Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1978, Page 39

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1978, Page 39
að finna svör við öllum helstu spurn- ingum sem vakna í sambandi við notkun á þessum tveim tegundum getnaðarvarna. Að sögn landlæknis er von á fleiri slíkum ritum á næstunni. Ráðstefna XIII. alþjóðlega ráðstefnan um heilsufar skólafólks verður haldin í Helsinki dagana 13.-16. júní 1978. Ráðstefnan mun fjalla um vanda- mál varðandi heilsugæslu nemenda í framhaldsskólum. Nánari upplýsingar gefur skrif- stofa HFÍ. Námskeið fyrir hjúkrunar- fræðinga Akureyrardeild HFÍ fór 7. febrúar sl. af stað með námskeið fyrir hjúkrun- arfræðinga á Akureyri. Er þetta kvöldnámskeið, þannig að tímar eru tvisvar í viku, 80 mín. I senn. Fyrir- hugað er að námskeiðið standi í 5 vikur, og fyrst og fremst hugsað sem upprifjunarnámskeið. A'ámsefni: l.vika: Einar Brekkan: Svæfingar, post-op.gæsla-gj örgæsla, post-op.- complicationir, rannsóknir. •2. vika: Magnús Stefánsson: Út- brotasjúkdómar hjá börnum. Jó- hannes Björnsson: Acut krampar hjá börnum. 3. vika: Bjarni Rafnar: Salpingitis, prolaps. 4. vika: Gunnar Rafn Jónsson: Brjóstsviði, nábítur, ógleði, upp- köst, oesophagitis, hiatus hernia, gastritis, ulcus pepticum. Blæðing- ar frá meltingarvegi. Acut abdo- men: magi, gall, pancreas, ristill, appendicitis, ileus. 3-vika: Halldór Halldórsson: Op- stipation, colon irritabile, diarre, diverticulitis, diverticulosis, ca. coli (-að.), cystostatica við ca. í meltingarfærum, pancreatitis. Deildin fékk ókeypis afnot af kennslustofu í M. A. Þátttökugjald var ákveðið eitt þúsund krónur á mann og var þátttaka góð. Skólastjóri sjúkraliðaskólans Kristbjörg Þórðardóttir, skólastjóri Sjúkraliðaskólans að Suðurlands- braut 6 hér í borg, hefur nú verið skipuð skólastjóri skólans, en hún hefur verið skólastjóri hans um hálfs annars árs skeið. Kristbjörg, sem er heilsuverndarhjúkrunarfræðingur að mennt, var áður hjá Rauða krossin- um, og þar áður starfaði hún við Heilsuverndarstöðina. Kristbjörg sagði að nú væri 147 nemendur í Sjúkraliðaskólanum, þar af 5 karlmenn. Námstími sjúkraliða er eitt ár. Rit send skrifstofa HFÍ árið 1977 Frá Dansk Sygeplejerád: Den primære sundhedstjeneste. Sygehusforhold. EDB-hádbog for sygeplejersker. Psykiatri. Anatomi og fysiologi I. Medicinske sygdomme. Sociallovgivning. Civilret - Tillæg til Sociallovgivn- ing. Sygplejerskens lægemiddelinfor- mation 1976. Det sunde og det syge barn. „Klinisk undervisning af sygepleje elever - hvorledes kan man öge sygeplejeelevernes udbytte af den kliniske undervisning?“ Lægemiddellære og akutte forgifn- inger. Arvelighedslære. Ortopædisk kirurgi. Frá Svensk sjuksköterskeförening: „Nursing of the future". Frá Regional Office for Europe World Health Organization, Kaupmannahöfn: Second Liaison Meeting with Nurs- ing/Midwifery Associations on WHO’s European Nursing/ Midwifery Programme. Meðal gjafa sem bárust frá Önnu Sigurðardóttur var bókin Haandbog for Sygeplejersker, gefin út í Kaup- mannahöfn árið 1891. Félagsfundur Hjúkrunarfélag Islands gekkst fyrir almennum félagsfundi þriðjudaginn 21. febrúar sl. á Hótel Sögu (Átt- hagasal). Fundarefni var: Efnahags- ráðstafanir ríkisstjórnarinnar. Svanlaug Árnadóttir, formaður fé- lagsins, setti fundinn og bauð sér- staklega velkominn gest fundarins, Kristján Thorlacius, formann BSRB. Kristján flutti mjög greinargóða framsögn þar sem hann skýrði riftun kjarasamninganna og benti á þær af- leiðingar sem þetta hefði í för með sér. Kvað hann þessa riftun hafa HJÚkrun 33

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.