Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1978, Blaðsíða 12
Greinargerð um menntunarmál
Eftirfarandi greinargerð Hjúkrunarfélags íslands um „frumvarp til
laga um framhaldsskóla“ var unnin af menntamálanefnd HFÍ,
en hana skipa: Svanlaug Árnadóttir, formaður HFÍ, Sigþrúður Ingi-
mundardóttir, skólastjóri Hjúkrunarskóla íslands, Anna María
Andrésdóttir hjúkrunarkennari og Björg Ólafsdóttir hjúkrunarfræð-
ingur. Menntamálnefndin var tilnefnd á stjórnarfundi télagsins
í október 1977.
Greinargerðin var senda ráðamönnum heilbrigðis- og menntamála
og öðrum þeim sem um mál þessi fjalla.
Inngangur
FkÁ stofnun Fjelags íslenskra hjúkr-
unarkvenna 1919 hafa menntunar-
mál íslenskrar hjúkrunarstéttar ver-
ið efst á baugi. Þær hjúkrunarkonur
sem lært höfðu hjúkrun,sóttu mennt-
un sína til annarra landa, fyrst og
fremst til Norðurlanda. Með aðild
FÍH að SSN, Samvinnu norrænna
hjúkrunarkvenna 1923, varð íslensk-
um konum auðveldara að komast í
hjúkrunarnám.
Stofnun Hjúkrunarkvennaskóla ís-
lands árið 1931 er einn merkasti
áfangi í sögu hjúkrunarmála á Is-
landi. Þar með opnaðist möguleiki á
að fleiri en áður kæmust í hjúkrun-
arnám. Námstíminn var 3 ár, bók-
legt og verklegt nám, en til að fá full
réttindi til hjúkrunarstarfa, varð að
bæta við 6 mánuöum í geðhjúkrun,
hér heima eða erlendis.
Starfsréttindi ísl. hjúkrunarkvenna
voru tryggð með lögum nr. 27 19.
júní 1933. Þar með var lögfest að
hjúkrunarkonur hefðu öðlast þá
menntun og hæfni sem nauðsynleg
er til starfa í heilbrigöisþjónustunni.
Blokk-kerfið svonefnda, þar sem
nemendur hverfa úr verklegu námi
á heilbrigðistofnunum í bókleg nám-
skeið, var tekið upp hér 1948, um
svipað leyti og annars staðar á Norð-
urlöndum. Þessi tilhögun er enn við
lýði, en gerðar hafa verið á henni
allmiklar breytingar í þá átt að bók-
legt nám hefur aukist og verkleg
kennsla á deildum fer fram undir
stjórn og eftirliti sérmenntaðra
hjúkrunarkennara, að miklu leyti.
Enn þarf þó að bæta námið. Þrátt
fyrir eindregnar óskir forráðamanna
Hjúkrunarskóla íslands og stéttar-
innar allrar og þá þjóðfélagslegu
þörf sem gerir síauknar kröfur til
betri menntunar, hefur enn ekki tek-
ist að koma hjúkrunarnáminu á það
stig að ])að fylgi kröfum tímans.
Samkvæmt lögum nr. 13, 23. júní
1932 um ljósmæðra- og hjúkrunar-
kvennaskóla íslands, var undirbún-
ingsnám fyrir inntöku í skólann:
héraðsskólapróf, gagnfræðaskóla-
próf eða kvennaskólapróf, með við-
unandi vitnisburði.
Með lögum frá 20. desember 1944
og lögum frá 10. apríl 1962, eru
inngönguskilyrði í Hjúkrunarskóla
Islands enn þau sömu, þ. e. landspróf
miðskóla, gagnfræðaskólapróf eða
hliðstæð menntun.
15. febrúar 1974 skipaði mennta-
málaráðuneytið nefnd til að endur-
skoða gildandi löggjöf um hjúkrun-
arfræðinám í landinu. Formaður
nefndarinnar var skólastjóri Hjúkr-
unarskóla Islands, Þorbjörg Jóns-
dóttir. Nefndin skilaði áliti í júlí
1976.
Drögin að „frumvarpi til laga um
hjúkrunarskóla" hafa enn ekki verið
lögð fram og harmar Hjúkrunarfélag
íslands það mjög.
1 drögum þessum er gert ráð fyrir
að inngönguskilyrði í Hjúkrunar-
skóla Islands verði lokapróf úr
menntaskóla, fjölbrautaskóla eða
hliðstæð menntun, er uppfylli ákveð-
in lágmarksskilyrði í tilteknum náms-
greinum.
Að stefnt sé að því að grunnnám
í hjúkrunarfræði fari á háskólastig.
Ennfremur er gert ráð fyrir að sam-
ræmt verði allt hjúkrunarfræðinám í
landinu með ákveðnum aðlögunar-
tíma.
Nefndin hefur þá í huga að haust-
ið 1973 tók námsbraut í hjúkrunar-
fræði til starfa við Háskóla íslands.
Fyrstu nemendurnir þaðan braut-
skráðust vorið 1977. Þessi áfangi,
sem markar tímamót í sögu hjúkr-
unar á Islandi er í fullu samræmi við
þá þróun sem átt hefur sér stað í
læknavísindum og heilbrigðismálum
undanfarna áratugi og er forráða-
10
HJUKRUN