Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1978, Blaðsíða 6
Úrskurður kjaranefndar
Kjaranefndarmálið nr. 6/1978
Hjúkrunarfélag íslands gegn fjármálaráðherra
f. h. ríkissjóðs
1. Hinn 25. október 1977 gerðu Bandalag starfs-
manna ríkis og bæja og fjármálaráðherra f. h. rík-
issjóðs með sér aðalkjarasamning fyrir tímabilið
1. júlí 1977 til 30. júní 1979.
I aðalkjarasamningi er svo mælt, að við röðun
starfa í launaflokka skuli að meginstefnu til höfð
hliðsjón af röðun samkvæmt sérkjarasamningum
bandalagsfélaga 1976 með síðari breytingum. Frá
þessari reglu má þó vikja, ef ástæða er til vegna
samanburðar við kjör á almennum vinnumarkaði
eða af öðrum gildum orsökum.
2. I aðalgkjarasamning voru nú tekin ýmis ákvæði er
áður voru í sérkjarasamningum og mega því falla
þaðan niður.
3. Með bréfi fjármálaráðherra til Hjúkrunarfélags
Islands frá 28. mars 1977 var gefið fyrirheit um,
að við gerð næsta kjarasamnings yrðu kjör hjúkr-
unarfræðinga tekin „til sérstakrar meðferðar m. a.
með hliðsjón af því að kannað verði, hvort kjör
þeirra hafi við gerð kjarasamninga að undan-
förnu hækkað til jafns við kjör annarra aðildar-
félaga Bandalags starfsmanna ríkis og bæja.“ í
samningaviðræðum hefur samninganefnd ríkisins
boðið eins launaflokks hækkun fyrir hjúkrunar-
fræðinga eða jafngildi hennar eftir nánara sam-
komulagi.
4. Með hliðsjón af framansögðu ákveðst sérkjara-
samningur málsaðila þannig:
1. Röðun í launaflokka.
1.1. Störfum félaga í Hjúkrunarfélagi íslands sem
vinna hjá ríki eða stofnunum þess, skal raðað í
launaflokka sbr. gr. 1.1.1. í aðalkjarasamningi
Bandalags starfsmanna ríkis og bæja og fjármála-
ráðherra 25. október 1977, sem hér segir:
Launafl. Starfsheiti
11 Hjúkrunarfræðingur.
12 Hjúkrunarfræðingur með 10 starfsstig,
sbr. 2. gr.
13 Hjúkrunarfræðingur með 15 starfs- eða
námsstig, sbr. 2. gr.
14 Hjúkrunarfræðingur með 30 starfs- eða
námsstig, sbr. 2. gr.
15 Hjúkrunarfræðingur með 45 starfs- eða
námsstig, sbr. 2. gr.
Hjúkrunarkennari.
Deildarstjóri á göngudeild.
Deildarstjóri á tannlæknadeild H. í.
16 Deildarstjóri.
Hjúkrunarfræðingur með 60 starfs- eða
námsstig, sbr. 2. gr.
17 Hjúkrunarkennari með hjúkrunarkenn-
arapróf eða allt að 5 ára nám á háskóla-
stigi að baki.
Hjúkrunarnámsstjrói á sjúkrahúsi.
Hjúkrunarstjóri.
Hjúkrunarframkvæmdastjóri II.
19 Hjúkrunarforstjóri m/minna en 200 rúm.
Hjúkrunarframkvæmdastjóri I.
Yfirkennari hjúkrunarskóla.
Skólastjóri sjúkraliðaskóla.
23 Deildarstjóri í heilbrigðismálaráðuneyt-
inu.
24 Skólastjóri hjúkrunarskóla.
Hjúkrunarforstjóri m/meira en 200 rúm.
2. Starfs- og námsstig.
2.1. Fyrir hvert ár í fullu starfi vinnast 2,5 stig, að há-
marki samtals 15 stig, fyrir vinnu við hjúkrunar-
störf.
2.2. Fyrstu tvö námsár eftir hjúkrunarpróf í námi, er
nýtist í starfi og viðurkennt er af menntamálaráðu-
neytinu, gefa 15 stig hvort. Þriðja ár við nám af
þessu tagi frá hjúkrunarprófi veitir 20 stig.
4
HJUKRUN