Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1978, Qupperneq 25

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1978, Qupperneq 25
Tvær af deildum Bsp. Hafnarbúðir Hús þetta var tekið í notkun 1963 og upphaflega byggt fyrir verkamenn við Reykjavíkurhöfn. Það kom fyrst í stað verkamannaskýlisins gamla, en var auk þess notað sem sjómanna- heimili. Rekstur þess hentaði ekki m. a. vegna breyttra aðstæðna við höfn- ina. Ráðningarskrifstofa Reykjavík- urborgar var svo þar til húsa í nokk- ur ár. Þá var húsnæðið notað í Vest- mannaeyjagosinu svonefnda og hafði m. a. hæjarstjórn Vestmannaeyja að- setur þar. A fundi horgarráðs 4. 1. 1975 var ákveðið að breyta húsinu í sjúkra- hús. Hófust framkvæmdir við breyt- ingar seinni hluta árs 1975 og var eiginlegum breytingum lokið í árs- byrjun 1977, en innbú og tæki voru að berast fram eftir ári. Skortur á starfsfólki seinkaði því að húsið yrði tekið í notkun. Sjúkradeild Borgarspítalans í Hafnarbúðum var síðan opnuð 27. september 1977. Samkvæmt ákvörðun stjórnar sjúkrastofnana eru Hafnarbúðir til reynslu reknar sem hluti af skurð- lækningadeild Borgarspítalans og læknisþjónusta er veitt af læknum ])eirrar deildar. Sjúkradeildin í Hafnarhúðum er sniðin til að geta annað þörfum þyngstu hjúkrunar- sjúklinga. Heilbrigðismálaráð hefur ákveðið, að settur skuli á stofn dag- spítali fyrir aldraða á neðstu hæð Hafnarbúða og er unnið að áætlun um skipulag þeirrar starfsemi. 1 kjallara hússins er borðstofa fyr- Á vaktherbergi er hœgt að sjá í litlurn sjónvarpsskermi hver stendur við dyrnar og beið- ist inngöngu. Helga Oskarsdóttir deildarstjóri stendur við tœkið. - Ljósm. Ingibjörg A rnadóttir. Vistjólk var að já sér kajfisopa jiegar við litum inn. - Ljósm. lngibj. Arnadóttir. HJÚKRUN 23

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.