Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1978, Page 32
Raddir hjúkrunarnema
Það hefur vonandi ekki farið fram
hjá neinum innan heilbrigðisstétt-
anna að hjúkrunarnemar áttu í
kjaradeilu seinni hluta ársins 1977.
Forsaga er sú að stjórn og kjara-
nefnd HNFÍ skrifaði hréf 4. maí til
skólanefndar, og fór þess á leit að
samningi um kjör nema frá 30. apríl
1974 yrði sagt upp frá og með 1. júli
1977. Tilnefndi skólanefnd fulltrúa
til að sjá um þetta mál í sínu nafni,
og ræða við viðsemjendur skóla-
nefndar, þ. e. stjórnarnefnd ríkisspí-
talanna og stjórn Borgarspítalans i
Reykjavík. Voru það Þorbjörg Jóns-
dóttir skólastjóri, en síðar tók Sig-
þrúður Ingimundardóttir við af
henni, Sigurveig Sigurðardóttir, full-
trúi HFÍ í skólanefnd, og Herdís Al-
freðsdóttir hjúkrunarnemi.
Ilelstu kröfur hjúkrunarnema voru
hækkuð laun fyrir yfirvinnu, 75% af
launum hjúkrunarfræðings fyrir 1.
árs nema, 85% fyrir 2. árs nema og
100% fyrir 3. árs nema. Einnig vild-
um við skjaldfesta í samningi ýmsar
hefðir og munnleg loforð. T. d. að fá
borgaða yfirvinnu fyrir aukavaktir,
sem nemar taka, meðan á bóklegu
námi stendur.
Lílið eða ekkert var gert í þessu
máli meðan BSRB var í samningum.
Svo átti að taka lil óspilltra málanna
í nóvember. Þá var fjármálaráðu-
neytið komið með fingurna í málið.
Komu fulltrúar ríkisspítalanna með
tilboð sem hljóðaði upp á gífurlega
hækkun yfirvinnu en lækkun á pró-
sentuhlutfalli dagvinnu, frá því sem
verið hafði, sem hækkaði vegna lág-
launauppbóta. Sögðum við nei við
þessu rausnarboði og virtist málið
því útkljáð frá þeirra hálfu. Var
borgað út samkvæmt þeirra tilboði.
Þá tókum við til okkar ráða. Þann
16. desember lýstum við yfir yfir-
vinnubanni, og siðan á félagsfundi
21. desember var ákveðið að hjúkr-
unarnemar segðu sig úr skóla frá og
með 1. janúar 1978. Þar með var
komin harka í málið og samstaðan
gífurleg meðal nema. 170 nemar
skrifuðu undir úrsagnarlista, málið
kynnt fyrir starfsfólki sjúkrahúsanna
með dreifibréfi og almenningi gef-
inn kostur á að heyra málavöxtu í
dagblöðunum.
29. desember voru borin fram
samningsdrög að kjarasamningi á fé-
lagsfundi HNFÍ, sem voru samþykkt
og þar með úrsögn úr skóla dregin
til baka. Þegar samningar tókust
hafði þó nokkuð verið slegið af upp-
haflegum kröfum um yfirvinnu, íil
að halda dagvinnunni óskertri. Og
eins og sagt er eftir samninga, þá
teljum við okkur hafa náð viðunandi
samningum.
Það sem háir hjúkrunarnemum í
baráttu sem þessari, er að skólanefnd
er samningsaðili fyrir hjúkrunar-
nema, þ. e. við höfum ekki beinan
samningsrétt. Þarf þetta lagfæringar
við eins og margt annað.
Hvaða lærdóm getum við svo
dregið af kjarabaráttu okkar?
Jú, þann sama og áður: „Samein-
aðir stöndum vér, en sundraðir föll-
um vér“.
Skráð í janúar 1978.
F. h. HNFÍ,
Margrét Tómasdóttir.
Hjúkrunargagnasýning
Dagana 5. og 6. nóvember sl. stóð
Hjúkrunarnemafélagið fyrir hjúkr-
unargagnasýningu, sem haldin var í
H. S. í.
Sýndar voru nýjungar í hjúkrun-
argögnum og lækningatækjum frá
eftirtöldum umboðs- og heildversl-
unum: Austurbakki hf., Snorri hf.,
Glopus hf., Aðalsteinn Karlsson hf.,
Remidia hf., Hjálpartækjabankinn,
Ilerakles hf., H. Ólafsson & Bern-
höft hf., Skóverslun Þórðar Péturs-
sonar, Iceport hf., Tryggingastofnun
ríkisins. — Aðilum þessum færum við
bestu þakkir.
Það sem merkilegast þótti við sýn-
26
HJUKRUN