekið
þátt í námskeiðinu.
I.iig fyrir IIM Í.
Framh. af bls. 8G.
3. gr.
Skemmtinefnd sér um eina árs-
hátíð á ári og sér um að taka nýja
menn inn í féiagið og sér um að halda
uppi skemmtanalífi félagsins.
4. gr.
Fræðslunefnd gengst fyrir nám-
skeiðum og fræðslu innan félagsins.
5. gr.
Fjáröflunarnefnd sér um að afla
fjár til styrktar utanferðum nema
á vegum félagsins.
VIII. KAFLI
1. gr.
Reiknings- og starfsár er á milli
aðalfunda.
2. gr.
Endurskoðendur skulu endurskoða
fjárhag félagsins eftir uppgjör.
3. gr.
Tillögur um lagabreytingar skulu
berast stjórn einni viku fyrir aðal-
fund.
4. gr.
Stjórn sér um prentun laga í hvert
sinn, sem einhverjar breytingar
verða.
TÍMARIT
5. gr.
Lögum þessum er aðeins hægt að
breyta á aðalfundi í mars, að undan-
skildum framhaldsaðalfundi í sept-
ember 1974.
6. gr.
Lög þessi taka þegar gildi.
llsell viA þýsku hjúkrunarkon-
una O. Marianup D. F. Armll.
Framh. af bls. 78.
c) að veita sérfræðiþjónustu í
hjúkrun á öllum sviðum heil-
brig-ðismála.
Nú á tímum megum við ekki
vera smeyk við tilraunir. Marg-
ar Evrópuþjóðir þurfa að vinna
bug á erfiðleikum, sem ekki eru
fyrir hendi á Islandi. Mér virð-
ist að hjúkrunarkonur hér á
landi geri sér glögga grein fyr-
ir þörfinni á víðtækari hjúkrun
og hafi komið á rekspöl nýjum
hugmyndum á undan flestum
öðrum þjóðum í Evrópu. Það
ætti að vera kappsmál allra, sem
tengdir eru hjúkrun, að halda
áfram þessum hugmyndum og
hrinda þeim í framkvæmd.
Hvemig finnst þér aö hafa
ekki sjálf fengiö háskólamennt-
un?
Þegar ég var að læra, gafst
ekkert annað tækifæri til hjúkr-
unarmenntunar en að vera með
í sjúkrahúsanámi. Nú finnst
mér stundum, að okkur, sem höf-
um ekki háskólapróf, búi uggur
í brjósti. En um leið og við för-
um að skilja mikilvægi breyt-
inganna, munum við finna leið-
ir og ráð til að meta réttilega,
hvað þær hafa í för með sér,
og verða færar um að miðla nýj-
um kynslóðum af reynslu og
þekkingu okkar og aðstoða við
að koma hjúkrun á tilhlýðilegt
stig. Mér finnst, að okkur beri
að fara þannig að. □
HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 103