Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1974, Blaðsíða 49

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1974, Blaðsíða 49
höfðu eigi lokið námstíma sínum að fullu og þess vegna ekki enn hlotið starfsréttindi, gengu aðeins 30 þeirra í félagið að þessu sinni. Pélagar í HFÍ eru nú 1252. Formaður flutti síðan ávarp til hjúkrunarkvennanna, óskaði þeim allra heilla og sagði m. a.: „Með góðri samstöðu skulum við sækja fram og vissulega er rík ástæða til að fagna því, að raðir okkar fyllir nú gjörfulegur hópur ný- liða, sem við óskum allra heilla í framtíðarstarfi þeirra. Við samgleðj- umst ykkur, nýju starfsfélagar okk- ar, með að hafa náð settu marki, og bjóðum ykkur innilega velkomnar í félagið okkar, í öruggu trausti þess að gagnkvæmur árangur hljótist af.“ Að lokum bað formaður hjúkrun- arkonu, sem ber félagsmerkið númer 227, að koma að hljóðnemanum. Reyndist það vera Þorbjörg Jóns- dóttir, skólastjóri Hjúkrunarskóla Is- lands. Formaður afhenti henni fal- lega gjöf frá HFÍ (styttu af lítilli stúlku, sem er að tína blóm) í til- efni þess, að tuttugu ár eru liðin frá því Þorbjörg tók við stöðu skólastjóra HSI. Þess skal getið, að hún hefur brautskráð um 880 nemendur á þessu tímabili. HSÍ brautskráði fyrstu nemendur sína árið 1933, og alls hafa 1144 nemendur lokið námi frá skól- anum. Skólastjóri þakkaði þessa fal- legu og óvæntu gjöf. Ebba Edwardsdóttir flutti mjög athyglisvert erindi um talæfingar fyrir sjúklinga, sem höfðu tjáning- arörðugleika af ýmsum orsökum. Þar sem Ebba Edwardsdóttir skrif- aði um þetta efni fyrir Tímarit HFÍ, 4. tölubl. 1972, viljum við benda les- endum okkar á þá ágætu grein. Ebba þakkaði fyrir það tækifæri, sem henni gæfist til að fjalla um þetta mál við hjúkrunarkonur, og óskaði þeim að lokum ails góðs í samstarfi við „Aphasi“-sjúklinga og kvaðst vona, að nokkur skýring hefði feng- ist á samskiptum við þá. Fundi slitið. Arsskýr.sla Tíniiirifs IIFÍ. Framh. af bls. 100. timaritanna í mars og fulltrúafund SSN í september. Frá fundunum vai skýrt í tímaritinu. Kostnaður við útgáfu tímaritsins kemur fram í reikningum félagsins. Athygli skal þó vakin á því, að út- gáfa hvers tölublaðs á seinni hluta þessa árs mun fara yfir 200 þús. krónur. Að lokum þakka ég stjórn HFl gott samstarf. F. h. ritstjórnar Ingibjörg Arnadóttir. Xúmskeii) í aðhlvnningn sjúkrn. Reykjavíkurdeild Rauða kross ís- lands hóf í febrúar sl. námskeið í að- hlynningu sjúkra, og fór það fram í Nýja hjúkrunarskólanum. Aðsókn að námskeiðinu var mjög mikil og bár- ust á þriðja hundrað umsóknir. en aðeins var hægt að taka á móti 16 nemendum. Kennarar voru hjúkrunarkonurnar Kristbjörg Þórðardóttir og María Finnsdóttir. Námsefni var sem hér segir: Áhrif umhverfis á heilsuna. Öryggi og réttindi í þjóðfélaginu. Fyrirbygging smitandi sjúkdóma. Vinnustellingar. Sýnikennsla og æfingar í dagleg- um umbúnaði. Næringarefnafræði. Sjúkrafæða. Slys og slysavarnir í heimahúsum. Aðhlynning deyjandi sjúklings. Líki veittar nábjargir. Að námskeiði loknu fengu nemend- ur, sem sótt höfðu 12 tíma eða fleiri, skírteini um það, að þeir hefðu tekið þátt í námskeiðinu. I.iig fyrir IIM Í. Framh. af bls. 8G. 3. gr. Skemmtinefnd sér um eina árs- hátíð á ári og sér um að taka nýja menn inn í féiagið og sér um að halda uppi skemmtanalífi félagsins. 4. gr. Fræðslunefnd gengst fyrir nám- skeiðum og fræðslu innan félagsins. 5. gr. Fjáröflunarnefnd sér um að afla fjár til styrktar utanferðum nema á vegum félagsins. VIII. KAFLI 1. gr. Reiknings- og starfsár er á milli aðalfunda. 2. gr. Endurskoðendur skulu endurskoða fjárhag félagsins eftir uppgjör. 3. gr. Tillögur um lagabreytingar skulu berast stjórn einni viku fyrir aðal- fund. 4. gr. Stjórn sér um prentun laga í hvert sinn, sem einhverjar breytingar verða. TÍMARIT 5. gr. Lögum þessum er aðeins hægt að breyta á aðalfundi í mars, að undan- skildum framhaldsaðalfundi í sept- ember 1974. 6. gr. Lög þessi taka þegar gildi. llsell viA þýsku hjúkrunarkon- una O. Marianup D. F. Armll. Framh. af bls. 78. c) að veita sérfræðiþjónustu í hjúkrun á öllum sviðum heil- brig-ðismála. Nú á tímum megum við ekki vera smeyk við tilraunir. Marg- ar Evrópuþjóðir þurfa að vinna bug á erfiðleikum, sem ekki eru fyrir hendi á Islandi. Mér virð- ist að hjúkrunarkonur hér á landi geri sér glögga grein fyr- ir þörfinni á víðtækari hjúkrun og hafi komið á rekspöl nýjum hugmyndum á undan flestum öðrum þjóðum í Evrópu. Það ætti að vera kappsmál allra, sem tengdir eru hjúkrun, að halda áfram þessum hugmyndum og hrinda þeim í framkvæmd. Hvemig finnst þér aö hafa ekki sjálf fengiö háskólamennt- un? Þegar ég var að læra, gafst ekkert annað tækifæri til hjúkr- unarmenntunar en að vera með í sjúkrahúsanámi. Nú finnst mér stundum, að okkur, sem höf- um ekki háskólapróf, búi uggur í brjósti. En um leið og við för- um að skilja mikilvægi breyt- inganna, munum við finna leið- ir og ráð til að meta réttilega, hvað þær hafa í för með sér, og verða færar um að miðla nýj- um kynslóðum af reynslu og þekkingu okkar og aðstoða við að koma hjúkrun á tilhlýðilegt stig. Mér finnst, að okkur beri að fara þannig að. □ HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 103
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.