Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1978, Síða 22
Réttur sjúklínga
Þýtt og endursagt af Þórunni Pálsdóttur hjúkrunarforstjóra
Allt starfsfólk heilbrigðisþjónust-
unnar á það sameiginlegt að starfið
byggist á mjög miklum og nánum
samskiptum við fólk. Það þarf því
stöðugt að minna sig sjálft á að þeir
einstaklingar, sem njóta heilbrigðis-
þjónustunnar, eru manneskjur, sem
eiga rétt á þeirri þjónustu sem þeim
er veitt. Jafnframt þarf starfsfólk að
gera sér grein fyrir því að engin
manneskja óskar sér, eða hefur hina
minnstu löngun til þess að verða
sjúk. Við viljum öll fá okkar hlut af
þeim þætti heilbrigðisþjónustu, sem
fjallar um heilbrigt líf og fyrirbygg-
ingu sjúktlóma.
Einstaklingur, sem lagður er inn
á sjúkrahús, er skyndilega sviptur
þeim rétti að taka sjálfstæðar á-
kvarðanir i sambandi við sitt dag-
lega Iíf. Þar af leiðandi þarf starfs-
fólk sjúkrahúsa að hugsa vel út í
þann þátt og hvaða áhrif innlögn á
sjúkrahús hefur á sjúklinginn og
hvernig komið er til móts við hann í
sambandi við rétt hans.
Sjúklingarnir verða að aðlaga sig
jjví umhverfi og aðstæðum, sem
sjúkrahúsið hefur upp á að bjóða.
Sjaldan eiga sjúklingar kost á því að
ráða dagskrá deilda og ekki ákveða
jaeir fjölda herbergisfélaga. Misjafn-
lega mikið er lagt upp úr jjví á
sjúkrahúsum að skapa sjúklingum
aðstöðu til jjess að sinna tómstunda-
vinnu, einnig eru hreyfimöguleikar
víðast hvar alveg í lágmarki. Hvern-
ig sjúklingnum tekst að aðlaga sig
breyttum aðstæðum fer eftir jjeim
áhrifum og hugmyndum, sem hann
verður fyrir við komu sína á sjúkra-
húsið. Móttaka sjúklings á sjúkrahús
er oft afgreidd eins og færibanda-
vinna. Sjúklingurinn fær að vita ])að
með mjög stuttum fyrirvara að í dag
megi hann koma til sjúkrahússins.
Er þangað kemur byrja yfirheyrslur
— fyrst innritun — síðan er tekin
sjúkraskýrsla. Sjúklingurinn og að-
standendur hans eru ókunnugir stað-
háttum og þeim starfsaðferðum, sem
notaðar eru á sjúkrahúsi.
Nauðsynlegt er að taka jjað fram,
til að fyrirbyggja misskilning, að
innlögn á sjúkrahús er fyrir fjölda
fólks hugarléttir í flestum tilfellum,
vegna þess að Jjað finnur sig öruggt.
Það er komið á þann stað, sem Jjví
verður veitt sú meðferð, sem gerjr
það heilbrigt eða gerir því mögulegt
að lifa án sársauka og kvalar Jjrátt
fyrir sjúkdóm sinn.
Til þess að vera hjálpartæki til
lækninga í meðferð sjúkra, þarf
starfsfólk að hafa tileinkað sér tölu-
verða Jjekkingu á mannlegu eðli,
gera sér ljósa grein fyrir Jjví hverjar
eru grundvallarþarfir mannsins,
jafnhliða aðferðum hans til að fá
þeim fullnægt. Engar tvær manneskj-
ur eru eins, Jjær hafa að einhverju
leyti ólíkar skoðanir og tilfinningar
gagnvart Jieim hlutum og málefnum.
Starfsfólk sjúkrahúsa er ekki frá-
brugðið öðru fólki að ])ví leyti og
ýmist kviknar í brjósti þess samúð
eða andúð gagnvart sjúklingum, sem
innlagðir eru á sjúkrahús. Eins og
margt starfsfólk, finnur sjúklingur-
inn fljótt, hvaða tilfinningar starfs-
fólk hefur gagnvart honum.
Nauðsynlegt er því að starfsfólk
geri sér ljóst að það þarf að reyna
að öðlast innsýn í sitt eigið sálarlíf
og viðbrögð þess gegn innri og ytri
áreitni. Eftir að hafa öðlast innsæi í
sitt eigið sálarlíf, er auðveldara að
gera sér grein fyrir því, á hvern hátt
manns eigin lífsviðhorf hafa áhrif á
|)á umönnun og hjúkrun, sem veitt
er.
Sjúklingar innlagðir á sjúkrahús
eiga fullan rétt á að starfsfólkið sjái
til þess að eftirfarandi atriði séu í
lagi:
1. Ollum kröfum um öryggisvarnir
sé fullnægt, samanber sú löggjöf,
sem er í gildi á hverjum tíma, t. d.
um eldvarnir, slökkvitæki, reyk-
skynjara á sjúkrastofum og öðrum
herbergjum, nægjanlega margir
inn- og útgangar á deild, bruna-
stigar, þar sem ])eir eiga við. Raf-
magnsstraumur skal mældur með
reglulegu millibili og leiðslur end-
urnýjaðar eftir þörfum.
2. Sjúklingum skal sköpuð sú að-
staða að tjá sig um gleði, sorg,
áhyggjur o. s. frv.
3. Ekkert það skal vera í nálægð
sjúklinga að ástæðulausu, sem
ógnað getur líkamlegri eða and-
legri heilsu þeirra.
4. Öréttlátt er að ætlast til einhvers
af sjúklingnum, sem aldrei hefur
verið minnst á við liann, eins og
t. d. að fara eftir óskrifuðum regl-
um. Framh. á bls. 27.
20
HJUKRUN