Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1978, Blaðsíða 19

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1978, Blaðsíða 19
Fréttir og tilkynningar Bandalag kvenna í Reykjavík Arsskýrslu Bandalagsins 1977-78 var dreift í 2 eintökum til aðildarfé- laganna á fulltrúaráðsfundinum 2. maí sl. og síðan send til þeirra aðild- arfélaga, sem ekki áttu fulltrúa á fundinum. Þá hefur formönnum fastanefnda verið sent eintak af skýrslunni svo og fjölmiðlum. Send hafa verið 74 bréf með ályktunum frá aðalfundinum í febrúar sl. Saga Bandalagsins. Aðildarfélögin eru hér með minnt á þá samþykkt fulltrúaráðsins, að handritið af sögu- agripi félaganna ásamt myndum þarf að hafa borist stjórninni fyrir næstu áramót. Jafnframt eru þau aðildar- félög, sem eftir eiga að greiða kr. 15.000 framlagið fyrir 1978 vegna söguritunarinnar, beðin að gera það sem fyrst. Hallveigarstaðir. Svar hefur borist frá 25 aðildarfélögum vegna væntan- legrar sölu á húseigninni Hallveigar- staðir, en svörin áttu að berast fyrir 1- maí sl. 011 svörin voru á þá leið, að stjórn Bandalagsins er falin fram- kvæmd í málinu, þótt félögin harmi yfirleitt að til sölu þurfi að koma á húseigninni. Unnið er að því annars vegar að finna betra og hentugra húsnæði fyrir kvennasamtökin og hins vegar að fá kaupanda að hús- eigninni. Ar barnsins 1979. Eins og þið vit- ið hefur fulltrúaráðið samþykkt að Bandalagið gangist fyrir hádegis- verðarfundi á Hótel Sögu, laugar- daginn 14. október n.k. Fundurinn er að þessu sinni haldinn þar, til þess að hvert aðildarfélag geti sent 10 fulltrúa á fundinn. Rætt hefur ver- ið um, að Bandalagið gangist fyrir þremur fræðslufundum, einum 1978 og tveimur 1979, um málefni barns- ins á sem breiðustum grundvelli. Stjórnin biður aðildarfélögin að senda ábendingar og tillögur um þau viðfangsefni, sem þau óska eftir að Bandalagið taki fyrir á þessum vett- vangi sem allra fyrst. Jafnframt bið- ur stjórnin félögin hvert og eitt að athuga, hvað þau geta gert heimafyr- ir. Á októberfundinum verður aðal- ræðumaðurinn Jón Björnsson félags- málastjóri á Akureyri. Umhverfisvernd. Stjórnin biður aðildarfélögin að bafa vakandi auga fyrir verndun minja og umhverfis- vernd. Hvernig væri að aðildarfélög- in gengjust fyrir sérstökum þrifnað- arvikum, hvert í sínu hverfi? í þessu sambandi leyfir stjórnin sér að senda með þessu bréfi eintak af umburðar- bréfi Landverndar. Grœnlandsferð. Kvenfélagasamb. íslands skipuleggur kynnisferð til Grænlands dagana 10.-17. ágúst n.k. Þessi ferð er fyrst og fremst skipu- lögð fyrir þær konur, sem tóku á móti grænlensku konunum, sem voru hér á ferð sl. sumar. Upplýsingar veitir Kvenfélagasamband íslands. Norrœna húsmœðrasambandið. Þing sambandsins verður haldið á Park Hótel í Sandefjord í Noregi dagana 15.-17. sept. n.k. Umræðu- efni þingsins verður „Börn í neyslu- þjóðfélagi". Umburðarbréf um þing- ið hefur Bandalagið sent öllum að- ildarfélögunum. — Upplýsingar hjá Kvenfélagasambandi íslands. Þökkum ánægjulegt samstarf á liðnum vetri. o.; -_,• dtjornm. Ráðstefna í Danmörku í október 1978 Hjúkrunarfélagi íslands hefur borist boð frá Dansk Sygeplejerád um að senda tvo fulltrúa á ráðstefnu um „working environment for health care workers", sem haldin verður á ráðstefnuhótelinu Kolle Kolle í Dan- mörku 16.—20. október nk. Er hér um að ræða 3. ráðstefnu hjúkrunar- félaga á Norðurlöndum og Medical Workers Union in USSR og er 16 löndum boðin þátttaka. Tilgangur ráðstefnunnar er að ræða vinnuað- stöðu og vandamál innan heilsugæsl- unnar og að efla samvinnu heilsu- gæslustétta. Upplýsingar á skrifstofu HFÍ. Námsstyrkur 3-M Nursing Fellowship Alþjóðasamtök hjúkrunarfræðinga, ICN, auglýsa hér með 3-M styrkina fyrir árið 1979. Eru þeir ætlaðir hjúkrunarfræðingum til framhalds- náms. HJÚkrun 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.