Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1978, Blaðsíða 14
fyrirbyggja, greina, veita meðferð
og endurhæfa.
Hjúkrun er meðferð sem tekur
mið af þörfum einstaklingsins, líf-
fræðilegum, andlegum og félagsleg-
um.
Hjúkrunarfræðingurinn athugar
og greinir áhættuþætti í umhverfi
einstaklingsins er áhrif hafa á lieil-
brigði hans og vellíðan, reynir að
koma í veg fyrir að heilsa lians bíði
tjón af. Þegar heilsa einstaklingsins
gerir hann ófæran um að fullnægja
daglegum þörfum sínum, grípur
hjúkrunarfræðingurinn inn í og mið-
ar að því að efla virkni einstaklings-
ins með hliðsjón af jreim aðstæðum
er sjúkdómurinn hefur orsakað.
Hjúkrun felur í sér auk líkamlegrar
og andlegrar aðhlynningar, kennslu
og stjórnun og byggir mikið á mann-
legum samskiptum.
Hjúkrunarfræðingurinn samræm-
ir og tengir störf hinna ýmsu heil-
brigðisstétta. Auk þekkingar í hjúkr-
unarfræði krefst starfið Jsekkingar á
ýmsum sviðum atferlis og líffræði
vísinda.
Út frá áðurgreindum starfshátt-
um telur Hjúkrunarfélag íslands
lj óst:
1. Að hjúkrunarfræðinám geti ekki
farið fram innan framhaldsskóla-
stigsins.
2. Undirbúningsnám eins og gert er
ráð fyrir í „frumvarpi lil laga
um framhaldsskóla“ er ófullnægj-
andi, eigi nemandinn að geta til-
einkað sér jiað námsefni sem
krafist er fyrir hjúkrunarstarfið í
dag.
3. Óraunhæft er að ætla nemendum
að stunda almennt nám jafnhliða
svo umfangsmiklu sérnámi og
hjúkrunarfræðinám er.
4. Ekki er hægt að gera ráð fyrir því
að 19 ára einstaklingar hafi yfir-
leitt öðlast þann þroska, sem
nauðsynlegur er til þess að geta
innt af höndum sjálfstæð hjúkr-
unarstörf.
Aðrar námsleiðir á heilbrigðissviði
„Frumvarp til laga um framhalds-
skóla“ leggur til að nám fyrir heil-
hrigðisstéttir verði skipulagt sem
samræmd heild. Innan sviðsins eru
auk hjúkrunarfræðibrautar, snyrti-
braut, þjónustu- og ritarabraut, lyf j a-
tæknabraut, röntgentæknabraut og
sjúkraliðabraut.
í 4. gr. hjúkrunarlaga frá 26. fe-
brúar 1974 er kveðið á um að ekki
megi ráða aðra en hjúkrunarkonur
eða hjúkrunarmenn, samkv. 1. gr.
hjúkrunarlaga, til sjálfstæðra hjúkr-
unarstarfa við sjúkrastofnanir, elli-
heimili, heilsuvernd eða hjúkrun í
heimahúsum.
í reglugerð fyrir Sjúkraliðaskóla
Islands, 2. gr. segir:
„Hlutverk skólans er að kenna
fólki hjúkrunarstörf er það síðan
vinnur undir stjórn hjúkrunarfræð-
inga.“
Augljóst er að hér er um ólík
starfssvið að ræða. Eins og sjúkra-
liðanám er lagt upp í „frumvarpi til
laga um framhaldsskóla“ er gert ráð
fyrir 2 ára námi. Fyrra námsárið
almennt bóknám en hið síðara sér-
hæft. Þessi ár verði að verulegu leyti
samræmd námi á hjúkrunarfræði-
braut og virðist koma til álita að
hafa sjúkraliðanám sem fyrsta stig
að hjúkrunarfræðinámi og samhæfa
námið alfarið.
Sjúkraliðanámið hefur ekki veitl
nemanda möguleika á inngöngu í
Hjúkrunarskóla Islands, uppfylli
hann ekki þær kröfur sem gerðar eru
til undirbúningsnáms.
Markmið með námi þessara heil-
brigðisstétta eru ólík þar sem hjúkr-
unarfræðingur stundar sjálfstæð
störf að námi loknu en sjúkraliði
ekki.
Jafnframt er rétt að benda á þá
staðreynd að verkleg Jsjálfun verður
að vera stór þáttur í námi sjúkra-
liða eigi þeir að geta unnið þau
störf sem verksviðið nær til.
Sjúkraliðamenntun getur því ekki
orðið fyrsta stig að hjúkrunarfræði-
námi, né heldur er það raunhæft að
sjúkraliðamenntunar sé krafist fyrir
þann er hyggur á hjúkrunarfræði-
nám.
Gagnvart lyfjatækna- og röntgen-
tæknanámi, sem starfrækt er hér á
landi, er rétt að benda á að Jrær
starfsstéttir starfa undir stjórn lyfja-
fræðinga og lækna eins og reglugerð-
ir kveða á um.
Stjórnun hjúkrunarfrœðináms
Hjúkrunarfélag íslands telur að
stjórn menntamála hjúkrunarstéttar-
innar sé vel komin í Menntamála-
ráðuneyti. Þó ])annig að hjúkrunar-
sérmenntaður deildarstjóri haldi þar
um stjórnvölinn.
Hjúkrunarfél. íslands finnst einn-
ig fara vel á því að Heilbrigðismála-
ráðuneyti - Hjúkrunarráð - sjái um
starfsleyfaveitingu stéttarinnar, inn-
an þeirra marka að lágmarks skóla-
ganga hjúkrunarfræðinga sé 3 ár í
viðurkenndum hjúkrunarskóla.
Hjúkrunarfélag Islands telur að
öll hjúkrunarmenntun eigi að vera á
háskólastigi, undir stjórn hjúkrunar-
sérfræðinga á öllum sviðum.
Kostnaður
I frumvarpi til laga um framhalds-
skóla er gert ráð fyrir skiptingu
kostnaðar við skólahald milli ríkis
og sveitarfélaga. Hjúkrunarfélag ís-
lands telur að kostnað við nám
hjúkrunarfræðinga eigi hér eftir sem
hingað til að greiða úr ríkissjóði.
Hjúkrunarfélag íslands telur að
óeðlilegt sé að leggja á einstök sveit-
arfélög, að kosta menntun stéttar sem
allir landsmenn njóta góðs af.
NiSurstaða
1. Hjúkrunarfélag Islands hafnar
frumvarpi til laga um framhalds-
skóla í núverandi mynd.
2. Aðfaranám að hjúkrunarfræði-
námi verði í samræmi við niður-
Framh. á bls. 17.
12
HJUKRUN