Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1978, Side 16

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1978, Side 16
Til þessa hefur heilbrigðisþjón- ustan fremur notfært sér hinar líf- fræðilegu mannfræðirannsóknir, en nú beinist athyglin einnig að hinum félagslegu þáttum. Sérstaklega kem- ur þetta fram í tengslum við heil- brigðisþjónustu sem veitt er til frum- stæðra þjóða. Þessi þjónusta er lít- ið virk hafi láðst að taka tillit til menningar viðkomandi þjóðar þeg- ar áætlun var gerð. í framtíðinni má gera ráð fyrir að hinn félagslegi þáttur mannfræðinnar verði meira nýttur í þágu heilbrigðisþjónustu hinna svo nefndu þróuðu landa en verið hefur hingað til. Gerum ráð fyrir að markmið heil- brigðisþjónustunnar sé að efla lík- amlegt, andlegt og félagslegt heil- brigði og þannig að auka lífsmögu- leika einstaklingsins, sjáum við ef litið er á heiminn í dag að ekki kom- ast allir jafn langt í áttina að þessu marki. Á okkar vestræna mælikvarða er talið að bætt heilbrigðisþjónusta m. a. lengi mannsævina og dragi úr ungbarnadauða vegna þess að ýms- um svæsnum sjúkdómum af völdum sýkla hefur verið útrýmt. Reynt hef- ur verið að aðstoða þær þjóðir sem skammt eru á veg komnar að þessu marki, og við gerum ráð fyrir að þær taki fúslega við allri aðstoð er stuðli að bættu heilsufari. Víða meðal frumstæðra jijóða hefur heibrigðisþjónusta ekki verið til staðar í þeirri merkingu sem við eigum að venjast. Hjá þessum þjóð- um hefur fjölskyldan séð um þessa jrjónustu og margt er að heilsunni lýtur tengt trúarbrögðum og töfrum, og ákveðinn aðili innan hópsins far- ið með hlutverk þess sem „læknar“. Þeir sem ætla að koma á fót heil- brigðisþjónustu meðal frumstæðra þjóða þurfa að kanna fleiri þætti en helstu dánarorsakir og algengustu sjúkdóma. Kanna ])arf hvort það sem áætlað er að glíma við sé raun- verulegt vandamál þeirra sem að- stoðina eiga að þiggja, eða er þetta eingöngu vandamál í augum þeirra, sem aðstoðina vilja veita. Litlar lik- ur eru á að aðstoðin virki, ef reynt er að glíma við eitthvað sem ekki er vandamál fólksins. Er þá e. t. v. fyrsta skrefið að gera fólkinu ljóst að hið lélega heilbrigðisástand sé vandamál. Gera má ráð fyrir að með aukinni þekkingu fólksins og nánari kynnum þess af öðrum þjóðum vakni það til meðvitundar um sín eigin vandamál og sé þá reiðubúið að taka við aðstoðinni. Leiðir að því marki sem heilbrigð- isþjónustan setur eru fólgnar í })ví að breyta atferli og viðhorfum fólks- ins þannig að líkur á fullkomnara heilbrigði aukist. Eigi þetta að tak- ast verður að þekkja þau atferli og viðhorf sem menningarmunstur þessa hóps felur í sér varðandi hina heilsufarslegu þætti. Líka þarf að kanna áður en áætlunum er hrundið í framkvæmd hvort þær raski því jafnvægi sem ríkt hefur og skapi þannig ný vandamál. Idér gilda því einnig hinar viðurkenndu aðferðir við greiningu vandamála og lausn þeirra að byrja á upplýsingasöfnun svo hægt sé að greina vandamálið og orsakir þess. Síðan þarf að setja markmið, velja leiðir að markinu og gera áætlun og hrinda í framkvæmd, og meta árangur með hliðsjón af markmiði. Sérstaklega varðandi upplýsinga- söfnun og leiðir að markinu, verður heilbrigðisþjónustan að taka mann- fræðina sér til aðstoðar, auk þess er samvinna við fólkið sem njóta á þjónustunnar nauðsynleg til að virk- ur árangur náist. Til þess að starfslið heilbrigðis- þjónustunnar geti nýtt sér Jsekkingu mannfræðinnar þarf ])að að kynnast þessari fræðigrein. Víða hefur verið komið á fót námskeiðum fyrir starfs- fólk heilbrigðisþjónustunnar, sér- staklega þá er ætla að starfa meðal frumstæðra þjóða, en reynslan sýnir að þessi þekking nýtist einnig á öðr- um vettvangi heilbrigðisfræðinnar. Heilsufar er ekki hægt að efla ein- angrað frá öðrum þáttum hins fé- lagslega kerfis. Við áætlanagerð um virka heilbrigðisþjónustu verður að taka tillit til þróunar menntunarkerf- is og efnahagskerfis. Hér hefur verið reynt að skýra í stórum dráttum hvernig heilbrigðis- þjónustan getur tekið þekkingu mannfræðinnar í sína þjónustu til þess að ná betri árangri. Mest hefur þessi þekking verið notuð í tengsl- um við áætlanir um eflingu heil- brigðis hjá frumstæðari þjóðum. Þar hefur verið reynt að breyta við- horfum og atferli, sem e. t. v. eru rót- gróin í menningarmunstri samfélags- ins. Til þess að breyta slíku þarf að þekkja þau viðhorf er ríkt hafa og hvert þau eiga rætur sínar að rekja. Breytingar og nýjungar verður að kynna með hliðsjón af því sem fyrir er. Auk þess þarf að þekkja vel að- stæður og umhverfi með tilliti til ýmis konar tækni, sem nýtt er í þágu heilbrigðisfræðinnar. Mannfræði- þekking er þó ekki eingöngu nýtan- leg heilbrigðisfræðinni í tengslum við aðstoð til frumstæðari þjóða. Samskipti þjóða aukast og hópa með mismunandi menningarmunstur er að finna innan sama þjóðfélags, svo að þar kemur þekkingin líka að gagni. Mannfræðin getur líka lagt til upplýsingar um ýmis tengsl í sam- skiptamunstrinu, sem skýra marga þætti varðandi heilsufar manna eins og hina svo nefndu „menningarsjúk- dóma“. í sameiningu geta mann- fræðin og heilbrigðisfræðin kannað ýmsa þætti, sem leitt gætu í ljós nýja þekkingu er nýta mætti til eflingar heilbrigði öllum til handa. HEIMILDIR: A. M. Klausen: Kultur - variasjon og sammenheng. Gvldendal Norsk Forlag, Oslo, 1975. Framh. á bls. 17. 14 HJUKRUN

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.