Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1978, Blaðsíða 6

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1978, Blaðsíða 6
Úrskurður kjaranefndar Kjaranefndarmálið nr. 6/1978 Hjúkrunarfélag íslands gegn fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs 1. Hinn 25. október 1977 gerðu Bandalag starfs- manna ríkis og bæja og fjármálaráðherra f. h. rík- issjóðs með sér aðalkjarasamning fyrir tímabilið 1. júlí 1977 til 30. júní 1979. I aðalkjarasamningi er svo mælt, að við röðun starfa í launaflokka skuli að meginstefnu til höfð hliðsjón af röðun samkvæmt sérkjarasamningum bandalagsfélaga 1976 með síðari breytingum. Frá þessari reglu má þó vikja, ef ástæða er til vegna samanburðar við kjör á almennum vinnumarkaði eða af öðrum gildum orsökum. 2. I aðalgkjarasamning voru nú tekin ýmis ákvæði er áður voru í sérkjarasamningum og mega því falla þaðan niður. 3. Með bréfi fjármálaráðherra til Hjúkrunarfélags Islands frá 28. mars 1977 var gefið fyrirheit um, að við gerð næsta kjarasamnings yrðu kjör hjúkr- unarfræðinga tekin „til sérstakrar meðferðar m. a. með hliðsjón af því að kannað verði, hvort kjör þeirra hafi við gerð kjarasamninga að undan- förnu hækkað til jafns við kjör annarra aðildar- félaga Bandalags starfsmanna ríkis og bæja.“ í samningaviðræðum hefur samninganefnd ríkisins boðið eins launaflokks hækkun fyrir hjúkrunar- fræðinga eða jafngildi hennar eftir nánara sam- komulagi. 4. Með hliðsjón af framansögðu ákveðst sérkjara- samningur málsaðila þannig: 1. Röðun í launaflokka. 1.1. Störfum félaga í Hjúkrunarfélagi íslands sem vinna hjá ríki eða stofnunum þess, skal raðað í launaflokka sbr. gr. 1.1.1. í aðalkjarasamningi Bandalags starfsmanna ríkis og bæja og fjármála- ráðherra 25. október 1977, sem hér segir: Launafl. Starfsheiti 11 Hjúkrunarfræðingur. 12 Hjúkrunarfræðingur með 10 starfsstig, sbr. 2. gr. 13 Hjúkrunarfræðingur með 15 starfs- eða námsstig, sbr. 2. gr. 14 Hjúkrunarfræðingur með 30 starfs- eða námsstig, sbr. 2. gr. 15 Hjúkrunarfræðingur með 45 starfs- eða námsstig, sbr. 2. gr. Hjúkrunarkennari. Deildarstjóri á göngudeild. Deildarstjóri á tannlæknadeild H. í. 16 Deildarstjóri. Hjúkrunarfræðingur með 60 starfs- eða námsstig, sbr. 2. gr. 17 Hjúkrunarkennari með hjúkrunarkenn- arapróf eða allt að 5 ára nám á háskóla- stigi að baki. Hjúkrunarnámsstjrói á sjúkrahúsi. Hjúkrunarstjóri. Hjúkrunarframkvæmdastjóri II. 19 Hjúkrunarforstjóri m/minna en 200 rúm. Hjúkrunarframkvæmdastjóri I. Yfirkennari hjúkrunarskóla. Skólastjóri sjúkraliðaskóla. 23 Deildarstjóri í heilbrigðismálaráðuneyt- inu. 24 Skólastjóri hjúkrunarskóla. Hjúkrunarforstjóri m/meira en 200 rúm. 2. Starfs- og námsstig. 2.1. Fyrir hvert ár í fullu starfi vinnast 2,5 stig, að há- marki samtals 15 stig, fyrir vinnu við hjúkrunar- störf. 2.2. Fyrstu tvö námsár eftir hjúkrunarpróf í námi, er nýtist í starfi og viðurkennt er af menntamálaráðu- neytinu, gefa 15 stig hvort. Þriðja ár við nám af þessu tagi frá hjúkrunarprófi veitir 20 stig. 4 HJUKRUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.