Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1978, Blaðsíða 16

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1978, Blaðsíða 16
Frú ritstjóri! í mars-hefti blaðs yðar á bls. 28, í kaflanum „Sjónarmið“, er grein sem ber heitið: „Er möguleiki á betra samstarfi?“ Greinin er undirrituð „555“ og fjallar um „sambandsleysi milli skóla og heimila“. Hún er stutt, liðlega 1 dálkur í blaðinu, inniheldur vanga- veltur, einar 7 spurningar og a. m. k. staðhæfingu, sem er rakalaus og óhæf til alhæfingar, þ. e. „Foreldr- arnir fá ekkert að vita.“ Það skal strax tekið fram, að heilsugæslan í skólum er ekki full- komin og verður líklega seint og er mér ljóst að bæta má um. Það lá við, að ég yrði æ hlessari við lesturinn. Hins vegar get ég ímyndað mér, að bak við greinina liggi viss hugsun í þá átt að ganga fram af mönnum, sem starfa við heilsugæslu í skólum og heilbrigðisyfirvöldum, þ. e. skóla- yfirlækni. Greinarhöfundur hefði getað hringt í hjúkrunarfræðing ein- hvers skólans og fengið allar upplýs- ingar um þetta mál. Hitt viðurkenni ég, að greinin hristir betur upp í þessu en eitt símtal hefði gert og sá er kannski tilgangurinn? Gott eilt er um það. Sem svar við greininni skal ég segja þetta: Fyrsta vangavelta greinarinnar er, „hvort þeir hjúkrunarfræðingar sem starfa við skólana, eigi einhvern þátt í því sambandsleysi, er ríkir milli skóla og heimila.“ Sé um sambandsleysi að ræða á annað borð, er erfitt að hvítþvo 14 Sjónarmið nokkurn, hver svo sem í hlut á: Skólayfirlækni, borgar- og héraðs- lækna, skólalækna, skólahjúkrunar- fræðinga og jafnvel skólastjóra og kennara. Hitt skal ég staðhæfa eftir 12 ára samstarf við 7 hjúkrunarkon- ur í skólum Reykjavíkur, að þær hafa haldið uppi og átt með ágætum gott samstarf við kennara og skóla- stjóra annars vegar og foreldra harna hins vegar og verið góðir sendiherrar heilbrigðisstj órnar Reykjavíkur. Þær hafa 1200-1500 hörn á sinni könnu, séu þær í fullu starfi. Eigi þær að stuðla að betri samvinnu og verða áhrifameiri tengi- liðir, tel ég þær þurfa meiri aðstoð eða hafa mun færri nemendur um að sjá. Næst ræðir greinarhöfundur fyrstu læknisskoðun skólabarns og spyr síð- an: en kemur hún foreldrum ekkert við? Hvers vegna þessi leynd yfir þessari læknisskoðun? Barnið kemur bara heim einn daginn úr skólanum og segist hafa verið í skoð- un og fengið sprautu. Ilvers konar sprautu og við hverju veit enginn. A að fylgjast með einhverju? Getur barnið fengið hita eða veikst? For- eldrarnir fá ekkert að vita. Kom eitt- hvað í Ijós sem laga þarf eða er allt í lagi?“ Svar: Sex ára barnið er sent heim með prentað spurningablað gefið út af skólayfirlækni. Skólaeftirlit: Eyðu- blað I (Heilsufarsseðill). Þetta er al- mennur spurningalisti m. t. t. al- mennrar fyrri heilsu, og um álit fólks sjálfs á barninu. Á bakhlið þessa eyðublaðs eru nokkrar upplýsingar og hvatning frá skólayfirlækni til for- eldra: „Það er mjög mikilsvert, að skólalæknir fái eins nákvæmar upp- lýsingar og auðið er um heilsufar og ástæður hvers barns, sem sækir skóla. Þess vegna er þetta eyðublað sent foreldrum barna, sem byrja skóla- göngu. Eru það vinsamleg tilmæli til foreldra, að þeir svari spurningun- um og sendi blaðið síðan til hlutað- eigandi skólalæknis.“ „Þar sem sér- stakir heimilislæknar eru starfandi, veita skólalæknar nemendum ekki læknishjálp, heldur vísa til heimilis- læknis þeim nemendum, sem þurfa á að halda læknismeðferð eða ná- kvæmari rannsókn en skólalæknir hefur tök á að gera á þeim tíma, sem honum er ætlaður. Heilsuverndar- starfsemi skólanna léttir ekki heldur neinni ábyrgð af foreldrum, og ekki má búast við, að skólalæknar upp- götvi ætíð allt, sem að nemendum kann að ganga. Eftir sem áður þurfa því foreldrar að fylgjast með heilsu- fari barna sinna á skólaaldri og koma þeim til læknis eftir þörfum. Hins vegar er árangur af heilsuvernd- arstarfsemi skóla mjög kominn und- ir góðri samvinnu skóla og heim- ilis. Er þess því vænst, að þér hafið samband við skólahjúkrunarkonu, þar sem hún er starfandi, en annars staðar við skólalækni eða skólastjóra, ef yður finnst eitthvað athugavert við heilsufar eða hátterni barns yð- ar, meðan það sækir skóla.“ Enn- fremur segir þar: „Þess er æskt, að annað hvort foreldra (móðir) fylgi HJÚKRUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.