Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1978, Page 27

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1978, Page 27
BSRB mótmælir öllum hugmyndum um kjaraskerðingu Á stjómarfundi BSRB, þriðjudaginn 1. febr. sl., var eftirfarandi tillaga samþykkt einróma og með öllum greiddum atkvæðum: „Stjórn BSRB mótmælir harðlega öllum hug- myndum um að skerða nýgerða kjarasamninga opinberra starfsmanna eða afnema vísitölu- ákvæði samninganna. Vill stjórnin í því sambandi vekja athygli á því, að meginhluti hækkunar á kauptöxtum félags- manna BSRB eru verðlagsbætur vegna hinnar stórfelidu dýrtíðar hér á landi og auka því alls ekki kaupmátt launa. Grunnkaupshækkun sú, sem BSRB og bæjar- starfsmannafélögin sömdu um við fjármálaráð- herra og sveitarstjórnir miðaði að því að bæta opinberum starfsmönnum þá gífurlegu kjara- skerðingu, sem þeir urðu fyrir á árunum 1974- 1977, svo og að leiðrétta launakjör opinberra starfsmanna miðað við sambærilega starfshópa. Kaupmáttaraukning opinberra starfsmanna í síðustu kjarasamningum er síst meiri en aukn- ing þjóðartekna og þjóðarframleiðslu undanfar- in ár.“ Ráðstefna Þann 16. jan. sl. efndi Bandalag kvenna í Reykja- vík til ráðstefnu. Málefni ráðstefnunnar var: „Frumvarp til laga um samræmdan framhalds- skóla", er lagt var fram til kynningar á Alþingi vorið 1977. Málshefjendur ráðstefnunnar voru: Kristján Gunnarsson fræðslustjóri. Rakti hann skipulag framhaldsskóla, kosti þess og ef til vill galla. Ingibjörg R. Magnúsdóttir, deildarstjóri í heil- brigðisráðuneytinu. Talaði hún um skipulag heilbrigðissviðs. Þuríður Kristjánsdóttir prófessor. Rakti hún skipulagningu uppeldissviðs. Sveinn Sigurðsson skólastjóri talaði um skipu- lag iðnfræðslu. Halldóra Eggertsdóttir talaði um skipulagn- ingu hússtjórnarsviðs. Eftir að málshefjendur höfðu lokið máli sínu var snæddur hádegisverður. Að því loknu voru bornar fram fyrirspurnir til málshefjenda og leysu þeir greiðlega úr öllum spurningum. Síðan var þátttakendum skipt niður í umræðu- hópa. Hver hópur fékk ákveðið verkefni til um- ræðu og skyldi skila niðurstöðum til mennta- málanefndar bandalagsins til frekari úrvinnslu. María Pétursdóttir, fulitrúi HFÍ í Bandalagi kvenna, stjórnaði umræðu um „skipulagningu náms í heilbrigðisfræðum“ ásamt Steinunni Finnbogadóttur Ijósmóður. Fulltrúar HFÍ auk Maríu voru Sigþrúður Ingi- mundardóttir og Anna María Andrésdóttir, sem báðar eiga sæti í menntamálanefnd HFÍ, og Anna Stefánsdóttir fyrir stjórn HFÍ. Félagsgjöld 1978 Samkvæmt samþykkt fulltrúafundar HFÍ 1977 hefur stjórn HFÍ ákveðið félagsgjöld 1978 eftir- farandi: Hjúkrunarfræðingar ekki starfandi - í fram- haldsnámi - og erlendis greiði kr. 5.000. Hjúkrunarnemar greiði kr. 4.000. Hjúkrunarfræðingar 67 ára og eldri eru undan- þegnir félagsgjöldum. Félagsgjöld starfandi hjúkrunarfræðinga voru tilkynnt í 4. tbl. tímaritsins 1977 og hefur nú ver- ið innheimtur fyrri hluti, kr. 10.000 af hjúkrunar- fræðingum í fullu og hálfu starfi og kr. 6.000 af hjúkrunarfræðingum í minna en hálfu starfi. Styrkveitingar Tilkynning frá Minningarsjóði Hans Adolfs Hjart- arsonar, náms- og ferðasjóði HFÍ. Á stjórnarfundi í sjóðnum 25. nóv. 1977 lágu fyrir 5 umsóknir um styrki. Samþykkt var að veita Sigrúnu Huldu Jóns- dóttur hjúkrunarkennara kr. 50.000. Ennfremur var samþykkt að veita nemendum í framhalds- námi í Nýja hjúkrunarskólanum, til námsferðar til Bandaríkjanna 22/1-15/2 1978 kr. 50.000 af ráðstöfunarfé ársins 1977 og kr. 150.000 af út- hlutun 1978. Ráðstöfunarfé sjóðsins árið 1978, þ. e. vextir pr. 31. 12. 1977, er kr. 269.500. Eftir standa því kr. 119.500, sem hér með er auglýst til umsóknar. Umsóknir sendist stjórn sjóðsins fyrir 1. júní 1978 til skrifstofu HFÍ, Þing- holtsstræti 30, Reykjavík. Sjóðstjórnin.

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.