Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1978, Page 19
inu. Ég fór að gagnrýna starfsliðið
opinskátt fyrir að vera stefnulaust,
fyrir að skipuleggja ekki daglegt líf
okkar - fyrir að láta allt vaða á súð-
um — fyrir að láta sjúklinga, sem
höfðu þörf fyrir ákveðnari reglur,
sjálfa hafa ofan af fyrir sér, svo þeir
urðu enn ringlaðri og óákveðnari.
Hátt risa bylgjurnar
Það varð mér til happs, að með
nýju ári komst ég í nýja grúpu, sem
stjórnað var af dugandi geðlækni.
Við sjúklingarnir létum í ljósi von-
brigði með daglegt umhverfi. Við
sögðum, að skoðun okkar á starfslið-
inu væri sú að það væri samanþjöpp-
uð klíka, sem einangraði sig og héldi
saman gegn sjúklingunum og van-
rækti okkur vegna eigin fundahalda.
Bylgjurnar risu hátt í grúpunni.
Þetta orsakaði enn meiri leynd og
fundavirkni hjá starfsliðinu, þar til
dag einn var komið fram og fyrir-
skipuð morgunleikfimi - skyldumæt-
ing á morgunfundi — skylduverkefni
— sem sagt skipulagning á okkar dag-
lega lífi. En starfsliðið einangraði
sig enn.
Læknirinn var þó undantekning.
Hann var, þrátt fyrir vinnuálag, mik-
ið á deildinni og talaði við okkur
einslega og gaf sér tíma. Hann var á
móti sálkönnun — dáðist að Frankl
og Laing - og maður gat ekki alltaf
verið honum sammála.
En það var mikil hjálp í því að
geta talað við hann í ró og næði
stöku sinnum. Einkaviðtöl höfðu áð-
ur verið í banni - það hafði alltaf
einhver af starfsliðinu verið við-
staddur, þegar maður talaði við
lækninn utan grúpunnar (auðvitað
þurfti það að hafa eitthvað til að
gefa skýrslu um).
Ómanneskjulegt
Ég byrjaði nú að láta þekkingu
mina koma fram í grúpunni. Smám
saman varð ég reiðubúinn til að
taka á mig ábyrgð.
Skoðun mín eftir þessa sjúkrahús-
vist er að: Sé maður nokkurn veginn
í jafnvægi, áræðinn og gagnrýninn,
getur maður fengið góða hjálp og
uppörfun á þessari deild.
En sé maður þunglyndur og kvíð-
inn - eða risglaður er meðferðin
slæm. Mér finnst það ómanneskju-
legt að sjúklingnum sé ekki sinnt
betur á hans slæma tímabili - hann
fái ekki stuðning — og að starfsliðið
reyni ekki að gera raunveruleikann
áhugaverðari fyrir sjúklinginn. A
þessu stigi ætti maður ekki að hugsa
sig um tvisvar að taka ábyrgðina frá
sjúklingnum. Dugandi starfslið læt-
ur ekki þennan tíma ábyrgðarleysis
og ósjálfstæðis vara að eilífu.
Þessi frásögn mín af reynslu
minni sem geðhjúkrunarfræðingur í
hlutverki sjúklings er mjög persónu-
bundin. Mér þykir líklegt að hefði
ég starfað á umræddri deild sem
hjúkrunarfræðingur hefði ég áreið-
anlega fundið afsakanir fyrir sjálf-
an mig og lokuðu dyrnar. Ég hefði
afsakað mig með að skrifa þyrfti um
sjúklingana, að vaktin þyrfti að líta
vel út, að leiðbeina þyrfti hjúkrunar-
nemunum o. fl. Því miður. Auk þessa
væri deildin á tilraunastigi og mark-
mið og leiðir enn óákveðið.
En í þessu tilraunaástandi var
vissulega ekki þægilegt að vera veik-
ur og líða illa á þessari deild.
Greínargerð um menntunarmál
Framh. aj bls. 12.
stöður nefndar skipaðri af
menntamálaráðuneytinu 15. fe-
brúar 1974.
3. Óraunhæft er að ætla að hægt sé
að stunda almennt undirbúnings-
nám samhliða svo umfangsmiklu
sérnámi sem hjúkrunarfræðinám
er.
4. Sjúkraliðamenntun er á engan
hátt æskilegur undanfari hjúkr-
unarfræðimenntunar.
5. Hjúkrunarfélag Islands álítur að
fólk innan 18-20 aldurs hafi ekki
nægan þroska til þess að mæta
þeirri ábyrgð sem starfið leggur
þeim á herðar og veita þá þjón-
ustu sem einstaklingar eiga rétt á.
6. Álit Hjúkrunarfélags íslands er
að hjúkrunarfræðinám eigi að
samræma og verði allt á háskóla-
stigi.
7. Hjúkrunarfélag Islands skal eiga
fulltrúa í öllum nefndum, starfs-
hópum og ráðum, sem gera áætl-
anir um og skipuleggja menntun
á sviði heilsugæslu og hjúkrunar
og álits leitað, vegna sérþekking-
ar þeirra.
Mannfrœðí - Heílbrígðísþjónusta
Framh. aj bls. 14.
J. K. Skipper, Robert C. Leonard: Social
interaction and patient care. J. B. Lipp-
encott Company, Philadelphia, 1%5.
F. C. MacGregor: Social Science in Nurs-
ing. John Wiley and Sons, New York,
1960.
Sigurður IJjartarson: Þœttir úr Sögu
Rúmönsku Ameríku. Mál og menning,
Reykjavík, 1976.
P. J. Brink: Nursing in Other Cultures:
An Experimental Course. International
Nursing Review, Vol. 19, No 3, 1972.
M. W. Herntan: Developing Objectieves
jor a Core Program on Social Aspecls
oj Medicine. Journal of Medical Educa-
tion, apríl 1975.
S. II. Katz, A. F. C. Wallace: An Anthro-
pological Perspective on Behavior and
Disease. American Journal of Puhlic
Health, Vol. 64, No. 11. nóv. 1974.
K. Lorig: lnternational jamily planning.
Nursing Mirror, 26. júní, 1975.
A. Forsdabl, H. Salmi o. fl.: Finsk-ættede
i Sör- Varanger Kommune, I og II. Syke-
pleien, 5. og 20. ágúst 1975.
M. Primeaux: Caring jor the American
lndian Patient. American Journal of
Nursing, jan. 1977.
M. Kniep-Hardy, M. A. Burkhardt: Nurs-
ing the Navajo. American Journal of
Nursing, jan. 1977. □
HJÚKRUN
17