Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1978, Side 38
barst bréf frá þeim þar sem þeir
óska eftir að fá að kynnast uppbygg-
ingu heilsuverndar á íslandi, svo og
að fara í skoðunarferðir um landið,
s. s. til Veslmannaeyja, Gullfoss og
Geysis. Leituðu þeir aðstoðar HFI
varðandi skipulagningu og fól stjórn-
in móttökunefnd, sem skipuð er eftir-
töldum aðilum að annast hana:
Björg Olafsdóttir, Svanlaug Arna-
dóttir, Ingibjörg Árnadóttir, Berg-
Ijót Líndal, Þuríður Backman og
Ragnhildur Guðmundsdóttir.
Á fyrsta fundi nefndarinnar var
samþykkt að Björg Ólafsdóttir yrði
formaður, Ingibjörg Árnadóttir
varaformaður og Bergljót Líndal rit-
ari.
Nefndin hefur þegar boðað Ingi-
björgu R. Magnúsdóttur, deildarstj.
i lieilbrigðisráðuneytinu, og form.
deildar heilsuverndarhjúkrunarfræð-
inga til fundar.
Þeir sem áhuga hafa á frekari upp-
lýsingum snúi sér vinsamlegast til
móttökunefndarinnar.
Jólatrésskemmtun HFÍ ’77
Jólatrésskemmtun fyrir börn hjúkr-
unarfræðinga var haldin á Hótel
Sögu, Súlnasal, miðvikudaginn 28.
desember sl. og hófst kl. 15.00.
Mikið fjölmenni var á skemmtun-
inni og fór hún vel og skipulega
fram. Hljómsveit Ragnars Bjarna-
sonar, ásamt Þuríði Sigurðardóttur,
lék og söng jóla- og barnalög. Hópur
jólasveina kom í heimsókn. Sungu
þeir og dönsuðu af hjartans list.
Einnig léku tvær níu ára stúlkur,
Helga A. Jónsdóttir og Gréta Guð-
mundsdóttir, nokkur lög á blokk-
flauturnar sínar.
Börnin tóku ríkulega þátt í öllu
því er fram fór og skemmtu sér auð-
sjáanlega hið besta.
í undirbúningsnefnd voru þær
Dóra Þorgilsdóttir, Mínerva Sveins-
dóttir, Guðrún I. Jónsdóttir og
Ragnhildur Jóhannsdóttir.
Sjúkrahótel
Rauða krossins
Ákveðið hefur verið að Rauði kross-
inn haldi áfram rekstri sjúkrahótels-
ins við Skipholt fyrst um sinn og að
tíminn fram til 1. júlí verði notaður
til þess að koma traustari grundvelli
undir reksturinn og setja ákveðnar
reglur um starfsemina.
Eins og komið hefur fram í tíma-
ritinu, hefur sjúkrahótelið í Reykja-
vík verið í miklum fjárhagserfiðleik-
um og hafði stjórn Rauða krossins
ákveðið að loka því um áramótin.
Til þessa kom þó ekki. Var hald-
inn fundur fulltrúa Rauða krossins
og heilbrigðisráðherra og einnig
trúnaðarráðsfundur Rauða krossins,
og ákvörðun tekin um að halda
rekstrinum áfram fyrst um sinn, eins
og fyrr segir.
Jólagleði
Jólagleði Reykjavikurdeildarinnar
fór fram föstudaginn 2. desember sl.
í Fóstbræðraheimilinu við Lang-
holtsveg. Munu miðar hafa selst upp
og íærri fengið en vildu. Var hátið-
in því fjölmenn og mikið fjör og
kæti ríkti.
Á borðum hafði verið komið fyrir
grenigreinum, mandarínum og döðl-
um. Setti þetta sinn svip á salinn, en
þetta ásamt öðrum framkvæmdum í
sambandi við hátíðina var verk
stjórnar deildarinnar, sem átti bæði
hrós og þakkir skilið fyrir framtak
sitt.
Vonandi verður þetta ekki látið
niður falla.
Námskeið fyrir
trúnaðarmenn HFÍ
Fyrirhugað er að halda námskeið
fyrir trúnaðarmenn HFI fimmtu-
daginn 9. og föstudaginn 10. mars
nk. Námskeiðið verður haldið í nýj-
um húsakynnum Bandalags starfs-
manna ríkis og bæja að Grettisgötu
89, Reykjavík. Á námskeiðinu er
gert ráð fyrir að kynnt verði eftir-
farandi:
Slarfsemi BSRB og HFÍ.
Lög um kjarasamninga.
Sérkj arasamningar.
Aðalkj arasamningur.
Utskýrður launaseðill.
Lífeyrissjóður hjúkrunarkv.
Réttindi og skyldur.
Hlutverk trúnaðarmanna.
Samtalstækni.
Takmarka verður þátttöku við 30
-35 trúnaðarmenn. Dagskrá verður
send þátttakendum.
Ekki þarf að greiða þátttökugjald,
en trúnaðarmönnum úti á landi er
bent á að hafa samráð við hjúkrun-
arforstjóra og stjórn sinnar svæðis-
deildar varðandi greiðslu ferða-
kostnaðar og launa meðan á nám-
skeiðinu stendur.
Miklar fyrirspurnir hafa verið um
námskeið fyrir trúnaðarmenn og
mikill áhugi virðist ríkja.
Fræðslurit
Landlæknisembættið befur gefið
út tvö smárit með spurningum og
svörum um pilluna og lykkjuna.
Þetta eru fyrstu fræðsluritin, sem
gefin eru úr samkv. lögum nr. 25/
1975, þar sem landlækni er falin yfir-
umsjón með fræðslu og ráðgjöf
varðandi kynlíf og barneignir, fóst-
ureyðingar og ófrjósemisaðgerðir.
Bæklingar þessir hafa verið send-
ir til heilsugæslu- og heilsuverndar-
stöðva sem hafa eftirlit með vanfær-
um konum og sjá um fræðslu ungra
stúlkna. Auk þess mun menntamála-
ráðuneytið í samráði við skólayfir-
lækni dreifa þeim í skólana.
Fræðsluritin voru unnin í sam-
vinnu við Sigurð S. Magnússon pró-
fessor sem staðfærði ritin. f þeim er
32
HJUKHUN