Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1978, Side 23

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1978, Side 23
Að eldast með reisn Theodóra Thorlacius hjúkrunarfræðingur í MAÍ 1977 fékk ég aðstoð, bæði gegnum HFJ og Vífilsstaðaspítala til að víkka eilítið sjóndeildarhring minn og kynna mér hvernig húið er að öldruðum i nágrannalöndunum og varð Noregur fyrir valinu. Eg vil nota Jjetta tækifæri til að Jjakka hlutaðeigandi aðilum fyrir að gera mér þetta kleift og reyna að segja lítillega frá reynslu minni. I Noregi er mikil hreyfing um þessar mundir að bæta kjör eldra fólks. Þar eð landið hefur efnast upp á síðkastið - fólk vellaunað og skatt- ar háir — eru miklar framkvæmdir í hvívetna. Eitt af því er að risið hafa upp mörg ný hjúkrunarheimili - líklega myndum við kalla þau elli- heimili. Hafði ég tækifæri til að skoða nokkur þeirra og vera ])ar tíma og tíma - en að því kem ég seinna. Aðallega var ég þó á Ullevál syke- hus — á deild, sem ætluð var sem gegnumgangsdeild fyrir sjúklinga, sem verið var að endurhæfa til að vera heldur lengur úti í lífinu. Aðrir fóru á sjúkrahús, en sumir á hjúkr- unarheimili, sem voru venjulega endastöðin. Deildin sem ég var á, var 30 sjúkl- inga deild og venjulega voru 3 hjúkr- unarfræðingar á vakt - vel liðað af sjúkraliðum og nemum. í húsinu voru 6 slíkar deildir undir yfirstjórn Oversöster. Sjúkraþjálfar vinna mikið starf þarna og voru þær undir stjórn sjúkraþjálfa, sem hafði sérhæft sig til að hjálpa ellisjúklingum og voru hrein undur, hvernig hægt var að hjálpa fólkinu. Samvinna var sér- staklega góð milli starfsfólks og sj úkrajjj álfa. Enginn sjúklingur var rúmliggj- andi nema um væri að ræða skyndi- sjúkdóm eða deyjandi manneskju. Eftir morgunaðhlynningu og morgunmat mættu allir í leikfimisal og var þá jrjálfun í samráði við lækni - bæði sameiginleg og ein- staklingsbundin - markvisst unnið á móti hrörnun. En allan daginn var starfsfólk og sjúkraliðar að vinna að meiri hreyf- ingu sjúklinganna og höfðu mikil afskipti af hverjum einstökum. Ekki var látin nægja góð hjúkrun, heldur voru mannleg samskipti ofarlega á lista. Húsið sem deildin var í var 25 ára og því ekki mjög þægilegt til þessara nota, en samt hafði verið komið fyr- ir notalegri vinnustofu uppi. Þar var ofið, saumað og smíðað, kastað á milli sín bolta, pilum kastað í merki o. fl. Eldhús var ])arna líka og stóðu sjúklingar til skiptis fyrir góðgerð- um á vinnustofu. Var það ekki síst gott fyrir þá, sem voru að endurhæf- ast til að sjá um sig sjálfir aftur. Margir voru þarna meira og minna lamaðir eftir hlæðingar, svo og Parkinsons sjúklingar og fólk með alls konar hrörnunarsjúkdóma. Þeir sem gátu gengið voru látnir ganga tröppur, eftir því sem unnt var. Þá voru þarna einnig félagsfræð- ingar. Þeir ræddu við sjúklingana til að komast að aðstæðum þeirra og hvernig framtíðin gæti orðið hagan- legust og reyndu, með hjálp annars starfsfólks, að finna út hvað hentaði liverjum einum. Fólk var t. d. ekki sett saman á stofu, nema að vel at- huguðu máli hvað passaði saman. Þeim sem fóru heim var útveguð hjálp, ef með þurfti. Aðrir fóru á hjúkrunarheimili. Einnig voru til verndaðir bústaðir fyrir eldra fólk, þar sem var lág leiga og hjálp við út- rtttingar og erfiðari verk. Oft voru sameiginlegir fundir með lækni og öðru starfsfólki. Á deildinni var rúmgóð dagstofa með sjónvarpi, útvarpi og píanói. Þannig var á öllum deildum - og alltaf var einhver af starfsfólki eða sjúklingum sem spilaði og sjúkling- arnir tóku undir. Það var sumar og sól þennan tíma sem ég var þarna og sjúklingarnir mikið úti. Ef lítið var að gera voru kannski bakaðar bollur og kaffið drukkið úti. Starfsfólkið sást ekki inni á vaktinni. Ef stundir voru, þá hjukrun 21

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.