Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1978, Blaðsíða 30

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1978, Blaðsíða 30
Ritkynning í febrúar sl. kom út rit heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytisins 1/1978. Heitir það „Hjúkrun- armál“ og hefur að geyma allýtarlegt yfirlit yfir nám og störf hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða. Höfundur þess er Ingibjörg R. Magnúsdóttir deildarstjóri. í inngangi ritsins segir: „Þegar rætt er um hjúkrun, það starf sem hjúkunarfræðingar hafa annast um áratugabil, verður flestum hugsað til sjúkrahúsa og ákveðinna starfa innan þeirra. Þau störf voru nokkuð svipuð fyrst framan af. Læknar, hjúkrunafræðingar og Ijósmæður voru þær hefðbundnu stéttir heilbrigðisþjónustunnar, er höföu ákveðin störf með höndum, og til þeirra starfa þurfti ákveðið nám. Gífurleg þjóðfélagsbreyting hefur orðið hér á landi jafnt og þétt allt frá lokum síðari heims- styrjaldar. Hún hefur ekki síður náð til sjúkrahúsa og sjúkramála, en annarra þjóðfélagsþátta og markað þar spor. Nýir hópar, litlir í fyrstu, urðu til við hlið læknisins og hjúkrunarfræðingsins og leystu hluta starfs þeirra af hendi, einn hér og annar þar. Þessir hópar hlutu ákveðin starfssvið, sem mótuðust í ákveðinn farveg og kröfðust því sérstakrar kunnáttu. Starf hjúkrunarfræðingsins hefur tekið allmikl- um breytingum á þessum árum. í sjúkrastofn- unum er starf hans nú meira bundið stjórnun og kennslu auk ýmissa sérgeina hjúkrunar, og utan sjúkrastofnana annast hann heilsugæslu í sívax- andi mæli í heilsugæslustöðvum, skólum, heim- ilum, verksmiðjum og fleiri stofnunum hins margbreytilega þjóðfélags. Ný og breytt starfssvið kalla á aðrar breyting- ar. Nám hjúkrunarfræðingsins þarf sífellt að end- urskoða. Starf hans að námi loknu þarf að skipu- leggja þannig, að menntun hans nýtist sem best hverju sinni og um leið þeirra nýju stétta, er komið hafa til starfa við hlið hans á undanförn- um árum.“ Meginkaflar ritsins bera yfirskriftirnar: Skólar. Hjúkrunarleyfi. Sérfræðileyfi í hjúkrun. Störf hjúkrunarfræðinga. Sjúkraiiðar. Sjúkrastofnanir. Fjöldi starfandi hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða í sjúkrastofnunum. Heilsugæsla. Könnun á störf- um hjúkrunarfræðinga 1974-1975. í kaflanum um störf hjúkrunarfræðinga segir m. a. að hjúkrunarfræðingar hér á landi séu svo til allir í Hjúkrunarfélagi íslands. Þó eru örfáar undantekningar. Þessum kafla fylgir tafla sem sýnir fjölda þeirra hjúkrunarfræðinga, sem eru starfandi hér á landi á tímabilinu 1. janúar 1973 til 1. janúar 1978 og starfshlutfall þeirra. Höfundur telur augljóst að á seinni árum hafi fleiri húsmæður komið út á vinnumarkaðinn og taki þá fremur hlutastarf en fullt starf. Þetta er hliðstæð þróun og annars staðar og án efa liggja ýmsar ástæður til grundvallar. Aukning á barna- heimilisplássum, þótt ekki liggi hér fyrir hver sú aukning er. Barneignum hefur heldur fækkað hlutfallslega, svo að gera má ráð fyrir að færri hjúkrunarfræðingar séu bundnir barnagæslu en fyrr. Að lokum gæti breytt viðhorft til starfa kvenna utan heimilis markað hér spor sem og annars staðar þjóðfélaginu. Ritið „Hjúkrunarmál“ er 74 bls. að stærð og kostar kr. 1000. Það er til sölu í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu og á skrifstofu HFÍ. Uppsagnirnar dregnar til baka Á stjórnarfundi Hjúkrunarfélags íslands, 25. maí 1978, voru mættir fulltrúar hjúkrunarfræðinga við Landakotsspítala, Vífilsstaðaspítala og Borgar- spítala, sem sögðu upp störfum í október 1976 og frestuðu framkvæmd 30. mars 1977 fram yfir gerð kjarasamninga, samkv. tilmælum stjórnar HFÍ. Samþykktu þessir fulltrúar að uppsagnir verði dregnar til baka. Mun hver hjúkrunarfræðingur ganga frá sinni afturköllun. Vetrarleiga í Kvennabrekku Á fulltrúafundi HFÍ í apríl 1978 var samþykkt eftirfarandi tillaga um leigu Kvennabrekku: Að sumarhús HFÍ, Kvennabrekka, verði leigð hjúkrunarfræðingum utan af landi fyrir sann- gjarnt verð, t. d. ef þeir eru við nám hér fyrir sunnan, mánuðina sept. til maíloka. Umsóknir um samfellda vetrarleigu þurfa að berast skrifstofu HFÍ fyrir 1. ágúst nk. Skrifstofa HFÍ - sumarfrí Undanfarin ár hefur skrifstofa HFÍ verið lokuð í júlímánunði að jafnaði 3 vikur, vegna sumar- leyfa. í sumar verður einungis lokað fyrir hádegi 3.-21. júlí að báðum dögum meðtöldum. Formaður félagsins mun verða á skrifstofunni kl. 1-5.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.