Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1978, Blaðsíða 37

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1978, Blaðsíða 37
Fréttir og tilkynníngar Reykjavíkurdeild HFÍ Aðalfundur Reykjavíkurdeildar HFI var haldinn að Hótel Esju þann 24. nóv. 1977. Fundarstjóri var Ida Atladóttir. Fundarefni var auk venjulegra að- alfundarstarfa: 1. Kosning fulltrúa og varafulltrúa Reyk j avíkurdeildarinnar. 2. María Pétursdóttir skólastjóri kynnti framhaldsnám í Nýja hj úkrunarskólanum. 3. Hjúkrunarforstjórar þriggja sjúkrahúsa í Reykjavík: Borgar- spítalans, Landspítalans og Landa- kots, kynntu fyrirgreiðslu stofn- ananna til hjúkrunarfræðinga í framhaldsnámi. Formaður, Ástríður Karlsdóttir Tynes, setti fundinn og gerði grein fyrir störfum deildarinnar á sl. ári. Haldnir voru 14 stjórnarfundir og þar af 6 fundir með fulltrúum deild- arinnar. Almennir fundir voru 2. Þær breytingar urðu á stjórn að Þuríður Backman, Lilja Óskarsdóttir og Unnur Sigtryggsdóttir hafa hætt störfum. Stjórnin er nú þannig skipuð: Ástríður Karlsdóttir Tynes form., Ida Atladóttir varaformaður, A. Svala Jónsdóttir ritari, Gerður Jóhannsdóttir gjaldkeri, Hulda Jónasdóttir meðstjórnandi, Ragnhildur Guðmundsdóttir með- stjórnandi, Anna Óskarsdóttir varamaður, Asta Karlsdóttir varamaður. Er kjósa átti fulltrúa kom í ljós að allmargir frambjóðendur voru ekki mættir á fundinum. Vakti það að vonum óánægju meðal viðstaddra og varð til þess að margir fundargesta gáfu kost á sér í framboð. María Pétursdóttir greindi skil- merkilega frá námsefni og tíma- fjölda hinna ýmsu greina sérnáms, sem kennt er í Nýja hjúkrunarskól- anum. Sagði hún okkur mega vel við una með þátttöku í sérnámi miðað við aðrar þjóðir. í Nýja hjúkrunarskólanum eru nú 20 nemendur og tæplega 30 í kenn- aranámi, sem hófst í haust. Vakti hún athygli á hve erfitt væri fyrir hjúkrunarfræðinga utan af landi að sækja framhaldsnám. Hjúkrunarforstjórarnir Sigurlín Gunnarsdóttir, Borgarspítala, og Vigdís Magnúsdóttir, Landspítalan- um, upplýstu að kjarasamningum væri fylgt varðandi námsleyfi. Gerðu þær ítarlega grein fyrir fjölda þeirra hjúkrunarfræðinga er fengið hafa námsleyfi vegna sérnáms, námskeiða og farið í kynnisferðir á vegum stofnananna á undanförnum árum. Erla Óskarsdóttir, Landakotsspít- ala, kvaðst miða einungis við það sérnám er nú stæði til boða og sagði stjórn Landakotsspítala meta hverju sinni hvernig greiðslu námsstyrkja er háttað, en einskorði sig ekki við kjarasamninga. Fyrirspurnir komu fram varðandi barnagæslu meðan á framhaldsnámi stendur. Kom fram að sjúkrahúsin hafa leyft hjúkrunarfræðingum að halda barnaheimilisplássi ef mögu- legt hefur verið. Ennfremur kom fyrirspurn um hvort hjúkrunarfræð- ingar væru skuldbundnir til að vinna við viðkomandi stofnun eftir náms- tíma. Upplýstu þær að svo væri ekki. Eftirtaldir fulltrúar voru kosnir á fundinum: Aðalfulltrúar: Anna S. Indriðadóttir, Ása Atladóttir, Gerður Jóhannsdóttir, ída Atladóttir, Magdalena Búadóttir, Pálína Sigurjónsdóttir, Ragnhildur Guðmundsdóttir. Varafulltrúar: Ásta Karlsdóttir, Anna Birna Ragnarsdóttir, Birna Lárusdóttir, Brynja Guðjónsdóttir, Guðrún Aðalsteinsdóttir, Helga Helgadóttir, Hrafnhildur Baldursdóttir, Ingibjörg Jónsdóttir, María Kristleifsdóttir, Magdalena Sigurðardóttir, Þórdís Kristinsdóttir. Fundi slitið kl. 23.30. A. Svala Jónsdóttir ritari. Sænskir hjúkrunar- fræðingar væntanlegir Hópur sænskra heilsuverndarhjúkr- unarfræðinga er væntanlegur 1. maí næstk. Hjúkrunarfélagi íslands HJÚKRUN 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.